Grét með gullið eftir að hafa endað 36 ára bið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2024 11:01 Tilfinningarnar flæddu hjá Daniel Wiffen á verðlaunapallinum og hér sést hann þurrka tárin. Getty/Brendan Moran/ Daniel Wiffen varð í gærkvöldi fyrsti íþróttamaðurinn frá Norður-Írlandi til að vinna Ólympíugull í heil 36 ár. Wiffen vann þá 800 metra skriðsund karla en hann kom í mark 0,56 sekúndum á undan Bandaríkjamanninum Bobby Finke. Hinn 23 ára gamli Wiffen tryggði sér sigurinn sem svakalegum endaspretti og með því náði hann að setja nýtt Ólympíumet en hann kom í mark á 7:38.19 mín. „Ég skrifaði niður: Ég ætla að komast í sögubækurnar. Það er einmitt það sem ég gerði,“ sagði Wiffen við BBC. Þetta voru fyrstu gullverðlaun Norður-Íra síðan á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 þegar Stephen Martin og Jimmy Kirkwood voru í gullliði Breta í hokkí. Wiffen komst óvænt inn á Ólympíuleikana í Tókýó fyrir þremur árum og hefur síðan byggt ofan á það. „Ef ég segi eins og er þá hefur þetta verið þriggja ára plan. Mitt markmið var að bæta mig og bæta mig þar til ég yrði Ólympíumeistari,“ sagði Wiffen. „Við fórum úr því að enda í fjórtánda sæti á síðustu Ólympíuleikum, í að komast í úrslitin á HM, vinna verðlaun á Samveldisleikunum, verða fjórði á HM, verða þrefaldur Evrópumeistari, setja heimsmet, verða tvöfaldur heimsmeistari og nú vinna Ólympíugull,“ sagði Wiffen. „Hvað get ég sagt? Ég er búinn að vinna allt,“ sagði Wiffen. „Þetta er draumur að rætast. Börn dreymir um að verða Ólympíumeistari og ég var að verða Ólympíumeistari,“ sagði Wiffen. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT NI (@bbcsportni) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira
Wiffen vann þá 800 metra skriðsund karla en hann kom í mark 0,56 sekúndum á undan Bandaríkjamanninum Bobby Finke. Hinn 23 ára gamli Wiffen tryggði sér sigurinn sem svakalegum endaspretti og með því náði hann að setja nýtt Ólympíumet en hann kom í mark á 7:38.19 mín. „Ég skrifaði niður: Ég ætla að komast í sögubækurnar. Það er einmitt það sem ég gerði,“ sagði Wiffen við BBC. Þetta voru fyrstu gullverðlaun Norður-Íra síðan á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 þegar Stephen Martin og Jimmy Kirkwood voru í gullliði Breta í hokkí. Wiffen komst óvænt inn á Ólympíuleikana í Tókýó fyrir þremur árum og hefur síðan byggt ofan á það. „Ef ég segi eins og er þá hefur þetta verið þriggja ára plan. Mitt markmið var að bæta mig og bæta mig þar til ég yrði Ólympíumeistari,“ sagði Wiffen. „Við fórum úr því að enda í fjórtánda sæti á síðustu Ólympíuleikum, í að komast í úrslitin á HM, vinna verðlaun á Samveldisleikunum, verða fjórði á HM, verða þrefaldur Evrópumeistari, setja heimsmet, verða tvöfaldur heimsmeistari og nú vinna Ólympíugull,“ sagði Wiffen. „Hvað get ég sagt? Ég er búinn að vinna allt,“ sagði Wiffen. „Þetta er draumur að rætast. Börn dreymir um að verða Ólympíumeistari og ég var að verða Ólympíumeistari,“ sagði Wiffen. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT NI (@bbcsportni)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira