Grét með gullið eftir að hafa endað 36 ára bið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2024 11:01 Tilfinningarnar flæddu hjá Daniel Wiffen á verðlaunapallinum og hér sést hann þurrka tárin. Getty/Brendan Moran/ Daniel Wiffen varð í gærkvöldi fyrsti íþróttamaðurinn frá Norður-Írlandi til að vinna Ólympíugull í heil 36 ár. Wiffen vann þá 800 metra skriðsund karla en hann kom í mark 0,56 sekúndum á undan Bandaríkjamanninum Bobby Finke. Hinn 23 ára gamli Wiffen tryggði sér sigurinn sem svakalegum endaspretti og með því náði hann að setja nýtt Ólympíumet en hann kom í mark á 7:38.19 mín. „Ég skrifaði niður: Ég ætla að komast í sögubækurnar. Það er einmitt það sem ég gerði,“ sagði Wiffen við BBC. Þetta voru fyrstu gullverðlaun Norður-Íra síðan á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 þegar Stephen Martin og Jimmy Kirkwood voru í gullliði Breta í hokkí. Wiffen komst óvænt inn á Ólympíuleikana í Tókýó fyrir þremur árum og hefur síðan byggt ofan á það. „Ef ég segi eins og er þá hefur þetta verið þriggja ára plan. Mitt markmið var að bæta mig og bæta mig þar til ég yrði Ólympíumeistari,“ sagði Wiffen. „Við fórum úr því að enda í fjórtánda sæti á síðustu Ólympíuleikum, í að komast í úrslitin á HM, vinna verðlaun á Samveldisleikunum, verða fjórði á HM, verða þrefaldur Evrópumeistari, setja heimsmet, verða tvöfaldur heimsmeistari og nú vinna Ólympíugull,“ sagði Wiffen. „Hvað get ég sagt? Ég er búinn að vinna allt,“ sagði Wiffen. „Þetta er draumur að rætast. Börn dreymir um að verða Ólympíumeistari og ég var að verða Ólympíumeistari,“ sagði Wiffen. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT NI (@bbcsportni) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Wiffen vann þá 800 metra skriðsund karla en hann kom í mark 0,56 sekúndum á undan Bandaríkjamanninum Bobby Finke. Hinn 23 ára gamli Wiffen tryggði sér sigurinn sem svakalegum endaspretti og með því náði hann að setja nýtt Ólympíumet en hann kom í mark á 7:38.19 mín. „Ég skrifaði niður: Ég ætla að komast í sögubækurnar. Það er einmitt það sem ég gerði,“ sagði Wiffen við BBC. Þetta voru fyrstu gullverðlaun Norður-Íra síðan á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 þegar Stephen Martin og Jimmy Kirkwood voru í gullliði Breta í hokkí. Wiffen komst óvænt inn á Ólympíuleikana í Tókýó fyrir þremur árum og hefur síðan byggt ofan á það. „Ef ég segi eins og er þá hefur þetta verið þriggja ára plan. Mitt markmið var að bæta mig og bæta mig þar til ég yrði Ólympíumeistari,“ sagði Wiffen. „Við fórum úr því að enda í fjórtánda sæti á síðustu Ólympíuleikum, í að komast í úrslitin á HM, vinna verðlaun á Samveldisleikunum, verða fjórði á HM, verða þrefaldur Evrópumeistari, setja heimsmet, verða tvöfaldur heimsmeistari og nú vinna Ólympíugull,“ sagði Wiffen. „Hvað get ég sagt? Ég er búinn að vinna allt,“ sagði Wiffen. „Þetta er draumur að rætast. Börn dreymir um að verða Ólympíumeistari og ég var að verða Ólympíumeistari,“ sagði Wiffen. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT NI (@bbcsportni)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira