Íslenski boltinn

„Leka inn mörkum hér og þar þannig að þetta verður á­huga­verð bar­átta“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Breiðablik bar sigur úr býtum í fyrri viðureign liðanna í sumar.
Breiðablik bar sigur úr býtum í fyrri viðureign liðanna í sumar. vísir / HAG

Mist Rúnarsdóttir fékk góða gesti til sín og hitaði upp fyrir 15. umferð Bestu deildar kvenna þar sem tvö langefstu lið deildarinnar, Valur og Breiðablik, mætast.

Venju samkvæmt var hitað vel upp fyrir umferðina sem framundan er í Bestu deild kvenna. Mist Rúnarsdóttir settist í sæti þáttastjórnanda í þetta sinn og til hennar mættu Guðni Þór Einarsson, þjálfari HK, og Hildur Karitas Gunnarsdóttir, fyrirliði Aftureldingar.

Bæði lið leika í Lengjudeildinni og að sjálfsögðu var farið yfir öll mál þaðan áður en snúið var að Bestu deildinni og stórleik umferðarinnar, Valur-Breiðablik.

„Breiðablik er ekki búið að fá á sig mark í síðustu fjórum leikjum en hafa verið að harka inn úrslitum síðustu leiki. Skora í lokin, sem er kannski breyting frá því í fyrri hluta móts þar sem manni fannst Breiðablik vinna alla leiki 3-0. Á meðan Valur er að leka inn mörkum hér og þar, þannig að þetta verður áhugaverð barátta,“ sagði Guðni.

„Ég held að það verði ekki mikið af mörkum því þessi lið fá ekkert mikið af mörkum á sig. Ég held að Valur taki þetta 2-1,“ sagði Hildur.

„Ég myndi setja peninginn á 1-1,“ svaraði Guðni þá um hæl.

Klippa: Besta upphitunin fyrir 15. umferð

Upphitunina og alla umræðuna um toppslag deildarinnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×