Sagði Harris nýlega „orðna svarta“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. ágúst 2024 06:55 Trump og Harris fara nú hratt yfir og freista þess að ná til sem flestra kjósenda. AP Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaefni Repúblikanaflokksins, fór mikinn á viðburði Samtaka svartra blaðamanna (NABJ) í gær og sagði meðal annars að Kamala Harris hefði aðeins „orðið svört“ fyrir nokkrum árum. Um var að ræða pallborð stjórnað af Rachel Scott, þingfréttaritara ABC News, Harris Faulkner, þáttastjórnanda hjá Fox News, og Kadiu Goba, sem fjallar um stjórnmál fyrir Semafor. Trump mætti klukkustund of seint og hóf svo leika á því að ráðast gegn Scott, eftir að hún spurði forsetann fyrrverandi að því af hverju svartir kjósendur ættu að treysta honum í ljósi þess að hann hefði ítrekað viðhaft móðgandi ummæli um svarta. „Í fyrsta lagi þá held ég að ég hafi aldrei verið spurður spurningar á svona hræðilegan hátt,“ svaraði Trump og spurði síðan sjálfur hvort Scott ynni fyrir „falsfréttastöðina“ ABC News. Sagðist Trump hafa gert margt fyrir svarta í Bandaríkjunum, meira en nokkur annar forseti síðan Abraham Lincoln, og að þetta væri dónaleg byrjun á samtalinu. Scott spurði Trump seinna út í staðhæfingar Repúblikana að Harris hefði aðeins verið valin sem varaforsetaefni Biden til að fylla fjölbreytileikakvóta. „Er hún indversk eða er hún svört?“ svaraði Trump. „Ég virði bæði en hún gerir það augljóslega ekki því hún var indversk alla leið en svo allt í einu snérist hún og varð svartur einstaklingur.“ Harris, sem á indverska móður og svartan föður, svaraði Trump á kosningafundi í Texas og sagði um að ræða „sömu gömlu sýninguna“. „Og leyfið mér bara að segja; bandaríska þjóðin á betra skilið. Bandaríkjamenn verðskulda leiðtoga sem segir sannleikann. Leiðtoga sem svarar ekki með andúð og reiði þegar staðreyndir eru bornar upp við hann. Við verðskuldum leiðtoga sem skilur að það að við erum ólík sundrar okkur ekki, heldur er það styrkur okkar.“ Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Um var að ræða pallborð stjórnað af Rachel Scott, þingfréttaritara ABC News, Harris Faulkner, þáttastjórnanda hjá Fox News, og Kadiu Goba, sem fjallar um stjórnmál fyrir Semafor. Trump mætti klukkustund of seint og hóf svo leika á því að ráðast gegn Scott, eftir að hún spurði forsetann fyrrverandi að því af hverju svartir kjósendur ættu að treysta honum í ljósi þess að hann hefði ítrekað viðhaft móðgandi ummæli um svarta. „Í fyrsta lagi þá held ég að ég hafi aldrei verið spurður spurningar á svona hræðilegan hátt,“ svaraði Trump og spurði síðan sjálfur hvort Scott ynni fyrir „falsfréttastöðina“ ABC News. Sagðist Trump hafa gert margt fyrir svarta í Bandaríkjunum, meira en nokkur annar forseti síðan Abraham Lincoln, og að þetta væri dónaleg byrjun á samtalinu. Scott spurði Trump seinna út í staðhæfingar Repúblikana að Harris hefði aðeins verið valin sem varaforsetaefni Biden til að fylla fjölbreytileikakvóta. „Er hún indversk eða er hún svört?“ svaraði Trump. „Ég virði bæði en hún gerir það augljóslega ekki því hún var indversk alla leið en svo allt í einu snérist hún og varð svartur einstaklingur.“ Harris, sem á indverska móður og svartan föður, svaraði Trump á kosningafundi í Texas og sagði um að ræða „sömu gömlu sýninguna“. „Og leyfið mér bara að segja; bandaríska þjóðin á betra skilið. Bandaríkjamenn verðskulda leiðtoga sem segir sannleikann. Leiðtoga sem svarar ekki með andúð og reiði þegar staðreyndir eru bornar upp við hann. Við verðskuldum leiðtoga sem skilur að það að við erum ólík sundrar okkur ekki, heldur er það styrkur okkar.“
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira