Besta veðrið um verslunarmannahelgina? Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. júlí 2024 21:25 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. vísir Útlit er fyrir nokkuð úrkomusama verslunarmannahelgi, þar á meðal í Vestmannaeyjum. Á Vesturlandi og suðvesturhorni verður ágætis veður að sögn Einar Sveinbjörnssonar veðurfræðings hjá blika.is. Hann vill ekkert gefa upp um það hvar hann verður staddur um helgina. „Þessi lægð er enn í aðalhlutverki hjá okkur, við sjáum ekkert annað. Það þýðir að það er frekar vindasamt á landinu,“ segir Einar sem fór yfir útlitið fyrir helgina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Föstudagur „Síðdegis á föstudag rignir eiginlega um allt land. Það er kannski minnst vestantil á Norðurlandi og Vesturlandi. Af því það er austanátt með þessu og þá kemur loftið yfir fjöllin.“ Þá verði bæði rigning og vindasamt í Eyjum. „En ef þetta verður mjög hvasst, eins og það verður oft í Eyjum, þá getur orðið erfitt að hemja tjöldin.“ „Þar háttar nú þannig til að ef það snýst í norðaustanátt, þá skánar mjög ástandið. En af því að loftið er að koma af hafi er hætt við því að rigning verði frá Eyjum, syðst á landinu og austur á firði.“ Súlurnar fyrir tjaldborgina í Eyjum voru settar upp í slagviðri í dag, eins og sjá má í umfjöllun Eyjafrétta. Í nótt fuku Tuborg tjaldið og annað sölutjald inn í Herjólfsdal. Laugardagur Á laugardag verði lægðin hins vegar farin að grynnast, eins og Einar orðar það. „Þá verða úrkomusvæðin orðin gömul.“ Hann segir tvo vindstrengi verða til staðar, annar með suðurströndinni, og hinn norðanlands. Varðandi suðvesturhornið segir Einar að það megi búast við ágætis veðri. „Snæfellsnesi, Breiðarfirði og inn til landsins hérna vestantil. Þar fáum við rof í skýjunum í þessari austanátt.“ Sunnudagur Svipað ástand verður á sunnudeginum, að sögn Einars. Það gæti hins vegar þést í rigningu norðanlands. „En vindurinn áfram hægur, nema allra syðst. Ekki alveg jafn hlýtt, en svo er hann að snúa sér í norðaustan áttina á mánudag og það gæti hvesst síðari hluta helgarinnar á vestfjörðum og norðvesturhluta landsins.“ Það megi búast við logni í Eyjum á sunnudagskvöld. Mánudagur Á mánudag hvessi og bæti í úrkomu norðaustantil. „Áfram lágur þrýstingur, við erum undir áhrifum einhverra lægða,“ segir Einar. Hann segir spána hafa skánað undanfarna daga. Veður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn Innlent Siðblindur raðlygari sem sýndi aðra hlið út á við Erlent Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Innlent Segir kraftaverk að sonur sinn sé á lífi Innlent Bein útsending: Krefjast aðgerða fyrir heimilin strax Innlent „Þetta er auðvitað bara einhver bull nálgun“ Innlent Tæma laugina og skella í lás í tvær vikur Innlent Albert mætir fyrir dóm á fimmtudag Innlent „Fyrir mér virðist ég vera mjög auðvelt fórnarlamb“ Innlent Spara plastið og hvetja fólk til að sækja ekki um ökuskírteini Innlent Fleiri fréttir Von á 35 metrum á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi Kalt, blautt og hvasst „Þetta er alvöru hret“ Snjókoma á Norðurlandi og ekki mælt með ferðalögum Gular og appelsínugular viðvaranir víða um land Búast við slyddu og snjókomu á fjallvegum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Hvessir aftur þegar líður á daginn Slær sums staðar í storm norðvestantil Lægð yfir landinu og gul viðvörun á Breiðafirði Bjartur dagur sunnantil og hiti að sextán stigum Spáð mildu veðri í dag Sunnanátt með rigningu en nokkuð hlýtt Veðurstofan varar vegfarendur við vatnsflaumi Gular viðvaranir vegna úrkomu fram á morgun Allhvass vindur og mikil úrkoma vestantil Talsverð úrkomuákefð: Varað við skriðuföllum víða Gul viðvörun vegna mikilla rigninga Víða þurrt og bjart en bætir í vind í kvöld Lægð beinir norðlægum vindum yfir landið Lægð suðvestur af landinu og á leið austur Veður með rólegasta móti Dregið úr vindi og úrkomu en áfram hætta á skriðuföllum Hlauparar og Menningarnæturgestir geti ekki kvartað yfir veðurspánni Gular viðvaranir vegna hvassviðris og úrhellisrigningar Vara við hættu á skriðuföllum Enn bætast gular viðvaranir og þær nú orðnar fimm Varasamt ferðaveður á Suðausturlandi Vindhviður gætu náð allt að 35 m/sek Léttskýjað og allt að fimmtán stig á Suður- og Vesturlandi Sjá meira
„Þessi lægð er enn í aðalhlutverki hjá okkur, við sjáum ekkert annað. Það þýðir að það er frekar vindasamt á landinu,“ segir Einar sem fór yfir útlitið fyrir helgina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Föstudagur „Síðdegis á föstudag rignir eiginlega um allt land. Það er kannski minnst vestantil á Norðurlandi og Vesturlandi. Af því það er austanátt með þessu og þá kemur loftið yfir fjöllin.“ Þá verði bæði rigning og vindasamt í Eyjum. „En ef þetta verður mjög hvasst, eins og það verður oft í Eyjum, þá getur orðið erfitt að hemja tjöldin.“ „Þar háttar nú þannig til að ef það snýst í norðaustanátt, þá skánar mjög ástandið. En af því að loftið er að koma af hafi er hætt við því að rigning verði frá Eyjum, syðst á landinu og austur á firði.“ Súlurnar fyrir tjaldborgina í Eyjum voru settar upp í slagviðri í dag, eins og sjá má í umfjöllun Eyjafrétta. Í nótt fuku Tuborg tjaldið og annað sölutjald inn í Herjólfsdal. Laugardagur Á laugardag verði lægðin hins vegar farin að grynnast, eins og Einar orðar það. „Þá verða úrkomusvæðin orðin gömul.“ Hann segir tvo vindstrengi verða til staðar, annar með suðurströndinni, og hinn norðanlands. Varðandi suðvesturhornið segir Einar að það megi búast við ágætis veðri. „Snæfellsnesi, Breiðarfirði og inn til landsins hérna vestantil. Þar fáum við rof í skýjunum í þessari austanátt.“ Sunnudagur Svipað ástand verður á sunnudeginum, að sögn Einars. Það gæti hins vegar þést í rigningu norðanlands. „En vindurinn áfram hægur, nema allra syðst. Ekki alveg jafn hlýtt, en svo er hann að snúa sér í norðaustan áttina á mánudag og það gæti hvesst síðari hluta helgarinnar á vestfjörðum og norðvesturhluta landsins.“ Það megi búast við logni í Eyjum á sunnudagskvöld. Mánudagur Á mánudag hvessi og bæti í úrkomu norðaustantil. „Áfram lágur þrýstingur, við erum undir áhrifum einhverra lægða,“ segir Einar. Hann segir spána hafa skánað undanfarna daga.
Veður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn Innlent Siðblindur raðlygari sem sýndi aðra hlið út á við Erlent Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Innlent Segir kraftaverk að sonur sinn sé á lífi Innlent Bein útsending: Krefjast aðgerða fyrir heimilin strax Innlent „Þetta er auðvitað bara einhver bull nálgun“ Innlent Tæma laugina og skella í lás í tvær vikur Innlent Albert mætir fyrir dóm á fimmtudag Innlent „Fyrir mér virðist ég vera mjög auðvelt fórnarlamb“ Innlent Spara plastið og hvetja fólk til að sækja ekki um ökuskírteini Innlent Fleiri fréttir Von á 35 metrum á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi Kalt, blautt og hvasst „Þetta er alvöru hret“ Snjókoma á Norðurlandi og ekki mælt með ferðalögum Gular og appelsínugular viðvaranir víða um land Búast við slyddu og snjókomu á fjallvegum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Hvessir aftur þegar líður á daginn Slær sums staðar í storm norðvestantil Lægð yfir landinu og gul viðvörun á Breiðafirði Bjartur dagur sunnantil og hiti að sextán stigum Spáð mildu veðri í dag Sunnanátt með rigningu en nokkuð hlýtt Veðurstofan varar vegfarendur við vatnsflaumi Gular viðvaranir vegna úrkomu fram á morgun Allhvass vindur og mikil úrkoma vestantil Talsverð úrkomuákefð: Varað við skriðuföllum víða Gul viðvörun vegna mikilla rigninga Víða þurrt og bjart en bætir í vind í kvöld Lægð beinir norðlægum vindum yfir landið Lægð suðvestur af landinu og á leið austur Veður með rólegasta móti Dregið úr vindi og úrkomu en áfram hætta á skriðuföllum Hlauparar og Menningarnæturgestir geti ekki kvartað yfir veðurspánni Gular viðvaranir vegna hvassviðris og úrhellisrigningar Vara við hættu á skriðuföllum Enn bætast gular viðvaranir og þær nú orðnar fimm Varasamt ferðaveður á Suðausturlandi Vindhviður gætu náð allt að 35 m/sek Léttskýjað og allt að fimmtán stig á Suður- og Vesturlandi Sjá meira