Einn besti dagur sumarsins í Reykjavík um helgina Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. júlí 2024 12:13 Stærsta ferðahelgi ársins er fram undan en sumarblíðuna verður líklega helst að finna á höfuðborgarsvæðinu. vísir/Vilhelm Það stefnir í einn besta dag sumarsins í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Enn önnur lægðin er við landið og veldur rigningu og hlýjum blæstri um næstu helgi. Ein stærsta ferðahelgi ársins er fram undan; Verslunarmannahelgin með tilheyrandi bæjar- og útihátíðum. Veðrið leikur eflaust stóran þátt í skipulagningu einhverra og að sögn Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings, hefur útlitið verið betra. „Það er lægð, dálítið mikil um sig miðað við sumarið, sem mun stjórna veðrinu hjá okkur. Hún verður fyrir sunnan landið og við verðum ekki fyrir beinum áhrifum frá henni, fyrir utan blástur á miðvikudag og fimmtudag og skil lægðarinnar ganga yfir landið. Síðan á föstudag er gert ráð fyrir að þessi sama lægð beini til okkar nýjum skammti af röku en líka hlýju lofti,“ segir Einar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.Vísir/Vilhelm Þessu fylgir kunnugleg spá suðaustan og austanlands, eða talsverð rigning. Á laugardag mun síðan hvessa en blásturinn verður þó hlýr og hitinn gæti farið upp í allt að tuttugu stig á Snæfellsnesi. Horfurnar eru bestar í kringum höfuðborgarsvæðið. „Það er óvenjulegt þegar maður flettir upp tjaldveðrinu á Bliku að þá kemur tjaldsvæðið í Reykjavík þar hæst. Ég hef aldrei séð það áður. Og þar á eftir tjaldsvæðið í Selvogi.“ Útlitið sé sérstaklega gott á laugardag, eða sól og hlýindi. „Hitinn í Reykjavík gæti þess vegna farið í sautján til nítján stig sem gerði þann dag þá að einum af bestu dögum sumarsins.“ Í Vestmannaeyjum verður talsverður dagamunur á veðrinu. Helgin hefst með strekkingi á föstudag. „Síðan snýst hann í norðaustanátt á laugardag og þá er nú yfirleitt skjól í Eyjum en það gæti mögulega rignt. Svo er fínasta veður á sunnudag, svona í stórum dráttum.“ Veður Ferðalög Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Ein stærsta ferðahelgi ársins er fram undan; Verslunarmannahelgin með tilheyrandi bæjar- og útihátíðum. Veðrið leikur eflaust stóran þátt í skipulagningu einhverra og að sögn Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings, hefur útlitið verið betra. „Það er lægð, dálítið mikil um sig miðað við sumarið, sem mun stjórna veðrinu hjá okkur. Hún verður fyrir sunnan landið og við verðum ekki fyrir beinum áhrifum frá henni, fyrir utan blástur á miðvikudag og fimmtudag og skil lægðarinnar ganga yfir landið. Síðan á föstudag er gert ráð fyrir að þessi sama lægð beini til okkar nýjum skammti af röku en líka hlýju lofti,“ segir Einar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.Vísir/Vilhelm Þessu fylgir kunnugleg spá suðaustan og austanlands, eða talsverð rigning. Á laugardag mun síðan hvessa en blásturinn verður þó hlýr og hitinn gæti farið upp í allt að tuttugu stig á Snæfellsnesi. Horfurnar eru bestar í kringum höfuðborgarsvæðið. „Það er óvenjulegt þegar maður flettir upp tjaldveðrinu á Bliku að þá kemur tjaldsvæðið í Reykjavík þar hæst. Ég hef aldrei séð það áður. Og þar á eftir tjaldsvæðið í Selvogi.“ Útlitið sé sérstaklega gott á laugardag, eða sól og hlýindi. „Hitinn í Reykjavík gæti þess vegna farið í sautján til nítján stig sem gerði þann dag þá að einum af bestu dögum sumarsins.“ Í Vestmannaeyjum verður talsverður dagamunur á veðrinu. Helgin hefst með strekkingi á föstudag. „Síðan snýst hann í norðaustanátt á laugardag og þá er nú yfirleitt skjól í Eyjum en það gæti mögulega rignt. Svo er fínasta veður á sunnudag, svona í stórum dráttum.“
Veður Ferðalög Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira