Innlent

Meiri um­ferð um Vestur­lands­veg en Suður­lands­veg

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mun fleiri streyma frá höfuðborgarsvæðinu en til þess. Þessi mynd er úr vefmyndavél Vegagerðarinnar og var tekin klukkan 16 við Blikadalsá nærri Hvalfjarðargöngum.
Mun fleiri streyma frá höfuðborgarsvæðinu en til þess. Þessi mynd er úr vefmyndavél Vegagerðarinnar og var tekin klukkan 16 við Blikadalsá nærri Hvalfjarðargöngum.

Varðstjóri á umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir umferðina vera farna að þyngjast út úr borginni. Fólk virðist frekar stefna Vesturlandsveg en Suðurlandsveg.

„Já, við höfum tekið eftir því að umferðin er farin að þyngjast. Meira vestur eftir en austur eftir,“ segir Hildur Kristín Þorvarðardóttir varðstjóri umferðardeildar.

Hún telur veðurspá eflaust hafa sitt að segja um það. Gul viðvörun er á Suður- og Suðvesturlandi á morgun.

Hildur hvetur ökumenn til að fara varlega og vera með þolinmæðina að vopni. Viðbúið sé að hægist á umferð þegar svo margir leggi land undir fót. Allir komist á áfangastað á endanum.

Þá segir hún umferðareftirlit verða með hefðbundnum hætti á Vesturlands- og Suðurlandsvegi eins og fyrri verslunarmannahelgar.


Tengdar fréttir

Allir ættu að komast leiðar sinnar þrátt fyrir viðvörun

Framkvæmdastjóri Herjólfs segir mikinn vind og töluverða ölduhæð á morgun ekki hafa áhrif á ferðir Herjólfs fyrir Þjóðhátíð. Gripið hefur verið til sérstakra ráðstafanna á hátíðinni til að bregðast við veðurspánni en formaður Þjóðhátíðarnefndar segir Íslendinga sem betur fer vera öllu vanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×