Hótelgistinóttum fækkar á landsvísu Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2024 14:21 Gistinóttum á hótelum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði lítillega á milli ára en herbergjanýting dalaði um 4,3 prósent í júní. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Gistinóttum á hótelum í júní fækkaði um sex prósent á milli ára samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Mesta fækkunin varð á Austurlandi og á Suðurnesjum en á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum lítillega. Samdrátturinn fyrir austan nam 27 prósentum á milli ára en sautján prósentum á Suðurnesjum. Gistnóttum erlendra ferðamanna á hótelum fækkaði um átta prósent frá júní 2023 til júní 2024 en gistinóttum Íslendinga fjölgaði um fimm prósent. Erlendir ferðamenn áttu um áttatíu prósent gistinótta á hótelum en Íslendingar um fimmtung. Heildarfjöldi gistinátta á öllum skráðum gististöðum stóð þó um það bil í stað á milli ára, tæp 1,1 milljón. Gistinætur erlendra ferðamanna voru um 77 prósent og fækkaði þeim um prósent frá því í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um fimm prósent. Framboð hótelherbergja jókst um 1,3 prósent á milli ára í júní en á sama tíma dróst herbergjanýting saman um sex prósentustig á landinu. Nýtingin versnaði alls staðar nema á Norðurlandi. Aftur var mesta breytingin á Austurlandi þar sem nýting herbergja rýrnaði um 20,6 prósent. Á Vesturlandi og Vestfjörðum versnaði hún um tíu prósent. Athugasemd Hagstofan sendi frá sér rangar tölur um fjölda gistinótta fyrr í dag en dró þær til baka. Leiðrétting var gefin út klukkan 14:00. Hún hafði áhrif á tölur um gistinætur á höfuðborgarsvæðinu og rúmnýtingu á hótelum á höfuðborgarsvæðinu. Upphaflega var gistinóttum sagt hafa fjölgað um þrjú prósent á landsvísu og um fimmtung á höfuðborgarsvæðinu. Frétt Vísis sem byggði á upphaflegu tölunum sem Hagstofan sendi frá sér fyrir hádegi var fjarlægð eftir að tölurnar voru dregnar til baka. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Samdrátturinn fyrir austan nam 27 prósentum á milli ára en sautján prósentum á Suðurnesjum. Gistnóttum erlendra ferðamanna á hótelum fækkaði um átta prósent frá júní 2023 til júní 2024 en gistinóttum Íslendinga fjölgaði um fimm prósent. Erlendir ferðamenn áttu um áttatíu prósent gistinótta á hótelum en Íslendingar um fimmtung. Heildarfjöldi gistinátta á öllum skráðum gististöðum stóð þó um það bil í stað á milli ára, tæp 1,1 milljón. Gistinætur erlendra ferðamanna voru um 77 prósent og fækkaði þeim um prósent frá því í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um fimm prósent. Framboð hótelherbergja jókst um 1,3 prósent á milli ára í júní en á sama tíma dróst herbergjanýting saman um sex prósentustig á landinu. Nýtingin versnaði alls staðar nema á Norðurlandi. Aftur var mesta breytingin á Austurlandi þar sem nýting herbergja rýrnaði um 20,6 prósent. Á Vesturlandi og Vestfjörðum versnaði hún um tíu prósent. Athugasemd Hagstofan sendi frá sér rangar tölur um fjölda gistinótta fyrr í dag en dró þær til baka. Leiðrétting var gefin út klukkan 14:00. Hún hafði áhrif á tölur um gistinætur á höfuðborgarsvæðinu og rúmnýtingu á hótelum á höfuðborgarsvæðinu. Upphaflega var gistinóttum sagt hafa fjölgað um þrjú prósent á landsvísu og um fimmtung á höfuðborgarsvæðinu. Frétt Vísis sem byggði á upphaflegu tölunum sem Hagstofan sendi frá sér fyrir hádegi var fjarlægð eftir að tölurnar voru dregnar til baka.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira