Ekki miklar líkur á meiriháttar milliríkjaátökum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2024 21:00 Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðamálum ræddi við Margréti Helgu um stöðuna í Mið-Austurlöndum. Vísir/Arnar Halldórsson Sérfræðingur í alþjóðamálum segir ólíklegt að dráp Ismail Haniyeh muni leiða til meiriháttar milliríkjaátaka þrátt fyrir að þær muni hafa ýmsar afleiðingar í för með sér. Ástæða þess séu þeir miklu hernaðarlegu yfirburðir sem Ísrael hefur yfir nágrannaríkin. Æðstiklerkur Íran segir að Ísraelar muni gjalda fyrir að hafa ráðið Ismail Haniyeh, pólitískan leiðtoga Hamas, af dögum í Tehran höfuðborg Íran. Í yfirlýsingu sagði Ayatollah Ali Kamenei að Haniyeh hafi verið þeirra gestur og að hans yrði hefnt. Haniyeh fórst í eldflaugaárás á íbúðarhús í norðurhluta borgarinnar en hann dvaldi þar á meðan hann sótti embættistöku forseta Írans. Hamas-samtökin vísuðu ábyrgðinni nær samstundis á Ísraela sem hafa þó ekki lýst henni yfir. Hamas-liðar segja um alvarlega stigmögnun átakanna að ræða. Haniyeh gegndi lykilhlutverki í viðræðum Hamas um vopnahlé og sagði forsætisráðherra Katar, sem hefur haft milligöngu um viðræðurnar, að það sé ekki vænlegt til árangur að ráða viðsemjanda af dögum. Öruggt að ekki verði samið um vopnahlé í bráð Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðamálum segir fyrstu afleiðingar árásarinnar þær að endir verði bundinn á vopnahlésviðræður Ísraels og Hamas. „Kannski eiga þessar viðræður ekki mikinn séns hvort eð er en það er alveg öruggt að þær stoppa í bili að minnsta kosti.“ Þá séu auðvitað áhyggjur af því að árásin kunni að leiða til stigmögnunar og útbreiðslu átakanna sem fyrir eru. Þá sé horft til Írans og Ísraels. „Það virðast ekki miklar líkur á því að það verði meiri háttar milliríkjaátök vegna drápsins á Haniyeh. Og þar horfum við til reynslunnar,“ segir Albert og bendir á að ekki hafi komið til slíkra átaka eftir árás Hamas á Ísrael 7. október. „Margir óttuðust það og hafa óttast það frá þeim degi en það hefur ekki orðið meiriháttar stigmögnun undanfarin ár í þessum heimshluta þó ærið tilefni sé til.“ Enn óljóst hvernig Íranir svara Albert segir lykilástæðu þess að stigmögnun hafi ekki aukist til muna þá að Ísrael hafi mikla hernaðarlega yfirburði yfir nágrannana, þar á meðal Íran. „Það er ekki bara að Ísrael hafi feikilega öflugar loftvarnir eins og kom í ljós í apríl þegar Íran gerði eldflauga- og flugskeytaárás á Ísrael sem mistókst algjörlega. Heldur hefur Ísrael líka afskaplega vel þjálfaðan og öflugan flugher sem getur ógnað Íran og nágrannaríkjunum.“ Hann telur þó að Írönum muni ábyggilega finnast ærið tilefni til stigmögnunar en til hvaða bragðs þeir taka eigi enn eftir að koma í ljós. Möguleikar Írana takmarkaðir Albert segir mikinn álitshnekki fyrir írönsk stjórnvöld að náinn bandamaður og skjólstæðingur sé ráðinn af dögum í höfuðborginni. „Það er mikið áfall auðvitað og sendir skilaboð um þennan heimshluta og víðar að Íranir séu kannski ekki nógu burðugir.“ Möguleiki Írana til að ráðast á Ísrael sé samt sem áður mjög takmarkaður. Aðrir möguleikar séu til dæmis að siga Hizbollah-samtökunum í Líbanon eða Hútum í Jemen á Ísrael í auknum mæli, eða reynt að gera aðra eldflauga- eða flugskeytaárás. „Svo er nefndur möguleikinn á hryðjuverkum. Ef til þeirra kæmi, þá er stigmögnun væntanleg vegna þess að Ísraelsmenn myndu bregðast mjög harkalega við slíku. Og einnig hefur verið nefnd svokölluð netárás á Ísrael. Ég held bara að Íranir séu ekki nógu burðugir í þeim efnum.“ Sem fyrr segir bendi þó flest til þess að nú sé ekki veruleg hætta á meiriháttar milliríkjaátökum í kjölfar drápsins á Haniyeh. Íran Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Pólitískur leiðtogi Hamas ráðinn af dögum í Íran Áhyggjur af stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fara nú vaxandi eftir að fregnir bárust af því að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi samtakanna, hefði verið ráðinn af dögum í Íran. 31. júlí 2024 06:46 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Æðstiklerkur Íran segir að Ísraelar muni gjalda fyrir að hafa ráðið Ismail Haniyeh, pólitískan leiðtoga Hamas, af dögum í Tehran höfuðborg Íran. Í yfirlýsingu sagði Ayatollah Ali Kamenei að Haniyeh hafi verið þeirra gestur og að hans yrði hefnt. Haniyeh fórst í eldflaugaárás á íbúðarhús í norðurhluta borgarinnar en hann dvaldi þar á meðan hann sótti embættistöku forseta Írans. Hamas-samtökin vísuðu ábyrgðinni nær samstundis á Ísraela sem hafa þó ekki lýst henni yfir. Hamas-liðar segja um alvarlega stigmögnun átakanna að ræða. Haniyeh gegndi lykilhlutverki í viðræðum Hamas um vopnahlé og sagði forsætisráðherra Katar, sem hefur haft milligöngu um viðræðurnar, að það sé ekki vænlegt til árangur að ráða viðsemjanda af dögum. Öruggt að ekki verði samið um vopnahlé í bráð Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðamálum segir fyrstu afleiðingar árásarinnar þær að endir verði bundinn á vopnahlésviðræður Ísraels og Hamas. „Kannski eiga þessar viðræður ekki mikinn séns hvort eð er en það er alveg öruggt að þær stoppa í bili að minnsta kosti.“ Þá séu auðvitað áhyggjur af því að árásin kunni að leiða til stigmögnunar og útbreiðslu átakanna sem fyrir eru. Þá sé horft til Írans og Ísraels. „Það virðast ekki miklar líkur á því að það verði meiri háttar milliríkjaátök vegna drápsins á Haniyeh. Og þar horfum við til reynslunnar,“ segir Albert og bendir á að ekki hafi komið til slíkra átaka eftir árás Hamas á Ísrael 7. október. „Margir óttuðust það og hafa óttast það frá þeim degi en það hefur ekki orðið meiriháttar stigmögnun undanfarin ár í þessum heimshluta þó ærið tilefni sé til.“ Enn óljóst hvernig Íranir svara Albert segir lykilástæðu þess að stigmögnun hafi ekki aukist til muna þá að Ísrael hafi mikla hernaðarlega yfirburði yfir nágrannana, þar á meðal Íran. „Það er ekki bara að Ísrael hafi feikilega öflugar loftvarnir eins og kom í ljós í apríl þegar Íran gerði eldflauga- og flugskeytaárás á Ísrael sem mistókst algjörlega. Heldur hefur Ísrael líka afskaplega vel þjálfaðan og öflugan flugher sem getur ógnað Íran og nágrannaríkjunum.“ Hann telur þó að Írönum muni ábyggilega finnast ærið tilefni til stigmögnunar en til hvaða bragðs þeir taka eigi enn eftir að koma í ljós. Möguleikar Írana takmarkaðir Albert segir mikinn álitshnekki fyrir írönsk stjórnvöld að náinn bandamaður og skjólstæðingur sé ráðinn af dögum í höfuðborginni. „Það er mikið áfall auðvitað og sendir skilaboð um þennan heimshluta og víðar að Íranir séu kannski ekki nógu burðugir.“ Möguleiki Írana til að ráðast á Ísrael sé samt sem áður mjög takmarkaður. Aðrir möguleikar séu til dæmis að siga Hizbollah-samtökunum í Líbanon eða Hútum í Jemen á Ísrael í auknum mæli, eða reynt að gera aðra eldflauga- eða flugskeytaárás. „Svo er nefndur möguleikinn á hryðjuverkum. Ef til þeirra kæmi, þá er stigmögnun væntanleg vegna þess að Ísraelsmenn myndu bregðast mjög harkalega við slíku. Og einnig hefur verið nefnd svokölluð netárás á Ísrael. Ég held bara að Íranir séu ekki nógu burðugir í þeim efnum.“ Sem fyrr segir bendi þó flest til þess að nú sé ekki veruleg hætta á meiriháttar milliríkjaátökum í kjölfar drápsins á Haniyeh.
Íran Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Pólitískur leiðtogi Hamas ráðinn af dögum í Íran Áhyggjur af stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fara nú vaxandi eftir að fregnir bárust af því að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi samtakanna, hefði verið ráðinn af dögum í Íran. 31. júlí 2024 06:46 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Pólitískur leiðtogi Hamas ráðinn af dögum í Íran Áhyggjur af stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fara nú vaxandi eftir að fregnir bárust af því að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi samtakanna, hefði verið ráðinn af dögum í Íran. 31. júlí 2024 06:46
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“