Sport

Keppandi á ÓL fékk astmakast og hneig niður eftir sund

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tamara Potocka fær læknisaðstoð á sundlaugarbakkanum eftir að hafa hnigið niður.
Tamara Potocka fær læknisaðstoð á sundlaugarbakkanum eftir að hafa hnigið niður. getty/Isabel Infantes

Slóvakíska sundkonan Tamara Potocka hneig niður eftir að hafa synt tvö hundruð metra fjórsund á Ólympíuleikunum í París.

Potocka hneig niður á bakkanum eftir að hafa klárað sundið. Hún fékk umsvifalaust aðstoð bráðaliða sem gáfu henni súrefni.

Samkvæmt BBC er Potocka með astma og fékk astmakast eftir sundið í dag.

Potocka var flutt á sjúkrahús eftir að hafa fengið aðstoð í keppnishöllinni. Hún var með meðvitund og gat tjáð sig við læknana.

Hin 21 árs Potocka lenti í 7. sæti í sínum riðli í undanrásunum og komst ekki í undanúrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×