FIFA vill nú fara sáttaleiðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2024 13:01 Gianni Infantino, forseti FIFA, var mættur á setningarhátíð Ólympíuleikanna í París. Getty/Pascal Le Segretain Alþjóða knattspyrnusambandið virðist loksins vera að sjá ljósið og því sér mögulega fyrir endanum á þeirri pattstöðu sem er komin upp á milli FIFA og leikmannasamtakanna. Leikmannasamtökin hótuðu FIFA málsókn vegna of mikils leikjaálags á bestu leikmenn heims en leikjunum virðist alltaf vera að fjölga á dagatalinu. Allt fór í bál og brand eftir að FIFA skipulagði nýja heimsmeistarakeppni félagsliða sem verður jafnstór og gamla heimsmeistarakeppni landsliða. The Associated Press hefur nú komist yfir bréf frá FIFA til World Leagues Association, heimssamtaka fótboltadeilda og FIFPRO, samtaka atvinnufótboltamanna, þar sem kemur fram vilji er til að finna lausn. ESPN segir frá. Þar kemur fram að FIFA sé nú opið fyrir því að fara sáttaleiðina og hefja viðræður við samtökin um framtíðarfyrirkomulag á þéttsetnu fótboltadagatali. HM landsliða verður 48 þjóða keppni sumarið 2026, var áður 32 þjóða keppni og heimsmeistarakeppni félagsliða verður nú 32 liða keppni á fjögurra ára fresti. FIFA hefur öll völd þegar kemur að skipulagningu fótboltadagatalsins og það mat margra að sambandið sé löngu hætt að hugsa um leikmennina sjálfa heldur aðeins um eigin gróða. Samtök deilda og atvinnufótboltamann vilja fá að hafa meiri áhrif á skipulag dagatalsins með það að markmiði að létta á álaginu á leikmenn. Þessir fundir um framtíðina gætu verið fyrsta skrefið í þá átt en svo á eftir að koma í ljós hvort FIFA sé alvara með því að gefa eitthvað eftir í þessu máli. Það verða allit að fá eitthvað til að sættir verði og það þýðir að FIFA þarf að gefa eitthvað eftir. FIFA offers talks in legal claims over calendar congestion - ESPN https://t.co/DWjxCHgPh8— AHH (@AHH0880) August 2, 2024 FIFA Mest lesið Hneykslanleg handtaka Hill vekur hörð viðbrögð: „Ég er í áfalli“ Sport Árásarmaður úgöndsku hlaupakonunnar látinn Sport Uppgjörið: Ísland - Wales 1-2 | Sanngjarn sigur gestanna í mikilvægum leik Fótbolti Líður eins og hún geti sagt Þóri allt Handbolti Hetja Tyrkja gegn Íslandi lifði af mikinn harmleik Fótbolti Hún slær fastar en bestu strákarnir Sport Keypti skyrtu rétt fyrir útsendingu: „Er í veseni með brjóstin“ Sport Fótboltamaður dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri og Gylfi fá falleinkunn Fótbolti Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Hungraður í að sýna fólki að það hefur rangt fyrir sér Aftur töpuðu lærisveinar Heimis Kane sá um baráttuglaða Finna „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Nóel Atli með brotið bein í fæti „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Uppgjörið: Ísland - Wales 1-2 | Sanngjarn sigur gestanna í mikilvægum leik Fékk ekki atvinnuleyfi og fer ekki til Real Madríd Spilar hundraðasta landsleikinn í kvöld Banna Chelsea stelpunum að gefa eiginhandaráritanir eftir leiki Gíraðir í stórleik dagsins: „Nú er þetta í okkar höndum“ Rashford æfir hnefaleika Hetja Tyrkja gegn Íslandi lifði af mikinn harmleik „Nú er hann bara Bobby“ Þaggaði niður í sínum bestu vinum Lögregluverkfall kemur niður á Kristian og félögum í Ajax Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Memphis Depay endaði í Brasilíu Áfall fyrir Arsenal rétt fyrir rosalega viku Býst við klassískum breskum bolta frá Wales: „Þurfum að vera klárir í slaginn“ Fótboltamaður dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi Segir afrek Ronaldo hvetja sig áfram Myndasyrpa frá tapinu í Tyrklandi X yfir tapinu í Tyrklandi: „Þessi Fazmo horn eru unplayable“ „Þarna á ég að gera betur“ „Stór mistök hjá mér“ „Ég verð vonandi kominn í betra form“ „Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ Šeško með þrennu og Haaland hetja Noregs Sjá meira
Leikmannasamtökin hótuðu FIFA málsókn vegna of mikils leikjaálags á bestu leikmenn heims en leikjunum virðist alltaf vera að fjölga á dagatalinu. Allt fór í bál og brand eftir að FIFA skipulagði nýja heimsmeistarakeppni félagsliða sem verður jafnstór og gamla heimsmeistarakeppni landsliða. The Associated Press hefur nú komist yfir bréf frá FIFA til World Leagues Association, heimssamtaka fótboltadeilda og FIFPRO, samtaka atvinnufótboltamanna, þar sem kemur fram vilji er til að finna lausn. ESPN segir frá. Þar kemur fram að FIFA sé nú opið fyrir því að fara sáttaleiðina og hefja viðræður við samtökin um framtíðarfyrirkomulag á þéttsetnu fótboltadagatali. HM landsliða verður 48 þjóða keppni sumarið 2026, var áður 32 þjóða keppni og heimsmeistarakeppni félagsliða verður nú 32 liða keppni á fjögurra ára fresti. FIFA hefur öll völd þegar kemur að skipulagningu fótboltadagatalsins og það mat margra að sambandið sé löngu hætt að hugsa um leikmennina sjálfa heldur aðeins um eigin gróða. Samtök deilda og atvinnufótboltamann vilja fá að hafa meiri áhrif á skipulag dagatalsins með það að markmiði að létta á álaginu á leikmenn. Þessir fundir um framtíðina gætu verið fyrsta skrefið í þá átt en svo á eftir að koma í ljós hvort FIFA sé alvara með því að gefa eitthvað eftir í þessu máli. Það verða allit að fá eitthvað til að sættir verði og það þýðir að FIFA þarf að gefa eitthvað eftir. FIFA offers talks in legal claims over calendar congestion - ESPN https://t.co/DWjxCHgPh8— AHH (@AHH0880) August 2, 2024
FIFA Mest lesið Hneykslanleg handtaka Hill vekur hörð viðbrögð: „Ég er í áfalli“ Sport Árásarmaður úgöndsku hlaupakonunnar látinn Sport Uppgjörið: Ísland - Wales 1-2 | Sanngjarn sigur gestanna í mikilvægum leik Fótbolti Líður eins og hún geti sagt Þóri allt Handbolti Hetja Tyrkja gegn Íslandi lifði af mikinn harmleik Fótbolti Hún slær fastar en bestu strákarnir Sport Keypti skyrtu rétt fyrir útsendingu: „Er í veseni með brjóstin“ Sport Fótboltamaður dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri og Gylfi fá falleinkunn Fótbolti Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Hungraður í að sýna fólki að það hefur rangt fyrir sér Aftur töpuðu lærisveinar Heimis Kane sá um baráttuglaða Finna „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Nóel Atli með brotið bein í fæti „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Uppgjörið: Ísland - Wales 1-2 | Sanngjarn sigur gestanna í mikilvægum leik Fékk ekki atvinnuleyfi og fer ekki til Real Madríd Spilar hundraðasta landsleikinn í kvöld Banna Chelsea stelpunum að gefa eiginhandaráritanir eftir leiki Gíraðir í stórleik dagsins: „Nú er þetta í okkar höndum“ Rashford æfir hnefaleika Hetja Tyrkja gegn Íslandi lifði af mikinn harmleik „Nú er hann bara Bobby“ Þaggaði niður í sínum bestu vinum Lögregluverkfall kemur niður á Kristian og félögum í Ajax Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Memphis Depay endaði í Brasilíu Áfall fyrir Arsenal rétt fyrir rosalega viku Býst við klassískum breskum bolta frá Wales: „Þurfum að vera klárir í slaginn“ Fótboltamaður dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi Segir afrek Ronaldo hvetja sig áfram Myndasyrpa frá tapinu í Tyrklandi X yfir tapinu í Tyrklandi: „Þessi Fazmo horn eru unplayable“ „Þarna á ég að gera betur“ „Stór mistök hjá mér“ „Ég verð vonandi kominn í betra form“ „Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ Šeško með þrennu og Haaland hetja Noregs Sjá meira