„Ótrúlegt“ að Halla hafi ekki verið fyrsta frétt RÚV Ólafur Björn Sverrisson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 2. ágúst 2024 18:01 Sif forsetaritari furðar sig á því að Halla hafi ekki verið aðalnúmerið í fréttatíma Ríkisútvarpsins. Vísir Það vakti athygli í gærkvöldi að innsetning Höllu Tómasdóttur sem sjöundi forseti lýðveldisins hafi ekki verið fyrsta frétt í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Þess í stað var frétt um að samhæfing í viðbrögðum við jökulhlaupum væri ábótavant. Brýnar upplýsingar til almennings, að sögn vaktstjóra kvöldfrétta RÚV. Þetta fréttamat ritstjórnar RÚV virðist hafa farið illa í marga. Anna Sigrún Baldursdóttir, skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg, birti til að mynda Facebookfærslu þar sem hún gerir uppröðunina að umtalsefni. „Það er eitthvað ósagt þarna hjá þeim sem lögðu upp fréttatímann,“ vill Anna Sigrún meina. Undir þá færslu gerði Sif Gunnarsdóttir forsetaritari athugasemd þar sem hún segir málið „ótrúlegt“. a Í Facebookfærslu sakar Jón Axel Ólafsson fjölmiðlamaður fréttastofu Ríkisútvarpsins um að stjórnast af „duttlungum vinstri starfsmanna stofnunarinnar“ sem beiti henni óspart í „eigin pólitíska þágu“. Sif Gunnarsdóttir forsetaritari er ekki sátt. „Ég er ekki viss um að innsetning Katrínar Jakobsdóttur hefði verið önnur frétt á í gærkvöldi hefði hún verið kosin forseti. Stofnunin gengur sjálfala eftir stefnu sem starfsfólk hennar markar henni sjálft og litast af pólitískum skoðunum þeirra. Og við sem borgum brúsann höfum ekkert um það að segja,“ skrifar Jón Axel. Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson og fræðimaðurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson taka undir, segja fréttastofuna líta á sig sem dónalega yfirstofnun sem sé í raun stjórnlaus. Umræða um málið hefur spunnist víðar. Á DV birtist í dag nafnlaus pistill undir fyrirsögninni „Orðið á götunni: Fréttastofa RÚV í fýlu – getur ekki falið svekkelsið“ Þar er ýjað að því að fréttastofa RÚV sé „enn ekki komin yfir það að sameiginlegur frambjóðandi hennar og skrímsladeildar Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, skuli ekki hafa náð kjöri í forsetakosningunum í vor.“ Svekkelsið ráði för í fréttamati. Engar algildar reglur Sigríður Hagalín Björnsdóttir fréttamaður Ríkisútvarpsins og vaktstjóri gærdagsins svarar þessum ásökunum í skriflegu svari til Vísis. Hún segir fréttastofu RÚV gegna mörgum hlutverkum og taki þau alvarlega. Eitt mikilvægasta hlutverkið sé almannavarnahlutverkið. Sigríður Hagalín Björnsdóttir. „Röðun í fréttatíma er byggð á fréttamati á hverjum tíma, og engar algildar reglur gilda um hana. Í gær fjallaði fyrsta frétt um alvarlegar brotalamir á vöktunarkerfinu í kringum Kötlu, sem komu í ljós í hlaupinu fyrir fáum dögum. Við mátum þetta sem brýnar upplýsingar til almennings, ekki síst í ljósi náttúruhamfara undanfarinna mánaða,“ segir í svari Sigríðar. „Ríkisútvarpið hafði sinnt innsetningu Höllu Tómasdóttur í embætti forseta af alúð allan daginn, í beinni útsendingu, og viðburðinum var líka gert hátt undir höfði í fréttatímanum.“ Ríkisútvarpið Forseti Íslands Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Sjá meira
Þetta fréttamat ritstjórnar RÚV virðist hafa farið illa í marga. Anna Sigrún Baldursdóttir, skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg, birti til að mynda Facebookfærslu þar sem hún gerir uppröðunina að umtalsefni. „Það er eitthvað ósagt þarna hjá þeim sem lögðu upp fréttatímann,“ vill Anna Sigrún meina. Undir þá færslu gerði Sif Gunnarsdóttir forsetaritari athugasemd þar sem hún segir málið „ótrúlegt“. a Í Facebookfærslu sakar Jón Axel Ólafsson fjölmiðlamaður fréttastofu Ríkisútvarpsins um að stjórnast af „duttlungum vinstri starfsmanna stofnunarinnar“ sem beiti henni óspart í „eigin pólitíska þágu“. Sif Gunnarsdóttir forsetaritari er ekki sátt. „Ég er ekki viss um að innsetning Katrínar Jakobsdóttur hefði verið önnur frétt á í gærkvöldi hefði hún verið kosin forseti. Stofnunin gengur sjálfala eftir stefnu sem starfsfólk hennar markar henni sjálft og litast af pólitískum skoðunum þeirra. Og við sem borgum brúsann höfum ekkert um það að segja,“ skrifar Jón Axel. Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson og fræðimaðurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson taka undir, segja fréttastofuna líta á sig sem dónalega yfirstofnun sem sé í raun stjórnlaus. Umræða um málið hefur spunnist víðar. Á DV birtist í dag nafnlaus pistill undir fyrirsögninni „Orðið á götunni: Fréttastofa RÚV í fýlu – getur ekki falið svekkelsið“ Þar er ýjað að því að fréttastofa RÚV sé „enn ekki komin yfir það að sameiginlegur frambjóðandi hennar og skrímsladeildar Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, skuli ekki hafa náð kjöri í forsetakosningunum í vor.“ Svekkelsið ráði för í fréttamati. Engar algildar reglur Sigríður Hagalín Björnsdóttir fréttamaður Ríkisútvarpsins og vaktstjóri gærdagsins svarar þessum ásökunum í skriflegu svari til Vísis. Hún segir fréttastofu RÚV gegna mörgum hlutverkum og taki þau alvarlega. Eitt mikilvægasta hlutverkið sé almannavarnahlutverkið. Sigríður Hagalín Björnsdóttir. „Röðun í fréttatíma er byggð á fréttamati á hverjum tíma, og engar algildar reglur gilda um hana. Í gær fjallaði fyrsta frétt um alvarlegar brotalamir á vöktunarkerfinu í kringum Kötlu, sem komu í ljós í hlaupinu fyrir fáum dögum. Við mátum þetta sem brýnar upplýsingar til almennings, ekki síst í ljósi náttúruhamfara undanfarinna mánaða,“ segir í svari Sigríðar. „Ríkisútvarpið hafði sinnt innsetningu Höllu Tómasdóttur í embætti forseta af alúð allan daginn, í beinni útsendingu, og viðburðinum var líka gert hátt undir höfði í fréttatímanum.“
Ríkisútvarpið Forseti Íslands Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Sjá meira