Rannsaka þátt rútubílstjóra sem fylgdist með hraðanum í síma Jón Þór Stefánsson skrifar 29. júlí 2024 11:57 Rútan valt og fjöldi er slasaður að sögn lögreglu. aðsend Ökumaður rútu sem valt við Fagranes í Öxnadal þann fjórtánda júní síðastliðinn er sakborningur í rannsókn lögreglu á slysinu. Á meðal þess sem lögreglan er með til skoðunar er hvort reka megi slysið til gáleysis af hálfu bílstjórans sem mun hafa notast við hraðamæli á GPS-búnað í síma til að fylgjast með hraða rútunnar. Maðurinn, sem er af erlendum uppruna, var úrskurðaður í farbann í kjölfar slyssins en það rann út síðastliðinn föstudag. Eyþór Þorbergsson, saksóknari hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi ekki séð ástæðu til að framlengja farbannið. Rannsóknin er langt komin en enn á eftir að taka ákvörðun um hvort ákært verði í málinu. Tuttugu og tveir ferðamenn frá Tékklandi voru í rútunni en þar af voru fimm fluttir á sjúkrahús og voru við fyrsta mat lögreglu taldir mjög alvarlega slasaðir. Tveimur þeirra var haldið sofandi í nokkra daga á eftir. Þá þóttu tíu einstaklingar þónokkuð slasaðir og sjö minna eða lítið slasaðir. Þegar lögregla kom á vettvang var einn farþegi enn fastur í rútunni. Verkfæri flugu um farþegarýmið Í úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra varðandi farbann rútubílstjórans er haft eftir lögreglumanni sem varð vitni að slysinu að rútan hafi farið að vagga á veginum fram og til baka og til hliðar í aðdraganda slyssins. Þá hafi rykský byrjað að myndast í kringum hliðar rútunnar áður en hún valt. Talið er að rútan hafi oltið eina og hálfa veltu. Um er að ræða sérsmíðaðan vörubíl með húsi fyrir farþega. Þá er ökumannsrými lokað af frá farþegarýminu. Í úrskurðinum segir að litlar upplýsingar liggi fyrir um öryggisbúnað í rútunni, líkt og öryggisbelti. Samkvæmt frásögn vitna kastaðist nokkur fjöldi farþega út úr rútunni í slysinu. Þá virðist sem verkfæri og varahlutir sem voru í hólfi í gólfi farþegarýmisins hafi losnað og flogið um farþegarýmið við veltuna. Notaði síma til að fylgjast með hraðanum Þá mun hraðamælir rútunnar hafa verið óvirkur og bílstjórinn því notast við GPS-búnað í farsíma til að fylgjast með hraðanum. Lögreglan tók blóðsýni úr ökumanninum sem benda ekki til þess að hann hafi verið undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna. Á meðal þess sem lögreglan rannsakar í málinu er þungi rútunnar. Það er bæði heildarþungi sem og skipting þyngdarinnar. Samkvæmt upplýsingum lögreglu virðist bíllinn hafa verið talsvert yfir leyfilegri þyngd á afturás. Rútuslys í Öxnadal Samgönguslys Hörgársveit Tengdar fréttir Umfangsmikið mengunarslys vegna rútuslyssins Rútuslysið sem varð við Fagranes í Öxnadal átti sér stað á vatnsverndarsvæði Norðurorku. Mengunarslys, nánar tiltekið olíuleki í Öxnadalsá, varð vegna rútuslyssins. 15. júní 2024 23:15 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Maðurinn, sem er af erlendum uppruna, var úrskurðaður í farbann í kjölfar slyssins en það rann út síðastliðinn föstudag. Eyþór Þorbergsson, saksóknari hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi ekki séð ástæðu til að framlengja farbannið. Rannsóknin er langt komin en enn á eftir að taka ákvörðun um hvort ákært verði í málinu. Tuttugu og tveir ferðamenn frá Tékklandi voru í rútunni en þar af voru fimm fluttir á sjúkrahús og voru við fyrsta mat lögreglu taldir mjög alvarlega slasaðir. Tveimur þeirra var haldið sofandi í nokkra daga á eftir. Þá þóttu tíu einstaklingar þónokkuð slasaðir og sjö minna eða lítið slasaðir. Þegar lögregla kom á vettvang var einn farþegi enn fastur í rútunni. Verkfæri flugu um farþegarýmið Í úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra varðandi farbann rútubílstjórans er haft eftir lögreglumanni sem varð vitni að slysinu að rútan hafi farið að vagga á veginum fram og til baka og til hliðar í aðdraganda slyssins. Þá hafi rykský byrjað að myndast í kringum hliðar rútunnar áður en hún valt. Talið er að rútan hafi oltið eina og hálfa veltu. Um er að ræða sérsmíðaðan vörubíl með húsi fyrir farþega. Þá er ökumannsrými lokað af frá farþegarýminu. Í úrskurðinum segir að litlar upplýsingar liggi fyrir um öryggisbúnað í rútunni, líkt og öryggisbelti. Samkvæmt frásögn vitna kastaðist nokkur fjöldi farþega út úr rútunni í slysinu. Þá virðist sem verkfæri og varahlutir sem voru í hólfi í gólfi farþegarýmisins hafi losnað og flogið um farþegarýmið við veltuna. Notaði síma til að fylgjast með hraðanum Þá mun hraðamælir rútunnar hafa verið óvirkur og bílstjórinn því notast við GPS-búnað í farsíma til að fylgjast með hraðanum. Lögreglan tók blóðsýni úr ökumanninum sem benda ekki til þess að hann hafi verið undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna. Á meðal þess sem lögreglan rannsakar í málinu er þungi rútunnar. Það er bæði heildarþungi sem og skipting þyngdarinnar. Samkvæmt upplýsingum lögreglu virðist bíllinn hafa verið talsvert yfir leyfilegri þyngd á afturás.
Rútuslys í Öxnadal Samgönguslys Hörgársveit Tengdar fréttir Umfangsmikið mengunarslys vegna rútuslyssins Rútuslysið sem varð við Fagranes í Öxnadal átti sér stað á vatnsverndarsvæði Norðurorku. Mengunarslys, nánar tiltekið olíuleki í Öxnadalsá, varð vegna rútuslyssins. 15. júní 2024 23:15 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Umfangsmikið mengunarslys vegna rútuslyssins Rútuslysið sem varð við Fagranes í Öxnadal átti sér stað á vatnsverndarsvæði Norðurorku. Mengunarslys, nánar tiltekið olíuleki í Öxnadalsá, varð vegna rútuslyssins. 15. júní 2024 23:15