Besta veðrið um verslunarmannahelgina? Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. júlí 2024 21:25 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. vísir Útlit er fyrir nokkuð úrkomusama verslunarmannahelgi, þar á meðal í Vestmannaeyjum. Á Vesturlandi og suðvesturhorni verður ágætis veður að sögn Einar Sveinbjörnssonar veðurfræðings hjá blika.is. Hann vill ekkert gefa upp um það hvar hann verður staddur um helgina. „Þessi lægð er enn í aðalhlutverki hjá okkur, við sjáum ekkert annað. Það þýðir að það er frekar vindasamt á landinu,“ segir Einar sem fór yfir útlitið fyrir helgina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Föstudagur „Síðdegis á föstudag rignir eiginlega um allt land. Það er kannski minnst vestantil á Norðurlandi og Vesturlandi. Af því það er austanátt með þessu og þá kemur loftið yfir fjöllin.“ Þá verði bæði rigning og vindasamt í Eyjum. „En ef þetta verður mjög hvasst, eins og það verður oft í Eyjum, þá getur orðið erfitt að hemja tjöldin.“ „Þar háttar nú þannig til að ef það snýst í norðaustanátt, þá skánar mjög ástandið. En af því að loftið er að koma af hafi er hætt við því að rigning verði frá Eyjum, syðst á landinu og austur á firði.“ Súlurnar fyrir tjaldborgina í Eyjum voru settar upp í slagviðri í dag, eins og sjá má í umfjöllun Eyjafrétta. Í nótt fuku Tuborg tjaldið og annað sölutjald inn í Herjólfsdal. Laugardagur Á laugardag verði lægðin hins vegar farin að grynnast, eins og Einar orðar það. „Þá verða úrkomusvæðin orðin gömul.“ Hann segir tvo vindstrengi verða til staðar, annar með suðurströndinni, og hinn norðanlands. Varðandi suðvesturhornið segir Einar að það megi búast við ágætis veðri. „Snæfellsnesi, Breiðarfirði og inn til landsins hérna vestantil. Þar fáum við rof í skýjunum í þessari austanátt.“ Sunnudagur Svipað ástand verður á sunnudeginum, að sögn Einars. Það gæti hins vegar þést í rigningu norðanlands. „En vindurinn áfram hægur, nema allra syðst. Ekki alveg jafn hlýtt, en svo er hann að snúa sér í norðaustan áttina á mánudag og það gæti hvesst síðari hluta helgarinnar á vestfjörðum og norðvesturhluta landsins.“ Það megi búast við logni í Eyjum á sunnudagskvöld. Mánudagur Á mánudag hvessi og bæti í úrkomu norðaustantil. „Áfram lágur þrýstingur, við erum undir áhrifum einhverra lægða,“ segir Einar. Hann segir spána hafa skánað undanfarna daga. Veður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Sjá meira
„Þessi lægð er enn í aðalhlutverki hjá okkur, við sjáum ekkert annað. Það þýðir að það er frekar vindasamt á landinu,“ segir Einar sem fór yfir útlitið fyrir helgina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Föstudagur „Síðdegis á föstudag rignir eiginlega um allt land. Það er kannski minnst vestantil á Norðurlandi og Vesturlandi. Af því það er austanátt með þessu og þá kemur loftið yfir fjöllin.“ Þá verði bæði rigning og vindasamt í Eyjum. „En ef þetta verður mjög hvasst, eins og það verður oft í Eyjum, þá getur orðið erfitt að hemja tjöldin.“ „Þar háttar nú þannig til að ef það snýst í norðaustanátt, þá skánar mjög ástandið. En af því að loftið er að koma af hafi er hætt við því að rigning verði frá Eyjum, syðst á landinu og austur á firði.“ Súlurnar fyrir tjaldborgina í Eyjum voru settar upp í slagviðri í dag, eins og sjá má í umfjöllun Eyjafrétta. Í nótt fuku Tuborg tjaldið og annað sölutjald inn í Herjólfsdal. Laugardagur Á laugardag verði lægðin hins vegar farin að grynnast, eins og Einar orðar það. „Þá verða úrkomusvæðin orðin gömul.“ Hann segir tvo vindstrengi verða til staðar, annar með suðurströndinni, og hinn norðanlands. Varðandi suðvesturhornið segir Einar að það megi búast við ágætis veðri. „Snæfellsnesi, Breiðarfirði og inn til landsins hérna vestantil. Þar fáum við rof í skýjunum í þessari austanátt.“ Sunnudagur Svipað ástand verður á sunnudeginum, að sögn Einars. Það gæti hins vegar þést í rigningu norðanlands. „En vindurinn áfram hægur, nema allra syðst. Ekki alveg jafn hlýtt, en svo er hann að snúa sér í norðaustan áttina á mánudag og það gæti hvesst síðari hluta helgarinnar á vestfjörðum og norðvesturhluta landsins.“ Það megi búast við logni í Eyjum á sunnudagskvöld. Mánudagur Á mánudag hvessi og bæti í úrkomu norðaustantil. „Áfram lágur þrýstingur, við erum undir áhrifum einhverra lægða,“ segir Einar. Hann segir spána hafa skánað undanfarna daga.
Veður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Sjá meira