Fólk einfaldi matseldina um helgina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. ágúst 2024 10:50 Jói Fel hefur haft í nógu að snúast. Vísir/Vilhelm Jói Fel bakari og matreiðslumaður með meiru hvetur landsmenn til þess að flækja ekki hlutina að óþörfu þegar kemur að matseldinni og nestisgerð fyrir Verslunarmannahelgina. Hann segir auðvelt að henda peningum í ruslið með að ætla sér um of. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jói opnaði í morgun nýja uppskriftarsíðu, eldabaka.is. Þar býður Jói upp á allar sínar uppskriftir gegn ársgjaldi en hann segir marga hætta til að flækja hlutina þegar það kemur að eldamennsku, sérstaklega í ferðalögum. Sneiðar frekar en steikur „Þegar ég fer í ferðalag þá verð ég alltaf að búa allt til sjálfur. Ég myndi vera búinn að gera rauðlaukssultuna og rauðkálið og kartöflusalatið og allt saman. En í dag, ég er að hugsa um að fólk er að fara í ferðalag í dag og þú getur ekki gert neitt.“ Jói segir allt vera til í matvöruverslunum í dag. Þar sé hægt að finna kartöflusalatið, sósuna, grænmetið jafnvel niðurskorið í álbakka svo einungis þurfi að skella því á grillið. Þá sé kjötið meira að segja til kryddlegið. „Ekki kaupa fimm hundruð gramma Rib eye steik sem tekur hálftíma og þarf að hvíla. Keyptu bara flottar lærissneiðar, kótelettur, í góðum kryddlegi. Tíminn skiptir ekki máli, að grilla, því lengur því betra, þannig að þú þarft ekkert að hugsa mikið.“ Varist að ofhlaða grillið Hann segir það algeng mistök að ætla sér um of í matargerð stórar ferðahelgar líkt og Versló, þegar tíminn sé í raun og veru of knappur. Mörgum hætti til að henda peningunum hreinlega í ruslið. Oft séu til staðar grill, til dæmis á tjaldsvæðum sem hægt sé að samnýta og skella kótelettunum eða pulsunum einfaldlega bara á grillið. „Svo eru náttúrulega margir í bústað og það eru oft þannig að það eru kannski tíu, tólf manns saman. Þú ferð aldrei einn í bústað,“ segir Jói Fel. Hann minnir á að grillið í bústaðnum geti verið minna en fólk búist við. „Ekki vera þá með risasteikur og fullt af bökunarkartöflum sem þurfa að fara á grillið. Þetta tekur allan daginn. Vertu bara með þetta tilbúið og svo getur kallinn bara verið á kantinum að grilla lærissneiðarnar, haft einn kaldann og hitt bara inn í ofn eða eitthvað, kartöflurnar og svo ertu bara með ferskt salat. Þetta er miklu skemmtilegra svona.“ Nesti sem fer ekki í sætið Spurður að því hvernig nesti hann myndi taka með sér ef hann væri að fara að keyra til Egilsstaða, án þess að stoppa of oft segir Jói Fel: „Sko ég passa mig alltaf á því að þetta þarf að vera eitthvað sem maður getur borðað án þess að það detti í sætin. Ekki kaupa croissant sem er smurt og svo bíturðu í það og það dettur út um allt.“ Bítið Matur Ferðalög Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jói opnaði í morgun nýja uppskriftarsíðu, eldabaka.is. Þar býður Jói upp á allar sínar uppskriftir gegn ársgjaldi en hann segir marga hætta til að flækja hlutina þegar það kemur að eldamennsku, sérstaklega í ferðalögum. Sneiðar frekar en steikur „Þegar ég fer í ferðalag þá verð ég alltaf að búa allt til sjálfur. Ég myndi vera búinn að gera rauðlaukssultuna og rauðkálið og kartöflusalatið og allt saman. En í dag, ég er að hugsa um að fólk er að fara í ferðalag í dag og þú getur ekki gert neitt.“ Jói segir allt vera til í matvöruverslunum í dag. Þar sé hægt að finna kartöflusalatið, sósuna, grænmetið jafnvel niðurskorið í álbakka svo einungis þurfi að skella því á grillið. Þá sé kjötið meira að segja til kryddlegið. „Ekki kaupa fimm hundruð gramma Rib eye steik sem tekur hálftíma og þarf að hvíla. Keyptu bara flottar lærissneiðar, kótelettur, í góðum kryddlegi. Tíminn skiptir ekki máli, að grilla, því lengur því betra, þannig að þú þarft ekkert að hugsa mikið.“ Varist að ofhlaða grillið Hann segir það algeng mistök að ætla sér um of í matargerð stórar ferðahelgar líkt og Versló, þegar tíminn sé í raun og veru of knappur. Mörgum hætti til að henda peningunum hreinlega í ruslið. Oft séu til staðar grill, til dæmis á tjaldsvæðum sem hægt sé að samnýta og skella kótelettunum eða pulsunum einfaldlega bara á grillið. „Svo eru náttúrulega margir í bústað og það eru oft þannig að það eru kannski tíu, tólf manns saman. Þú ferð aldrei einn í bústað,“ segir Jói Fel. Hann minnir á að grillið í bústaðnum geti verið minna en fólk búist við. „Ekki vera þá með risasteikur og fullt af bökunarkartöflum sem þurfa að fara á grillið. Þetta tekur allan daginn. Vertu bara með þetta tilbúið og svo getur kallinn bara verið á kantinum að grilla lærissneiðarnar, haft einn kaldann og hitt bara inn í ofn eða eitthvað, kartöflurnar og svo ertu bara með ferskt salat. Þetta er miklu skemmtilegra svona.“ Nesti sem fer ekki í sætið Spurður að því hvernig nesti hann myndi taka með sér ef hann væri að fara að keyra til Egilsstaða, án þess að stoppa of oft segir Jói Fel: „Sko ég passa mig alltaf á því að þetta þarf að vera eitthvað sem maður getur borðað án þess að það detti í sætin. Ekki kaupa croissant sem er smurt og svo bíturðu í það og það dettur út um allt.“
Bítið Matur Ferðalög Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Sjá meira