Íslenski boltinn

Þrenna Omars Sowe kom Leikni upp úr fallsæti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Omar Sowe skoraði þrívegis gegn Gróttu.
Omar Sowe skoraði þrívegis gegn Gróttu. vísir/hulda margrét

Eftir fjögur töp í röð vann Leiknir R. mikilvægan sigur á Gróttu, 3-1, í Lengjudeild karla í kvöld. Þá sigraði Afturelding Grindavík með þremur mörkum gegn engu.

Omar Sowe var hetja Leiknismanna gegn Seltirningum en hann skoraði öll þrjú mörk þeirra. Hann er næstmarkahæstur í Lengjudeildinni með níu mörk.

Með sigrinum í kvöld komst Leiknir upp úr fallsæti en sendi Gróttu í staðinn þangað. Rasmus Christiansen skoraði mark Seltirninga sem hafa tapað átta af síðustu níu leikjum sínum í Lengjudeildinni.

Afturelding komst upp í 6. sæti deildarinnar með því að vinna Grindavík í Safamýrinni, 0-3. 

Staðan var markalaus fram á 77. mínútu þegar Elmar Enesarson Cogic kom Mosfellingum yfir. Sævar Atli Hugason og Andri Freyr Jónasson bættu svo við mörkum fyrir Aftureldingu.

Grindavík hefur tapað fjórum leikjum í röð og er í 9. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×