Aukið öryggi og lífsgæði með bættri samgöngumenningu Umferðarátak 2024 30. júlí 2024 08:31 „Svarið liggur í því að fleiri borgarbúar velja aðrar samgönguleiðir eins og Hopp rafskútur, deilibíla og leigubíla. Þú getur verið hluti af þessari breytingu með því að velja aðra ferðamáta af og til," segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík þegar hún er spurð hvort umferðin þurfi virkilega að vera svo þung að við sitjum föst í henni á hverjum degi. Mynd/Vilhelm. Umferðaröryggi er okkur öllum mikilvægt. Við kennum börnunum okkar á umferðarreglurnar, spennum beltin í bílnum, notum hjálma og annan öryggisbúnað og pöntum leigubíl fyrir vin sem gleymdi sér og ætlaði að aka heim eftir einn. Vísir, Bylgjan og Stöð 2 standa nú fyrir umferðarátaki í samstarfi við Samgöngustofu. En upplifun okkar af því að ferðast á milli staða er ekki alltaf jákvæð segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík. „Við sitjum í umferðarsúpunni ásamt öllum hinum bílstjórunum, bölvum kannski öðrum ökumönnum, eða stelumst jafnvel yfir á hágulu ef þolinmæðin er alveg þrotin. Þetta er ekki uppskrift að góðri samgöngumenningu og vekur upp spurningar um hvernig hægt sé að gera ferðir okkar á milli staða auðveldari og öruggari.“ Hún segir fólk almennt hafa áhyggjur af umferðarteppum, útblæstri og svifryki sem hefur ótvírætt áhrif á heilsu fólks og umhverfið. „Of mikill tími fer í að komast á milli staða og finna bílastæði og þá má segja að streita bætist við jöfnuna að ekki sé talað um kostnaðinn við rekstur bifreiða.“ Þarf umferðin að vera svona þung og erfið? Þarf umferðin virkilega að vera svo þung að við sitjum föst í henni á hverjum degi? Íbúafjöldi höfuðborgarsvæðisins hefur vaxið gríðarlega undanfarin fimm ár en ferðavenjur hafa líka tekið breytingum og meðalfjöldi bíla á hvert heimili dregist saman. Hvernig stendur á því? „Svarið liggur í því að fleiri borgarbúar velja aðrar samgönguleiðir eins og Hopp rafskútur, deilibíla og leigubíla. Þú getur verið hluti af þessari breytingu með því að velja aðra ferðamáta af og til. Það þarf ekki að gerast á hverjum degi; jafnvel smávægilegar breytingar geta haft mikil áhrif þegar fleiri taka þátt. Hefðu allir nýir íbúar höfuðborgarsvæðisins valið að fara ferða sinna á bíl myndi ástandið vera umtalsvert verra en það þegar er - sem er nógu slæmt fyrir!“ Nýttu plássið betur Bifreið í einkaeigu stendur kyrr 90-95% tímans. Það er hvorki góð nýting á farartækinu né rýminu sem hann tekur. Bílar taka miklu meira pláss en manneskjur og á of mörgum stöðum hefur verið reiknað út að skipulagt hefur verið meira rými fyrir bíla en fyrir fólk. Bílastæði taka dýrmætt pláss í bæjar- og borgarlandslagi sem ánægjulegra væri að nýta á umhverfisvænni og skynsamlegri máta. Aukin þekking og betri tækni vísa rétta leið Með aukinni þekkingu og nýrri tækni hafa sprottið upp lausnir sem geta létt á þessum vandamálum. „Með rannsóknum á áhrifum loftgæða á fólk, betra skipulagi og þekkingu á flæði fólks og farartækja, kemur í ljós að fjölbreyttir fararmátar þurfa að vera hluti af samgöngumenningunni. Þetta eru lausnir sem geta auðveldlega verið hluti af okkar daglegu venjum,“ segir Sæunn. Með því að tileinka okkur deilihagkerfið þegar kemur að samgöngum má létta umtalsvert á umferðinni. „Íslendingar hafa tekið rafskútur í notkun í miklum mæli og er sá fararmáti svo sannarlega hluti af þeim lausnum sem auðvelda flæði í umferðinni. Með sífellt betri tækni og snjallari lausnum er einfalt að leigja rafskútu fyrir styttri ferðir í gegnum Hopp appið. Í appinu sést hvar nálægar rafskútur eru staðsettar, greiðsla fyrir leiguna fer fram í gegnum appið og þar má einnig finna gagnlegar upplýsingar og fá aðstoð ef þörf er á.“ Hvað ef fleira fólk gæti notað færri bíla? Hún segir fleiri lausnir deilihagkerfisins vera gagnlegar til þess að létta á umferðarþunganum. Með því að nýta deilibíla minnkar þörfin fyrir það að eiga bifreið. „Deilibíla Hopp má leigja í gegnum appið á einfaldan máta. Með aukinni nýtingu á deilibílum mætti snarfækka bílum í einkaeigu. Það getur varla verið gott fyrir umferðarmenningu að meðal fjölskylda sé með allt að fjóra bíla í innkeyrslunni. Það gæti jafnvel verið öllum til góðs að nýta deilibíla í örflæðinu í stað einkabílsins, því þá eykst mögulega notkun á öðrum fararmátum líka, s.s. almenningssamgöngum og öðrum virkum fararmátum eins og hjólreiðum og göngu.“ Önnur þjónusta úr ranni deilihagkerfisins sem Íslendingar þekkja vel eru leigubílarnir. „Í Hopp appinu má einnig panta leigubíl. En Hopp hefur gjörbreytt þjónustunni að því leyti að nú er ferlið snjallara, auðveldara og öruggara. Valin er tegund af leigubíl, áfangastaður skráður, hægt er að fylgjast með ferðum bílsins og allt er greitt fyrirfram, í gegnum appið. Ferlið er gegnsætt og þægilegt fyrir bæði farþega og bílstjóra.“ Það má ekki gleymast í umræðunni um léttari umferð og virkari fararmáta, að þessar lausnir gagnast einnig þeim sem nauðsynlega þurfa að nota bifreið til þess að komast á milli staða þar sem umferðin gengur betur og tafir verða minni. „Færri bílar og betra flæði í samgöngum stuðla að ánægjulegri upplifun, auknum lífsgæðum og öruggari ferðamátum. Með því að auka fjölbreytni og samvinnu í samgöngumenningu okkar, stuðlum við að aukinni sjálfbærni, betri loftgæðum og betri nýtingu á fjármunum og auðlindum.“ Gerðu breytinguna í dag Sæunn segir auðveldara að nota aðra ferðamáta til að koma sér til og frá vinnu eða í aðrar daglegar ferðir en fólk almennt heldur. „Þegar þú prófar, sérðu það hratt. Með því að skipta einstaka sinnum um ferðamáta getur þú tekið þátt í að minnka umferðina og bæta lífsgæði allra. Ef við öll gerum smávægilegar breytingar, getur heildar árangurinn orðið ótrúlega mikill. Prófaðu eitthvað nýtt í dag og sjáðu muninn!“ Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa nú fyrir átaki um að sýna ábyrgð í umferðinni. Góður hópur samstarfsaðila leggur átakinu lið; F.Í.B, Hopp, Hreyfill, Höldur Bílaleiga Akureyrar, Sniglar - Bifhjólasamtök lýðveldisins og Steypustöðin. Tökum höndum saman og sýnum ábyrgð í umferðinni alla daga. Umferð Umferðarátak 2024 Umferðaröryggi Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
En upplifun okkar af því að ferðast á milli staða er ekki alltaf jákvæð segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík. „Við sitjum í umferðarsúpunni ásamt öllum hinum bílstjórunum, bölvum kannski öðrum ökumönnum, eða stelumst jafnvel yfir á hágulu ef þolinmæðin er alveg þrotin. Þetta er ekki uppskrift að góðri samgöngumenningu og vekur upp spurningar um hvernig hægt sé að gera ferðir okkar á milli staða auðveldari og öruggari.“ Hún segir fólk almennt hafa áhyggjur af umferðarteppum, útblæstri og svifryki sem hefur ótvírætt áhrif á heilsu fólks og umhverfið. „Of mikill tími fer í að komast á milli staða og finna bílastæði og þá má segja að streita bætist við jöfnuna að ekki sé talað um kostnaðinn við rekstur bifreiða.“ Þarf umferðin að vera svona þung og erfið? Þarf umferðin virkilega að vera svo þung að við sitjum föst í henni á hverjum degi? Íbúafjöldi höfuðborgarsvæðisins hefur vaxið gríðarlega undanfarin fimm ár en ferðavenjur hafa líka tekið breytingum og meðalfjöldi bíla á hvert heimili dregist saman. Hvernig stendur á því? „Svarið liggur í því að fleiri borgarbúar velja aðrar samgönguleiðir eins og Hopp rafskútur, deilibíla og leigubíla. Þú getur verið hluti af þessari breytingu með því að velja aðra ferðamáta af og til. Það þarf ekki að gerast á hverjum degi; jafnvel smávægilegar breytingar geta haft mikil áhrif þegar fleiri taka þátt. Hefðu allir nýir íbúar höfuðborgarsvæðisins valið að fara ferða sinna á bíl myndi ástandið vera umtalsvert verra en það þegar er - sem er nógu slæmt fyrir!“ Nýttu plássið betur Bifreið í einkaeigu stendur kyrr 90-95% tímans. Það er hvorki góð nýting á farartækinu né rýminu sem hann tekur. Bílar taka miklu meira pláss en manneskjur og á of mörgum stöðum hefur verið reiknað út að skipulagt hefur verið meira rými fyrir bíla en fyrir fólk. Bílastæði taka dýrmætt pláss í bæjar- og borgarlandslagi sem ánægjulegra væri að nýta á umhverfisvænni og skynsamlegri máta. Aukin þekking og betri tækni vísa rétta leið Með aukinni þekkingu og nýrri tækni hafa sprottið upp lausnir sem geta létt á þessum vandamálum. „Með rannsóknum á áhrifum loftgæða á fólk, betra skipulagi og þekkingu á flæði fólks og farartækja, kemur í ljós að fjölbreyttir fararmátar þurfa að vera hluti af samgöngumenningunni. Þetta eru lausnir sem geta auðveldlega verið hluti af okkar daglegu venjum,“ segir Sæunn. Með því að tileinka okkur deilihagkerfið þegar kemur að samgöngum má létta umtalsvert á umferðinni. „Íslendingar hafa tekið rafskútur í notkun í miklum mæli og er sá fararmáti svo sannarlega hluti af þeim lausnum sem auðvelda flæði í umferðinni. Með sífellt betri tækni og snjallari lausnum er einfalt að leigja rafskútu fyrir styttri ferðir í gegnum Hopp appið. Í appinu sést hvar nálægar rafskútur eru staðsettar, greiðsla fyrir leiguna fer fram í gegnum appið og þar má einnig finna gagnlegar upplýsingar og fá aðstoð ef þörf er á.“ Hvað ef fleira fólk gæti notað færri bíla? Hún segir fleiri lausnir deilihagkerfisins vera gagnlegar til þess að létta á umferðarþunganum. Með því að nýta deilibíla minnkar þörfin fyrir það að eiga bifreið. „Deilibíla Hopp má leigja í gegnum appið á einfaldan máta. Með aukinni nýtingu á deilibílum mætti snarfækka bílum í einkaeigu. Það getur varla verið gott fyrir umferðarmenningu að meðal fjölskylda sé með allt að fjóra bíla í innkeyrslunni. Það gæti jafnvel verið öllum til góðs að nýta deilibíla í örflæðinu í stað einkabílsins, því þá eykst mögulega notkun á öðrum fararmátum líka, s.s. almenningssamgöngum og öðrum virkum fararmátum eins og hjólreiðum og göngu.“ Önnur þjónusta úr ranni deilihagkerfisins sem Íslendingar þekkja vel eru leigubílarnir. „Í Hopp appinu má einnig panta leigubíl. En Hopp hefur gjörbreytt þjónustunni að því leyti að nú er ferlið snjallara, auðveldara og öruggara. Valin er tegund af leigubíl, áfangastaður skráður, hægt er að fylgjast með ferðum bílsins og allt er greitt fyrirfram, í gegnum appið. Ferlið er gegnsætt og þægilegt fyrir bæði farþega og bílstjóra.“ Það má ekki gleymast í umræðunni um léttari umferð og virkari fararmáta, að þessar lausnir gagnast einnig þeim sem nauðsynlega þurfa að nota bifreið til þess að komast á milli staða þar sem umferðin gengur betur og tafir verða minni. „Færri bílar og betra flæði í samgöngum stuðla að ánægjulegri upplifun, auknum lífsgæðum og öruggari ferðamátum. Með því að auka fjölbreytni og samvinnu í samgöngumenningu okkar, stuðlum við að aukinni sjálfbærni, betri loftgæðum og betri nýtingu á fjármunum og auðlindum.“ Gerðu breytinguna í dag Sæunn segir auðveldara að nota aðra ferðamáta til að koma sér til og frá vinnu eða í aðrar daglegar ferðir en fólk almennt heldur. „Þegar þú prófar, sérðu það hratt. Með því að skipta einstaka sinnum um ferðamáta getur þú tekið þátt í að minnka umferðina og bæta lífsgæði allra. Ef við öll gerum smávægilegar breytingar, getur heildar árangurinn orðið ótrúlega mikill. Prófaðu eitthvað nýtt í dag og sjáðu muninn!“ Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa nú fyrir átaki um að sýna ábyrgð í umferðinni. Góður hópur samstarfsaðila leggur átakinu lið; F.Í.B, Hopp, Hreyfill, Höldur Bílaleiga Akureyrar, Sniglar - Bifhjólasamtök lýðveldisins og Steypustöðin. Tökum höndum saman og sýnum ábyrgð í umferðinni alla daga.
Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa nú fyrir átaki um að sýna ábyrgð í umferðinni. Góður hópur samstarfsaðila leggur átakinu lið; F.Í.B, Hopp, Hreyfill, Höldur Bílaleiga Akureyrar, Sniglar - Bifhjólasamtök lýðveldisins og Steypustöðin. Tökum höndum saman og sýnum ábyrgð í umferðinni alla daga.
Umferð Umferðarátak 2024 Umferðaröryggi Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira