Fólk einfaldi matseldina um helgina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. ágúst 2024 10:50 Jói Fel hefur haft í nógu að snúast. Vísir/Vilhelm Jói Fel bakari og matreiðslumaður með meiru hvetur landsmenn til þess að flækja ekki hlutina að óþörfu þegar kemur að matseldinni og nestisgerð fyrir Verslunarmannahelgina. Hann segir auðvelt að henda peningum í ruslið með að ætla sér um of. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jói opnaði í morgun nýja uppskriftarsíðu, eldabaka.is. Þar býður Jói upp á allar sínar uppskriftir gegn ársgjaldi en hann segir marga hætta til að flækja hlutina þegar það kemur að eldamennsku, sérstaklega í ferðalögum. Sneiðar frekar en steikur „Þegar ég fer í ferðalag þá verð ég alltaf að búa allt til sjálfur. Ég myndi vera búinn að gera rauðlaukssultuna og rauðkálið og kartöflusalatið og allt saman. En í dag, ég er að hugsa um að fólk er að fara í ferðalag í dag og þú getur ekki gert neitt.“ Jói segir allt vera til í matvöruverslunum í dag. Þar sé hægt að finna kartöflusalatið, sósuna, grænmetið jafnvel niðurskorið í álbakka svo einungis þurfi að skella því á grillið. Þá sé kjötið meira að segja til kryddlegið. „Ekki kaupa fimm hundruð gramma Rib eye steik sem tekur hálftíma og þarf að hvíla. Keyptu bara flottar lærissneiðar, kótelettur, í góðum kryddlegi. Tíminn skiptir ekki máli, að grilla, því lengur því betra, þannig að þú þarft ekkert að hugsa mikið.“ Varist að ofhlaða grillið Hann segir það algeng mistök að ætla sér um of í matargerð stórar ferðahelgar líkt og Versló, þegar tíminn sé í raun og veru of knappur. Mörgum hætti til að henda peningunum hreinlega í ruslið. Oft séu til staðar grill, til dæmis á tjaldsvæðum sem hægt sé að samnýta og skella kótelettunum eða pulsunum einfaldlega bara á grillið. „Svo eru náttúrulega margir í bústað og það eru oft þannig að það eru kannski tíu, tólf manns saman. Þú ferð aldrei einn í bústað,“ segir Jói Fel. Hann minnir á að grillið í bústaðnum geti verið minna en fólk búist við. „Ekki vera þá með risasteikur og fullt af bökunarkartöflum sem þurfa að fara á grillið. Þetta tekur allan daginn. Vertu bara með þetta tilbúið og svo getur kallinn bara verið á kantinum að grilla lærissneiðarnar, haft einn kaldann og hitt bara inn í ofn eða eitthvað, kartöflurnar og svo ertu bara með ferskt salat. Þetta er miklu skemmtilegra svona.“ Nesti sem fer ekki í sætið Spurður að því hvernig nesti hann myndi taka með sér ef hann væri að fara að keyra til Egilsstaða, án þess að stoppa of oft segir Jói Fel: „Sko ég passa mig alltaf á því að þetta þarf að vera eitthvað sem maður getur borðað án þess að það detti í sætin. Ekki kaupa croissant sem er smurt og svo bíturðu í það og það dettur út um allt.“ Bítið Matur Ferðalög Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jói opnaði í morgun nýja uppskriftarsíðu, eldabaka.is. Þar býður Jói upp á allar sínar uppskriftir gegn ársgjaldi en hann segir marga hætta til að flækja hlutina þegar það kemur að eldamennsku, sérstaklega í ferðalögum. Sneiðar frekar en steikur „Þegar ég fer í ferðalag þá verð ég alltaf að búa allt til sjálfur. Ég myndi vera búinn að gera rauðlaukssultuna og rauðkálið og kartöflusalatið og allt saman. En í dag, ég er að hugsa um að fólk er að fara í ferðalag í dag og þú getur ekki gert neitt.“ Jói segir allt vera til í matvöruverslunum í dag. Þar sé hægt að finna kartöflusalatið, sósuna, grænmetið jafnvel niðurskorið í álbakka svo einungis þurfi að skella því á grillið. Þá sé kjötið meira að segja til kryddlegið. „Ekki kaupa fimm hundruð gramma Rib eye steik sem tekur hálftíma og þarf að hvíla. Keyptu bara flottar lærissneiðar, kótelettur, í góðum kryddlegi. Tíminn skiptir ekki máli, að grilla, því lengur því betra, þannig að þú þarft ekkert að hugsa mikið.“ Varist að ofhlaða grillið Hann segir það algeng mistök að ætla sér um of í matargerð stórar ferðahelgar líkt og Versló, þegar tíminn sé í raun og veru of knappur. Mörgum hætti til að henda peningunum hreinlega í ruslið. Oft séu til staðar grill, til dæmis á tjaldsvæðum sem hægt sé að samnýta og skella kótelettunum eða pulsunum einfaldlega bara á grillið. „Svo eru náttúrulega margir í bústað og það eru oft þannig að það eru kannski tíu, tólf manns saman. Þú ferð aldrei einn í bústað,“ segir Jói Fel. Hann minnir á að grillið í bústaðnum geti verið minna en fólk búist við. „Ekki vera þá með risasteikur og fullt af bökunarkartöflum sem þurfa að fara á grillið. Þetta tekur allan daginn. Vertu bara með þetta tilbúið og svo getur kallinn bara verið á kantinum að grilla lærissneiðarnar, haft einn kaldann og hitt bara inn í ofn eða eitthvað, kartöflurnar og svo ertu bara með ferskt salat. Þetta er miklu skemmtilegra svona.“ Nesti sem fer ekki í sætið Spurður að því hvernig nesti hann myndi taka með sér ef hann væri að fara að keyra til Egilsstaða, án þess að stoppa of oft segir Jói Fel: „Sko ég passa mig alltaf á því að þetta þarf að vera eitthvað sem maður getur borðað án þess að það detti í sætin. Ekki kaupa croissant sem er smurt og svo bíturðu í það og það dettur út um allt.“
Bítið Matur Ferðalög Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira