„Hugsuðum hver andskotinn væri í gangi“ Eiður Þór Árnason skrifar 30. júlí 2024 08:00 „Okkur var brugðið og hugsuðum hver andskotinn væri í gangi,“ segir Ladislav Carda sem sést hér ásamt Lucie Surovcova. Misha Martin Eftir langan undirbúning og mikla eftirvæntingu var senn komið að því. Ladislav Carda og Lucie Surovcova komu til landsins frá Tékklandi á föstudag og ætluðu að gifta sig í Reynisfjöru tveimur dögum síðar. Tilvonandi brúðhjón voru stödd við Skógafoss um klukkan fjögur á laugardag. Allt virtist til reiðu og búið að strika út flest atriði af verkefnalistanum þegar tvær tilkynningar birtust á símanum. „Ég sá tölvupóst frá Tinnu með hlekk á frétt um að jökulhlaup væri hafið.“ Þetta var ekki á listanum. Þar er um að ræða Tinnu Jóhannsdóttur, athafnastjóra hjá Siðmennt sem átti að gefa þau saman innan við sólarhring síðar. Búið var að loka hringveginum frá Vík að Kirkjubæjarklaustri og ört vaxandi jökuláin Skálm skildi parið og Tinnu að. Hún var þá á Höfn á Hornafirði og sá ekki fram á að komast til Víkur eða í Reynisfjöru í bráð. „Seinni pósturinn var frá ljósmyndaranum okkar sem spurði bara: „Hvorum megin við hlaupið eruð þið?“ og með fylgdi broskarl.“ „Svo okkur var brugðið og hugsuðum hver andskotinn væri í gangi,“ bætir Ladislav við og hlær. Óvissan ríkti þrátt fyrir það ekki lengi þar sem Tinna tjáði þeim að annar athafnastjóri gæti hlaupið í skarðið. Þetta var Margrét Gauja Magnúsdóttir sem á venjulegum degi væri stödd heima í Hafnarfirði en hafði gert sér ferð til foreldra sinna í Grímsnesi til að geta gefið saman önnur hjón í Múlagljúfri. Reynisfjara er einn af vinsælustu ferðamannastöðum landsins og höfðu hjónin séð fyrir sér að láta gifta sig við stuðlabergið í fjörunni.Vísir/Vilhelm Of mikið af fólki í Reynisfjöru Ladislav og Lucie þurftu ekki lengi að hugsa sig um og samþykktu að Margrét tæki við athöfninni. Eftir að hafa skoðað Skógafoss og svarað tölvupóstunum fóru þau í Reynisfjöru þar sem til stóð að gefa þau saman klukkan 12 daginn eftir. Þau sáu nokkra mannmergð í fjörunni og fengu upplýsingar um að hið sama yrði líklega uppi á teningnum þegar athöfnin færi fram. Í kjölfarið tóku þau þá ákvörðun á síðustu stundu að færa athöfnina úr Reynisfjöru og á veitingastaðinn Ice Cave Bistro sem stendur við fjöruna í Vík. Að henni lokinni yrði svo gengið út í svarta sandinn í bakgarðinum. „Við vorum taugaóstyrk kvöldið áður út af staðsetningunni, óvissu með hvað myndi gerast og það var von á rigningu. Ein spáin sagði 100 prósent líkur á rigningu í Vík í hádeginu þegar athöfnin átti að fara fram,“ segir Ladislav. Lucie Surovcova kom áður til Íslands árið 2018. Hún segist snemma hafa fallið fyrir landinu. Misha Martin „Guð minn góður“ Dagurinn sjálfur gekk þó eins og í sögu og var þurrt til klukkan 14 þegar nýgiftu hjónin voru komin alsæl á gististaðinn sinn. Þau segja þetta hafa verið ógleymanlega upplifun. „Guð minn góður, þetta var það sem við vildum. Að hafa giftingu í næði en á sama tíma streymdum við allri athöfninni til fjölskyldu okkar á Youtube. Við vorum með hljóðnema á okkur og þau heyrðu og sáu allt. Þetta var virkilega yndisleg stund, þrjátíu mínútur af gleði,“ segir Ladislav. „Ég hefði ekki getað ímyndað mér það í mínum villtustu draumum hversu fallegt þetta yrði, hversu gott andrúmsloftið yrði, og bara allt,“ bætir Lucie við. Varð ástfangin á gönguskíðum Þegar fréttamaður ræddi við hjónin um sólarhring síðar eru þau enn í skýjunum og á leið til Vestmannaeyja að sjá lunda. En hvers vegna völdu þau að gera sér ferð til Íslands? Lucie segir að í fyrsta lagi hafi hún ekki viljað gifta sig í heimalandinu Tékklandi eða í kirkju. Þetta er önnur ferðin hennar til Íslands en hún kom fyrst árið 2018 og fór á gönguskíði í Eyjafirði, á Ísafirði og heimsótti svo meðal annars Vík í Mýrdal. Þá var ekki aftur snúið. „Ég var ástfangin í tvær vikur,“ segir hún um fyrstu upplifun sína af Íslandi. „Þetta er ótrúlegur staður og mjög falleg náttúra.“ Einnig þyki henni sjálfbærnivegferð Íslendinga mikilvæg og merkileg en þau hafa bæði kynnt sér íslenska orkuframleiðslu. Margrét Gauja Magnúsdóttir ásamt brúðhjónunum. Hún stökk til þegar jökulhlaupið úr Mýrdalsjökli hindraði för athafnastjórans sem átti að gefa þau saman.Misha Martin Þakklát öllum sem komu að athöfninni Hjónin segja að draumur þeirra hafi ræst og þau vilji sérstaklega þakka Tinnu og Margréti hjá Siðmennt og ljósmyndaranum Misha Martin fyrir aðstoðina, góðvildina, liðleikann og góða upplýsingagjöf. Saman hafi þau passað að þeim liði vel og hjálpað að róa taugarnar þegar á þurfti að halda. „Það var alveg ótrúlegt,“ segir Lucie. Hjónin gerðu sér ein ferð til Íslands á meðan fjölskylda og vinir fylgdust með athöfninni í gegnum netið. Eftir dagsferð í Heimaey hyggjast Lucie og Ladislav fara Gullna hringinn áður en þau gera sér ferð norður á land. Þau yfirgefa Ísland á föstudag eftir viðburðaríka viku á Fróni þar sem náttúruöflin geta alltaf skorist í leikinn. Ladislav Carda og Lucie Surovcova fara af landi brott á föstudag.Misha Martin Ástin og lífið Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Brúðkaup Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Tilvonandi brúðhjón voru stödd við Skógafoss um klukkan fjögur á laugardag. Allt virtist til reiðu og búið að strika út flest atriði af verkefnalistanum þegar tvær tilkynningar birtust á símanum. „Ég sá tölvupóst frá Tinnu með hlekk á frétt um að jökulhlaup væri hafið.“ Þetta var ekki á listanum. Þar er um að ræða Tinnu Jóhannsdóttur, athafnastjóra hjá Siðmennt sem átti að gefa þau saman innan við sólarhring síðar. Búið var að loka hringveginum frá Vík að Kirkjubæjarklaustri og ört vaxandi jökuláin Skálm skildi parið og Tinnu að. Hún var þá á Höfn á Hornafirði og sá ekki fram á að komast til Víkur eða í Reynisfjöru í bráð. „Seinni pósturinn var frá ljósmyndaranum okkar sem spurði bara: „Hvorum megin við hlaupið eruð þið?“ og með fylgdi broskarl.“ „Svo okkur var brugðið og hugsuðum hver andskotinn væri í gangi,“ bætir Ladislav við og hlær. Óvissan ríkti þrátt fyrir það ekki lengi þar sem Tinna tjáði þeim að annar athafnastjóri gæti hlaupið í skarðið. Þetta var Margrét Gauja Magnúsdóttir sem á venjulegum degi væri stödd heima í Hafnarfirði en hafði gert sér ferð til foreldra sinna í Grímsnesi til að geta gefið saman önnur hjón í Múlagljúfri. Reynisfjara er einn af vinsælustu ferðamannastöðum landsins og höfðu hjónin séð fyrir sér að láta gifta sig við stuðlabergið í fjörunni.Vísir/Vilhelm Of mikið af fólki í Reynisfjöru Ladislav og Lucie þurftu ekki lengi að hugsa sig um og samþykktu að Margrét tæki við athöfninni. Eftir að hafa skoðað Skógafoss og svarað tölvupóstunum fóru þau í Reynisfjöru þar sem til stóð að gefa þau saman klukkan 12 daginn eftir. Þau sáu nokkra mannmergð í fjörunni og fengu upplýsingar um að hið sama yrði líklega uppi á teningnum þegar athöfnin færi fram. Í kjölfarið tóku þau þá ákvörðun á síðustu stundu að færa athöfnina úr Reynisfjöru og á veitingastaðinn Ice Cave Bistro sem stendur við fjöruna í Vík. Að henni lokinni yrði svo gengið út í svarta sandinn í bakgarðinum. „Við vorum taugaóstyrk kvöldið áður út af staðsetningunni, óvissu með hvað myndi gerast og það var von á rigningu. Ein spáin sagði 100 prósent líkur á rigningu í Vík í hádeginu þegar athöfnin átti að fara fram,“ segir Ladislav. Lucie Surovcova kom áður til Íslands árið 2018. Hún segist snemma hafa fallið fyrir landinu. Misha Martin „Guð minn góður“ Dagurinn sjálfur gekk þó eins og í sögu og var þurrt til klukkan 14 þegar nýgiftu hjónin voru komin alsæl á gististaðinn sinn. Þau segja þetta hafa verið ógleymanlega upplifun. „Guð minn góður, þetta var það sem við vildum. Að hafa giftingu í næði en á sama tíma streymdum við allri athöfninni til fjölskyldu okkar á Youtube. Við vorum með hljóðnema á okkur og þau heyrðu og sáu allt. Þetta var virkilega yndisleg stund, þrjátíu mínútur af gleði,“ segir Ladislav. „Ég hefði ekki getað ímyndað mér það í mínum villtustu draumum hversu fallegt þetta yrði, hversu gott andrúmsloftið yrði, og bara allt,“ bætir Lucie við. Varð ástfangin á gönguskíðum Þegar fréttamaður ræddi við hjónin um sólarhring síðar eru þau enn í skýjunum og á leið til Vestmannaeyja að sjá lunda. En hvers vegna völdu þau að gera sér ferð til Íslands? Lucie segir að í fyrsta lagi hafi hún ekki viljað gifta sig í heimalandinu Tékklandi eða í kirkju. Þetta er önnur ferðin hennar til Íslands en hún kom fyrst árið 2018 og fór á gönguskíði í Eyjafirði, á Ísafirði og heimsótti svo meðal annars Vík í Mýrdal. Þá var ekki aftur snúið. „Ég var ástfangin í tvær vikur,“ segir hún um fyrstu upplifun sína af Íslandi. „Þetta er ótrúlegur staður og mjög falleg náttúra.“ Einnig þyki henni sjálfbærnivegferð Íslendinga mikilvæg og merkileg en þau hafa bæði kynnt sér íslenska orkuframleiðslu. Margrét Gauja Magnúsdóttir ásamt brúðhjónunum. Hún stökk til þegar jökulhlaupið úr Mýrdalsjökli hindraði för athafnastjórans sem átti að gefa þau saman.Misha Martin Þakklát öllum sem komu að athöfninni Hjónin segja að draumur þeirra hafi ræst og þau vilji sérstaklega þakka Tinnu og Margréti hjá Siðmennt og ljósmyndaranum Misha Martin fyrir aðstoðina, góðvildina, liðleikann og góða upplýsingagjöf. Saman hafi þau passað að þeim liði vel og hjálpað að róa taugarnar þegar á þurfti að halda. „Það var alveg ótrúlegt,“ segir Lucie. Hjónin gerðu sér ein ferð til Íslands á meðan fjölskylda og vinir fylgdust með athöfninni í gegnum netið. Eftir dagsferð í Heimaey hyggjast Lucie og Ladislav fara Gullna hringinn áður en þau gera sér ferð norður á land. Þau yfirgefa Ísland á föstudag eftir viðburðaríka viku á Fróni þar sem náttúruöflin geta alltaf skorist í leikinn. Ladislav Carda og Lucie Surovcova fara af landi brott á föstudag.Misha Martin
Ástin og lífið Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Brúðkaup Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira