Fjöldamorðingi í My Lai látinn Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2024 11:48 Bandarískur hermaður brennir hús í My Lai í Víetnam 16. mars 1968. Hundruð varnarlausra þorpsbúa voru myrtir og pyntaðir þegar hermenn í leit að liðsmönnum Víetkong gengu þar berserksgang. Vísir/Getty Bandarískur liðsforingi úr Víetnamstríðinu sem var sá eini sem var látinn sæta ábyrgð á fjöldamorðinu alræmda í þorpinu My Lai er látinn, áttræður að aldri. Bandarískir hermenn drápu hundruð óbreyttra borgara í My Lai, þar á meðal konur og börn. William L. Calley yngri var fundinn sekur um að myrða að minnsta kosti 22 óbreytta borgara og dæmdur í lífstíðarhegningarvinnu árið 1971, þremur árum eftir fjöldamorðið sem flokksdeild hans framdi að morgni 16. mars 1968. Hann varði þremur árum í stofufangelsi en var síðan sleppt. Calley lét ekki mikið fyrir sér fara eftir það og hafnaði ítrekað viðtalsbónum. Washington Post staðfesti aðeins andlát hans með því að fá afrit af dánarvottorði hans eftir að blaðinu barst ábending um að Calley væri látinn. Bandaríkjaher hylmdi lengi framan af yfir atburðina í My Lai og lýsti aðgerðinni þar sem vel heppnaðri og reiðarslagi fyrir Víetkonghersveitirnar. Þyrlustórskotaliði sem var ekki sjálfur vitni að þeim en heyrði af því sem hafði gerst kannaði málið og sendi stjórnmálamönnum og yfirmönnum hersins bréf með upplýsingum sem leiddu til opinberrar rannsóknar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var að bandarískir hermenn hefðu myrt 347 manns í My Lai. Víetnömsk yfirvöld telja aftur á móti að 504 hafi verið drepnir. Calley og fleiri hermenn skutu og stungu þorpsbúa með byssustingjum og brenndu heimili. Konum og stúlkum var sumum hópnauðgað áður en þær voru myrtar. Vitni lýstu því að Calley hefði skotið búddistamunk sem lá á bæn og að þegar hann sá ungan dreng reyna að skríða upp úr skurði hafi hann hrint drengnum aftur ofan í og skotið hann. Þrátt fyrir að tugir hermanna hafi upphaflega verið sakaðir um morð í My Lai var William Calley sá eini sem var sakfelldur vegna þess.Vísir/Getty Sagðist iðrast gjörða sinna Herdómstóll hafnaði upphaflega málsvörn Calley um að hann hafi aðeins fylgt skipunum yfirmanns síns. Calley naut samúðar fjölda Bandaríkjamanna sem taldi að hann hefði verið gerður að blóraböggli. Á endanum var refsing hans milduð á þeim forsendum að hann hefði trúað í einlægni að hann fylgdi skipunum og að hann hefði ekki vitað að honum bæri skylda til þess að óhlýðnast ólöglegum skipunum. Mál gegnum öðrum hermönnum, þar á meðal yfirboðurum Calley, fjöruðu út eða voru felld niður. Calley sagði iðrast gjörða sinna þótt hann endurtæki að hann hefði aðeins fylgt skipunum á fundi Kíwanisklúbbs árið 2009. „Það líður ekki sá dagur að ég iðrist ekki þess sem gerðist þennan dag í My Lai. Ég iðrast vegna þeirra Víetnama sem voru drepnir, vegna fjölskyldna þeirra, vegna bandarísku hermannanna sem tóku þátt og fjölskyldna þeirra. Mér þykir þetta mjög leitt,“ sagði hnan. Bandaríkin Víetnam Hernaður Andlát Erlend sakamál Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
William L. Calley yngri var fundinn sekur um að myrða að minnsta kosti 22 óbreytta borgara og dæmdur í lífstíðarhegningarvinnu árið 1971, þremur árum eftir fjöldamorðið sem flokksdeild hans framdi að morgni 16. mars 1968. Hann varði þremur árum í stofufangelsi en var síðan sleppt. Calley lét ekki mikið fyrir sér fara eftir það og hafnaði ítrekað viðtalsbónum. Washington Post staðfesti aðeins andlát hans með því að fá afrit af dánarvottorði hans eftir að blaðinu barst ábending um að Calley væri látinn. Bandaríkjaher hylmdi lengi framan af yfir atburðina í My Lai og lýsti aðgerðinni þar sem vel heppnaðri og reiðarslagi fyrir Víetkonghersveitirnar. Þyrlustórskotaliði sem var ekki sjálfur vitni að þeim en heyrði af því sem hafði gerst kannaði málið og sendi stjórnmálamönnum og yfirmönnum hersins bréf með upplýsingum sem leiddu til opinberrar rannsóknar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var að bandarískir hermenn hefðu myrt 347 manns í My Lai. Víetnömsk yfirvöld telja aftur á móti að 504 hafi verið drepnir. Calley og fleiri hermenn skutu og stungu þorpsbúa með byssustingjum og brenndu heimili. Konum og stúlkum var sumum hópnauðgað áður en þær voru myrtar. Vitni lýstu því að Calley hefði skotið búddistamunk sem lá á bæn og að þegar hann sá ungan dreng reyna að skríða upp úr skurði hafi hann hrint drengnum aftur ofan í og skotið hann. Þrátt fyrir að tugir hermanna hafi upphaflega verið sakaðir um morð í My Lai var William Calley sá eini sem var sakfelldur vegna þess.Vísir/Getty Sagðist iðrast gjörða sinna Herdómstóll hafnaði upphaflega málsvörn Calley um að hann hafi aðeins fylgt skipunum yfirmanns síns. Calley naut samúðar fjölda Bandaríkjamanna sem taldi að hann hefði verið gerður að blóraböggli. Á endanum var refsing hans milduð á þeim forsendum að hann hefði trúað í einlægni að hann fylgdi skipunum og að hann hefði ekki vitað að honum bæri skylda til þess að óhlýðnast ólöglegum skipunum. Mál gegnum öðrum hermönnum, þar á meðal yfirboðurum Calley, fjöruðu út eða voru felld niður. Calley sagði iðrast gjörða sinna þótt hann endurtæki að hann hefði aðeins fylgt skipunum á fundi Kíwanisklúbbs árið 2009. „Það líður ekki sá dagur að ég iðrist ekki þess sem gerðist þennan dag í My Lai. Ég iðrast vegna þeirra Víetnama sem voru drepnir, vegna fjölskyldna þeirra, vegna bandarísku hermannanna sem tóku þátt og fjölskyldna þeirra. Mér þykir þetta mjög leitt,“ sagði hnan.
Bandaríkin Víetnam Hernaður Andlát Erlend sakamál Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira