Nýjustu vísbendingar bendi til komandi kólnunar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. júlí 2024 20:59 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. vísir/vilhelm Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að grundvöllur sé að myndast fyrir minni verðbólgu á næstunni. Þá ályktun dregur hann af nýjustu vísbendingum, svo sem væntingakönnunum, minni ráðningaráformum og minni neyslu. Formenn Verkalýðsfélaga hafa talað á þeim nótum að kjarasamningar séu í hættu í kjölfar þess að tólf mánaða verðbólga fór úr 5,8 prósentum í 6,3 prósent í vikunni. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði atvinnulífið hafa brugðist í baráttunni við verðbólgudrauginn en Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA gaf lítið fyrir þessar yfirlýsingar. Hinn raunverulegi sökudólgur í verðbólgumælingum sé húsnæðisliðurinn. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, telur ólíklegt að vextir verði lækkaðir í ágúst. Varðandi verðbólguskotið og þátt húsnæðisliðarins segir hann: „Á ýmsa mælikvarða er ástandið skárra, en verðbætur sýna samt viðvarandi verðbólguþrýsting sem er meiri en gengur og gerist í löndunum í kringum okkur. Það er ekki síst vegna þess að það hefur haldist betri gangur í hagkerfinu okkar,“ segir Jón Bjarki og nefnir lítið atvinnuleysi og kraft í útflutningsgreinum. Það hafi hins vegar dregið nýlega úr þeim krafti, til dæmis í ferðaþjónustu. Jón Bjarki telur að minni tekjur í útflutningsgreinum muni leiða til kólnunar á húsnæðismarkaði, en einnig vinnumarkaði þegar líður á veturinn. „Það hefur áhrif á launaskrið og í kjölfarið harðnar samkeppnin hjá verslunum og þjónustu þar sem barist er um kúnna með minni fjárráð og neysluvilja. Þetta er að taka lengri tíma en maður vonaði,“ segir Jón Bjarki. Hann er hins vegar bjartsýnn og nefnir nýjar vísbendingar um að það dragi úr verðbólgu. „Væntingakannanir hjá fyrirtækjum og heimilum þar sem svartsýni er að aukast, minni ráðningaáform fyrirtækja, fólk er að plana færri utanlandsferðir, bílakaup og húsakaup en fyrir nokkrum fjórðungum. Kortaveltutölur sömuleiðis. Allt ber þetta að sama brunni, að það sé núna að myndast fastari rætur fyrir þessari kólnun sem Seðlabankinn var að reyna að kalla fram með hækkun vaxta þangað til í ágúst í fyrra.“ Hlusta má á viðtal við Jón Bjarka í heild sinni í Reykjavík síðdegis í spilaranum hér að neðan. Seðlabankinn Verðlag Íslandsbanki Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Formenn Verkalýðsfélaga hafa talað á þeim nótum að kjarasamningar séu í hættu í kjölfar þess að tólf mánaða verðbólga fór úr 5,8 prósentum í 6,3 prósent í vikunni. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði atvinnulífið hafa brugðist í baráttunni við verðbólgudrauginn en Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA gaf lítið fyrir þessar yfirlýsingar. Hinn raunverulegi sökudólgur í verðbólgumælingum sé húsnæðisliðurinn. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, telur ólíklegt að vextir verði lækkaðir í ágúst. Varðandi verðbólguskotið og þátt húsnæðisliðarins segir hann: „Á ýmsa mælikvarða er ástandið skárra, en verðbætur sýna samt viðvarandi verðbólguþrýsting sem er meiri en gengur og gerist í löndunum í kringum okkur. Það er ekki síst vegna þess að það hefur haldist betri gangur í hagkerfinu okkar,“ segir Jón Bjarki og nefnir lítið atvinnuleysi og kraft í útflutningsgreinum. Það hafi hins vegar dregið nýlega úr þeim krafti, til dæmis í ferðaþjónustu. Jón Bjarki telur að minni tekjur í útflutningsgreinum muni leiða til kólnunar á húsnæðismarkaði, en einnig vinnumarkaði þegar líður á veturinn. „Það hefur áhrif á launaskrið og í kjölfarið harðnar samkeppnin hjá verslunum og þjónustu þar sem barist er um kúnna með minni fjárráð og neysluvilja. Þetta er að taka lengri tíma en maður vonaði,“ segir Jón Bjarki. Hann er hins vegar bjartsýnn og nefnir nýjar vísbendingar um að það dragi úr verðbólgu. „Væntingakannanir hjá fyrirtækjum og heimilum þar sem svartsýni er að aukast, minni ráðningaáform fyrirtækja, fólk er að plana færri utanlandsferðir, bílakaup og húsakaup en fyrir nokkrum fjórðungum. Kortaveltutölur sömuleiðis. Allt ber þetta að sama brunni, að það sé núna að myndast fastari rætur fyrir þessari kólnun sem Seðlabankinn var að reyna að kalla fram með hækkun vaxta þangað til í ágúst í fyrra.“ Hlusta má á viðtal við Jón Bjarka í heild sinni í Reykjavík síðdegis í spilaranum hér að neðan.
Seðlabankinn Verðlag Íslandsbanki Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira