Ekki miklar líkur á meiriháttar milliríkjaátökum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2024 21:00 Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðamálum ræddi við Margréti Helgu um stöðuna í Mið-Austurlöndum. Vísir/Arnar Halldórsson Sérfræðingur í alþjóðamálum segir ólíklegt að dráp Ismail Haniyeh muni leiða til meiriháttar milliríkjaátaka þrátt fyrir að þær muni hafa ýmsar afleiðingar í för með sér. Ástæða þess séu þeir miklu hernaðarlegu yfirburðir sem Ísrael hefur yfir nágrannaríkin. Æðstiklerkur Íran segir að Ísraelar muni gjalda fyrir að hafa ráðið Ismail Haniyeh, pólitískan leiðtoga Hamas, af dögum í Tehran höfuðborg Íran. Í yfirlýsingu sagði Ayatollah Ali Kamenei að Haniyeh hafi verið þeirra gestur og að hans yrði hefnt. Haniyeh fórst í eldflaugaárás á íbúðarhús í norðurhluta borgarinnar en hann dvaldi þar á meðan hann sótti embættistöku forseta Írans. Hamas-samtökin vísuðu ábyrgðinni nær samstundis á Ísraela sem hafa þó ekki lýst henni yfir. Hamas-liðar segja um alvarlega stigmögnun átakanna að ræða. Haniyeh gegndi lykilhlutverki í viðræðum Hamas um vopnahlé og sagði forsætisráðherra Katar, sem hefur haft milligöngu um viðræðurnar, að það sé ekki vænlegt til árangur að ráða viðsemjanda af dögum. Öruggt að ekki verði samið um vopnahlé í bráð Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðamálum segir fyrstu afleiðingar árásarinnar þær að endir verði bundinn á vopnahlésviðræður Ísraels og Hamas. „Kannski eiga þessar viðræður ekki mikinn séns hvort eð er en það er alveg öruggt að þær stoppa í bili að minnsta kosti.“ Þá séu auðvitað áhyggjur af því að árásin kunni að leiða til stigmögnunar og útbreiðslu átakanna sem fyrir eru. Þá sé horft til Írans og Ísraels. „Það virðast ekki miklar líkur á því að það verði meiri háttar milliríkjaátök vegna drápsins á Haniyeh. Og þar horfum við til reynslunnar,“ segir Albert og bendir á að ekki hafi komið til slíkra átaka eftir árás Hamas á Ísrael 7. október. „Margir óttuðust það og hafa óttast það frá þeim degi en það hefur ekki orðið meiriháttar stigmögnun undanfarin ár í þessum heimshluta þó ærið tilefni sé til.“ Enn óljóst hvernig Íranir svara Albert segir lykilástæðu þess að stigmögnun hafi ekki aukist til muna þá að Ísrael hafi mikla hernaðarlega yfirburði yfir nágrannana, þar á meðal Íran. „Það er ekki bara að Ísrael hafi feikilega öflugar loftvarnir eins og kom í ljós í apríl þegar Íran gerði eldflauga- og flugskeytaárás á Ísrael sem mistókst algjörlega. Heldur hefur Ísrael líka afskaplega vel þjálfaðan og öflugan flugher sem getur ógnað Íran og nágrannaríkjunum.“ Hann telur þó að Írönum muni ábyggilega finnast ærið tilefni til stigmögnunar en til hvaða bragðs þeir taka eigi enn eftir að koma í ljós. Möguleikar Írana takmarkaðir Albert segir mikinn álitshnekki fyrir írönsk stjórnvöld að náinn bandamaður og skjólstæðingur sé ráðinn af dögum í höfuðborginni. „Það er mikið áfall auðvitað og sendir skilaboð um þennan heimshluta og víðar að Íranir séu kannski ekki nógu burðugir.“ Möguleiki Írana til að ráðast á Ísrael sé samt sem áður mjög takmarkaður. Aðrir möguleikar séu til dæmis að siga Hizbollah-samtökunum í Líbanon eða Hútum í Jemen á Ísrael í auknum mæli, eða reynt að gera aðra eldflauga- eða flugskeytaárás. „Svo er nefndur möguleikinn á hryðjuverkum. Ef til þeirra kæmi, þá er stigmögnun væntanleg vegna þess að Ísraelsmenn myndu bregðast mjög harkalega við slíku. Og einnig hefur verið nefnd svokölluð netárás á Ísrael. Ég held bara að Íranir séu ekki nógu burðugir í þeim efnum.“ Sem fyrr segir bendi þó flest til þess að nú sé ekki veruleg hætta á meiriháttar milliríkjaátökum í kjölfar drápsins á Haniyeh. Íran Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Pólitískur leiðtogi Hamas ráðinn af dögum í Íran Áhyggjur af stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fara nú vaxandi eftir að fregnir bárust af því að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi samtakanna, hefði verið ráðinn af dögum í Íran. 31. júlí 2024 06:46 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Æðstiklerkur Íran segir að Ísraelar muni gjalda fyrir að hafa ráðið Ismail Haniyeh, pólitískan leiðtoga Hamas, af dögum í Tehran höfuðborg Íran. Í yfirlýsingu sagði Ayatollah Ali Kamenei að Haniyeh hafi verið þeirra gestur og að hans yrði hefnt. Haniyeh fórst í eldflaugaárás á íbúðarhús í norðurhluta borgarinnar en hann dvaldi þar á meðan hann sótti embættistöku forseta Írans. Hamas-samtökin vísuðu ábyrgðinni nær samstundis á Ísraela sem hafa þó ekki lýst henni yfir. Hamas-liðar segja um alvarlega stigmögnun átakanna að ræða. Haniyeh gegndi lykilhlutverki í viðræðum Hamas um vopnahlé og sagði forsætisráðherra Katar, sem hefur haft milligöngu um viðræðurnar, að það sé ekki vænlegt til árangur að ráða viðsemjanda af dögum. Öruggt að ekki verði samið um vopnahlé í bráð Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðamálum segir fyrstu afleiðingar árásarinnar þær að endir verði bundinn á vopnahlésviðræður Ísraels og Hamas. „Kannski eiga þessar viðræður ekki mikinn séns hvort eð er en það er alveg öruggt að þær stoppa í bili að minnsta kosti.“ Þá séu auðvitað áhyggjur af því að árásin kunni að leiða til stigmögnunar og útbreiðslu átakanna sem fyrir eru. Þá sé horft til Írans og Ísraels. „Það virðast ekki miklar líkur á því að það verði meiri háttar milliríkjaátök vegna drápsins á Haniyeh. Og þar horfum við til reynslunnar,“ segir Albert og bendir á að ekki hafi komið til slíkra átaka eftir árás Hamas á Ísrael 7. október. „Margir óttuðust það og hafa óttast það frá þeim degi en það hefur ekki orðið meiriháttar stigmögnun undanfarin ár í þessum heimshluta þó ærið tilefni sé til.“ Enn óljóst hvernig Íranir svara Albert segir lykilástæðu þess að stigmögnun hafi ekki aukist til muna þá að Ísrael hafi mikla hernaðarlega yfirburði yfir nágrannana, þar á meðal Íran. „Það er ekki bara að Ísrael hafi feikilega öflugar loftvarnir eins og kom í ljós í apríl þegar Íran gerði eldflauga- og flugskeytaárás á Ísrael sem mistókst algjörlega. Heldur hefur Ísrael líka afskaplega vel þjálfaðan og öflugan flugher sem getur ógnað Íran og nágrannaríkjunum.“ Hann telur þó að Írönum muni ábyggilega finnast ærið tilefni til stigmögnunar en til hvaða bragðs þeir taka eigi enn eftir að koma í ljós. Möguleikar Írana takmarkaðir Albert segir mikinn álitshnekki fyrir írönsk stjórnvöld að náinn bandamaður og skjólstæðingur sé ráðinn af dögum í höfuðborginni. „Það er mikið áfall auðvitað og sendir skilaboð um þennan heimshluta og víðar að Íranir séu kannski ekki nógu burðugir.“ Möguleiki Írana til að ráðast á Ísrael sé samt sem áður mjög takmarkaður. Aðrir möguleikar séu til dæmis að siga Hizbollah-samtökunum í Líbanon eða Hútum í Jemen á Ísrael í auknum mæli, eða reynt að gera aðra eldflauga- eða flugskeytaárás. „Svo er nefndur möguleikinn á hryðjuverkum. Ef til þeirra kæmi, þá er stigmögnun væntanleg vegna þess að Ísraelsmenn myndu bregðast mjög harkalega við slíku. Og einnig hefur verið nefnd svokölluð netárás á Ísrael. Ég held bara að Íranir séu ekki nógu burðugir í þeim efnum.“ Sem fyrr segir bendi þó flest til þess að nú sé ekki veruleg hætta á meiriháttar milliríkjaátökum í kjölfar drápsins á Haniyeh.
Íran Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Pólitískur leiðtogi Hamas ráðinn af dögum í Íran Áhyggjur af stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fara nú vaxandi eftir að fregnir bárust af því að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi samtakanna, hefði verið ráðinn af dögum í Íran. 31. júlí 2024 06:46 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Pólitískur leiðtogi Hamas ráðinn af dögum í Íran Áhyggjur af stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fara nú vaxandi eftir að fregnir bárust af því að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi samtakanna, hefði verið ráðinn af dögum í Íran. 31. júlí 2024 06:46