Íslenski boltinn

Sóknar­maður á leið í Lambhagann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Djenairo Daniels fagnar marki fyrir varalið PSV Eindhoven.
Djenairo Daniels fagnar marki fyrir varalið PSV Eindhoven. getty/Soccrates

Hollenski framherjinn Djenairo Daniels er á leið til Fram og mun klára tímabilið með liðinu í Bestu deild karla.

Í samtali við mbl.is staðfesti Guðmundur Torfason, formaður knattspyrnudeildar Fram, að Daniels væri kominn til landsins og fengi væntanlega leikheimild í tæka tíð fyrir leikinn gegn Fylki á miðvikudaginn.

Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára hefur Daniels komið víða við á ferlinum. Hann var meðal annars í varaliði PSV Eindhoven en síðast var hann hjá Leixoes í B-deildinni í Portúgal. Honum tókst ekki að skora í fjórtán leikjum með liðinu.

Daniels lék átta leiki með yngri landsliðum Hollands á sínum tíma.

Fram vann 4-1 sigur á Val í gær og er í 7. sæti Bestu deildarinnar, einu stigi frá sæti í efri hlutanum og á leik til góða.


Tengdar fréttir

Rúnar: Höfum engu gleymt

Rúnar Kristinsson þjálfari Fram var að vonum mjög ánægður með sigur sinna manna á Val á heimavelli í kvöld. Leikurinn endaði með stórsigri heimamanna 4-1 og náðu Framarar að minnka muninn á liðin í efri hlutanum með sigrinum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×