Yfir hundrað handteknir í óeirðum í Lundúnum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2024 22:57 Til átaka kom milli lögreglumanna og óeirðaseggja í Lundúnum. AP Mótmæli vegna stunguárásarinnar í bænum Southport í Norður-Englandi á mánudag hafa dreift sér út fyrir bæinn. Lögreglan í Lundúnum handtók tugi mótmælenda eftir að óeirðir brutust út við Downingstræti í kvöld. Í umfjöllun Sky News kemur fram að nokkur hundruð manns hafi safnast saman fyrir utan bústað forsætisráðherra að Downingstræti 10 í Lundúnum, kastað blysum og bjórdósum í grindverk og kallað upphrópanir á borð við „bjargið börnunum“ og „stöðvið bátana“. Sautján ára piltur er í haldi lögreglu grunaður um að hafa stungið þrjár barnungar stúlkur til bana í bænum Southport á mánudaginn. Fimm til viðbótar liggja þungt haldnar á spítala. Óeirðir brutust út í Southport í gær skömmu eftir að minningarathöfn vegna stúlknanna þriggja fór fram í bænum. Hópur óeirðaseggja kastaði flugeldum, steinum og flöskum að mosku í borginni, braut rúður, kveikti í lögreglubíl og grýtti lögreglu. Mótmælin koma í kjölfar rangra staðhæfinga öfgahægrihópa um að pilturinn sem grunaður er um verknaðinn sé hælisleitandi. Þvert á meiningar mótmælenda er hann ekki sagður hafa nein tengsl við íslam og lögregla telur ljóst að ákveðnir hópar vilji notfæra sér árásina til að kynda undir ofbeldi. Sky News hefur eftir lögreglu að yfir hundrað manns hafi þegar verið handteknir í tengslum við átökin í Lundúnum og að lögregla sé að ná tökum á ástandinu. Þá hafi óeirðir brotist út í bænum Hartlepool í Norður-Englandi og eldur verið kveiktur í lögreglubíl. Lögregla hafi handtekið fjóra í þeim aðgerðum. Svipuð atburðarás hafi átt sér stað í Manchester þegar óeirðarseggir köstuðu hlutum í lögreglumenn og almenning. Bretland England Hnífaárás í Southport Tengdar fréttir Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. 31. júlí 2024 08:45 Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15 Foreldrar og kennarar minnast ungu stúlknanna Stelpurnar þrjár sem létust í hnífaárás í Southport á Englandi í gær hétu Bebe King, Elsie Dot Stancombe og Alice Dasilva Aguiar. Þær voru sex, sjö og níu ára gamlar. 30. júlí 2024 15:52 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Í umfjöllun Sky News kemur fram að nokkur hundruð manns hafi safnast saman fyrir utan bústað forsætisráðherra að Downingstræti 10 í Lundúnum, kastað blysum og bjórdósum í grindverk og kallað upphrópanir á borð við „bjargið börnunum“ og „stöðvið bátana“. Sautján ára piltur er í haldi lögreglu grunaður um að hafa stungið þrjár barnungar stúlkur til bana í bænum Southport á mánudaginn. Fimm til viðbótar liggja þungt haldnar á spítala. Óeirðir brutust út í Southport í gær skömmu eftir að minningarathöfn vegna stúlknanna þriggja fór fram í bænum. Hópur óeirðaseggja kastaði flugeldum, steinum og flöskum að mosku í borginni, braut rúður, kveikti í lögreglubíl og grýtti lögreglu. Mótmælin koma í kjölfar rangra staðhæfinga öfgahægrihópa um að pilturinn sem grunaður er um verknaðinn sé hælisleitandi. Þvert á meiningar mótmælenda er hann ekki sagður hafa nein tengsl við íslam og lögregla telur ljóst að ákveðnir hópar vilji notfæra sér árásina til að kynda undir ofbeldi. Sky News hefur eftir lögreglu að yfir hundrað manns hafi þegar verið handteknir í tengslum við átökin í Lundúnum og að lögregla sé að ná tökum á ástandinu. Þá hafi óeirðir brotist út í bænum Hartlepool í Norður-Englandi og eldur verið kveiktur í lögreglubíl. Lögregla hafi handtekið fjóra í þeim aðgerðum. Svipuð atburðarás hafi átt sér stað í Manchester þegar óeirðarseggir köstuðu hlutum í lögreglumenn og almenning.
Bretland England Hnífaárás í Southport Tengdar fréttir Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. 31. júlí 2024 08:45 Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15 Foreldrar og kennarar minnast ungu stúlknanna Stelpurnar þrjár sem létust í hnífaárás í Southport á Englandi í gær hétu Bebe King, Elsie Dot Stancombe og Alice Dasilva Aguiar. Þær voru sex, sjö og níu ára gamlar. 30. júlí 2024 15:52 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. 31. júlí 2024 08:45
Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15
Foreldrar og kennarar minnast ungu stúlknanna Stelpurnar þrjár sem létust í hnífaárás í Southport á Englandi í gær hétu Bebe King, Elsie Dot Stancombe og Alice Dasilva Aguiar. Þær voru sex, sjö og níu ára gamlar. 30. júlí 2024 15:52