„Ég varð fyrir vonbrigðum með Gylfa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2024 10:41 Stúkumenn vildu sjá meira frá Gylfa Þór Sigurðssyni þegar Valsmenn fengu skell um síðustu helgi. Vísir/Diego Valsmenn fengu skell á móti Fram í Bestu deildinni á sunnudagskvöldið og Valsliðið var til umræðu í Stúkunni í gærkvöldi. Stúkumenn ræddu þá staðreynd að Valsmenn hafi verið mikið með boltann á móti Fram en lítið náð að skapa sér af færum. „Þeir lágu á þeim, ég get alveg tekið undir það en að þeir hafi fengið mikið af opnum færum, alls ekki,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. „Mér fannst þeir aldrei skapa mikið af færum,“ sagði Albert og fór yfir nokkrar sóknir Valsliðsins í leiknum. Hann nefndi sérstaklega þegar Ólafur Íshólm Ólafsson varði frábærlega frá Gylfa Þór Sigurðssyni á 55. mínútu. „Ég hafði það alltaf á tilfinningunni að ef Valsliðið myndi skora snemma í seinni hálfleik þá kæmi eitthvað panikk í Framliðið og að þetta myndi snúast við,“ sagði Albert. Staðan á Valsliðinu Valsliðið er í miðri Evrópubaráttu og gerðu jafntefli í fyrri leiknum á móti St. Mirren. Kjartan Atli Kjartansson spurði Lárus Orra Sigurðsson, sérfræðing Stúkunnar, um hans skoðun á Valsliðinu á þessum tímapunkti á tímabilinu. „Þetta tap kom svolítið á óvart því maður hélt kannski að þeir væru aðeins að, ég segi ekki að hrökkva í gang. Ég varð fyrir vonbrigðum með Gylfa í gær,“ sagði Lárus Orri. „Það var kannski vel gert hjá Fram að halda honum út úr leiknum. Ég sá hann mjög lítið í fyrri hálfleik,“ sagði Lárus. Ég var að sýna þér af hverju „Ég var að sýna þér af hverju hann sást ekki í þessum leik. Það var af því að Bjarni gat ekki komið boltanum í þessi svæði og þeir fundu hann ekki,“ skaut Albert inn í. Bjarni Mark Antonsson fékk á sig mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í mikilvægri stöðu á miðju Vals. „Gylfi er lykillinn að þessu hjá þeim. Hann er í rauninni besti leikmaðurinn í deildinni. Ef þú ert að tala um möguleika þeirra úti á móti St. Mirren þá eru þeir alveg hverfandi,“ sagði Lárus. Það má horfa á allt spjall þeirra um Valsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Stúkumenn ræða stöðuna á Valslðinu Besta deild karla Stúkan Valur Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira
Stúkumenn ræddu þá staðreynd að Valsmenn hafi verið mikið með boltann á móti Fram en lítið náð að skapa sér af færum. „Þeir lágu á þeim, ég get alveg tekið undir það en að þeir hafi fengið mikið af opnum færum, alls ekki,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. „Mér fannst þeir aldrei skapa mikið af færum,“ sagði Albert og fór yfir nokkrar sóknir Valsliðsins í leiknum. Hann nefndi sérstaklega þegar Ólafur Íshólm Ólafsson varði frábærlega frá Gylfa Þór Sigurðssyni á 55. mínútu. „Ég hafði það alltaf á tilfinningunni að ef Valsliðið myndi skora snemma í seinni hálfleik þá kæmi eitthvað panikk í Framliðið og að þetta myndi snúast við,“ sagði Albert. Staðan á Valsliðinu Valsliðið er í miðri Evrópubaráttu og gerðu jafntefli í fyrri leiknum á móti St. Mirren. Kjartan Atli Kjartansson spurði Lárus Orra Sigurðsson, sérfræðing Stúkunnar, um hans skoðun á Valsliðinu á þessum tímapunkti á tímabilinu. „Þetta tap kom svolítið á óvart því maður hélt kannski að þeir væru aðeins að, ég segi ekki að hrökkva í gang. Ég varð fyrir vonbrigðum með Gylfa í gær,“ sagði Lárus Orri. „Það var kannski vel gert hjá Fram að halda honum út úr leiknum. Ég sá hann mjög lítið í fyrri hálfleik,“ sagði Lárus. Ég var að sýna þér af hverju „Ég var að sýna þér af hverju hann sást ekki í þessum leik. Það var af því að Bjarni gat ekki komið boltanum í þessi svæði og þeir fundu hann ekki,“ skaut Albert inn í. Bjarni Mark Antonsson fékk á sig mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í mikilvægri stöðu á miðju Vals. „Gylfi er lykillinn að þessu hjá þeim. Hann er í rauninni besti leikmaðurinn í deildinni. Ef þú ert að tala um möguleika þeirra úti á móti St. Mirren þá eru þeir alveg hverfandi,“ sagði Lárus. Það má horfa á allt spjall þeirra um Valsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Stúkumenn ræða stöðuna á Valslðinu
Besta deild karla Stúkan Valur Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira