Anton Sveinn vitnaði í Egil Skalla-Grímsson: „Höggva mann ok annan“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2024 07:40 Anton Sveinn McKee er þegar búinn að keppa í einni grein á Ólympíuleikunum í París. Getty/Mustafa Ciftci Anton Sveinn McKee keppir í dag í sinni bestu grein á Ólympíuleikunum í París og íslenski sundgarpurinn var háfleygur og í víkingaham kvöldið fyrir keppni. Anton Sveinn segist í færslu sinni á samfélagsmiðlum að hafa eytt meira en fimmtán árum í undirbúningi fyrir þetta augnablik í sundlauginni í París í dag. Anton kallar þetta líka „upphafið á endinum“ og vitnar síðan í þekkta vísu eftir Egill Skalla-Grímsson. Sagði hann vera víkingsefni „Þat mælti mín móðir“ vísuna á Egill hafi kveðið þegar Bera móðir hans sagði hann vera víkingsefni. Á vef Árnastofnunar kemur fram að Egill „hafði þarna unnið sitt fyrsta víg er hann vóg Grím son Heggs á Heggstöðum eftir að Grímur hafði leikið hann illa í knattleik. Egill var þá á sjöunda vetri en Grímur var ellefu eða tíu vetra og sterkur eftir aldri,“ eins og þar segir. Það er ljóst á þessu að Anton ætlar að sækja sér kraftinn í sitt eigið Víkingablóð. Í fjórða og síðasta riðlinum Anton Sveinn syndir í undanrásum í 200 metra bringusundi og er í fjórða og síðasta riðlinum. Keppni í hans grein á að fara af stað klukkan 11.01 að íslenskum tíma en búast má við að hann syndi í kringum 11.15. Okkar maður er skráður á tímanum 2:09.19 mín. Íslandsmetið hans er frá því í júní 2022 þegar hann synti á 2:08.74 mín. á HM í Búdapest. Fjórir í riðli Antons eru skráðir með betri tíma en hann þar af eru tveir Kínverjar. Frakki og Hollendingur eru einnig skráðir inn á betri tíma en okkar maður. Anton er skráður inn með þrettánda besta tímann af öllum þeim sem taka þátt í 200 metra bringsundinu og á því góða möguleika að komast áfram í undanúrslitin. View this post on Instagram A post shared by Anton McKee OLY (@antonmckee) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Sjá meira
Anton Sveinn segist í færslu sinni á samfélagsmiðlum að hafa eytt meira en fimmtán árum í undirbúningi fyrir þetta augnablik í sundlauginni í París í dag. Anton kallar þetta líka „upphafið á endinum“ og vitnar síðan í þekkta vísu eftir Egill Skalla-Grímsson. Sagði hann vera víkingsefni „Þat mælti mín móðir“ vísuna á Egill hafi kveðið þegar Bera móðir hans sagði hann vera víkingsefni. Á vef Árnastofnunar kemur fram að Egill „hafði þarna unnið sitt fyrsta víg er hann vóg Grím son Heggs á Heggstöðum eftir að Grímur hafði leikið hann illa í knattleik. Egill var þá á sjöunda vetri en Grímur var ellefu eða tíu vetra og sterkur eftir aldri,“ eins og þar segir. Það er ljóst á þessu að Anton ætlar að sækja sér kraftinn í sitt eigið Víkingablóð. Í fjórða og síðasta riðlinum Anton Sveinn syndir í undanrásum í 200 metra bringusundi og er í fjórða og síðasta riðlinum. Keppni í hans grein á að fara af stað klukkan 11.01 að íslenskum tíma en búast má við að hann syndi í kringum 11.15. Okkar maður er skráður á tímanum 2:09.19 mín. Íslandsmetið hans er frá því í júní 2022 þegar hann synti á 2:08.74 mín. á HM í Búdapest. Fjórir í riðli Antons eru skráðir með betri tíma en hann þar af eru tveir Kínverjar. Frakki og Hollendingur eru einnig skráðir inn á betri tíma en okkar maður. Anton er skráður inn með þrettánda besta tímann af öllum þeim sem taka þátt í 200 metra bringsundinu og á því góða möguleika að komast áfram í undanúrslitin. View this post on Instagram A post shared by Anton McKee OLY (@antonmckee)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Sjá meira