Samningur við Steina snerist í hers höndum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. júlí 2024 22:05 Dwayne „The Rock“ Johnson, eða Steini, ásamt hermönnum á NASCAR-opnunarhátíð. 12 milljarða auglýsingasamningur við NASCAR skilaði svo að segja engum nýskráningum í herinn. getty Æ færri Bandaríkjamenn skrá sig í bandaríska herinn árlega, samkvæmt tölfræði hersins síðustu ár. Hermálayfirvöld hafa því lagt meira púður í markaðssetningu sem ber misjafnan árangur. Fyrr á þessu ári gerði herinn auglýsingasamning að virði 11 milljóna dala, jafnvirði um 1,5 milljarða króna, við bandaríska leikarann Dwyane „The Rock“ Johnson, eða Steina, í því skyni að fjölga skráningum. Samningurinn kvað á um að Steini skyldi birta myndir á Instagram-reikningi sínum þar sem hann auglýsir herinn. Þá fengi herinn auglýsingapláss í UFL ruðningsdeildinni, sem Johnson á stóran hlut í. Samkvæmt umfjöllun The Daily Beast var auglýsingaherferðin svo misheppnuð að herinn telur sig hafa orðið af 38 skráningum. Steini birti aðeins tvær færslur á Instagram og lítil aðsókn á UFL hjálpaði ekki til. „Hvað Steina varðar, þá er það miður að auglýsingaherferðin hafi farið svona, á tíma sem við bjuggumst við því að hann væri til staðar til að búa til efni á samfélagsmiðla,“ sagði Dave Butler í samtali við Military.com. „Steini er enn góður félagi hersins.“ Samkvæmt gögnum Daily Beast krefst herinn þess að fá auglýsingaherferðina bætta. Stutt er síðan herinn eyddi 88 milljónum dala, jafnvirði rúmlega 12 milljörðum króna, í samstarfssamning með kappakstursdeildinni NASCAR. Sú herferð skilaði tuttugu nýskráningum, að því er fram kemur í umfjöllun USA Today. Samkvæmt Miltary.com voru 10 þúsund færri nýskráningar í herinn á síðasta ári en vonir stóðu til. Bandaríkin Hernaður Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira
Fyrr á þessu ári gerði herinn auglýsingasamning að virði 11 milljóna dala, jafnvirði um 1,5 milljarða króna, við bandaríska leikarann Dwyane „The Rock“ Johnson, eða Steina, í því skyni að fjölga skráningum. Samningurinn kvað á um að Steini skyldi birta myndir á Instagram-reikningi sínum þar sem hann auglýsir herinn. Þá fengi herinn auglýsingapláss í UFL ruðningsdeildinni, sem Johnson á stóran hlut í. Samkvæmt umfjöllun The Daily Beast var auglýsingaherferðin svo misheppnuð að herinn telur sig hafa orðið af 38 skráningum. Steini birti aðeins tvær færslur á Instagram og lítil aðsókn á UFL hjálpaði ekki til. „Hvað Steina varðar, þá er það miður að auglýsingaherferðin hafi farið svona, á tíma sem við bjuggumst við því að hann væri til staðar til að búa til efni á samfélagsmiðla,“ sagði Dave Butler í samtali við Military.com. „Steini er enn góður félagi hersins.“ Samkvæmt gögnum Daily Beast krefst herinn þess að fá auglýsingaherferðina bætta. Stutt er síðan herinn eyddi 88 milljónum dala, jafnvirði rúmlega 12 milljörðum króna, í samstarfssamning með kappakstursdeildinni NASCAR. Sú herferð skilaði tuttugu nýskráningum, að því er fram kemur í umfjöllun USA Today. Samkvæmt Miltary.com voru 10 þúsund færri nýskráningar í herinn á síðasta ári en vonir stóðu til.
Bandaríkin Hernaður Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira