Síðasta ávarp Guðna í embætti: „Þið eruð geggjuð!“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. júlí 2024 22:03 Guðni lætur af störfum sem forseti Íslands á fimmtudaginn eftir átta ár í embætti. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson fráfarandi forseti Íslands flutti sitt síðasta ávarp í embætti í gær við upphaf utanvegarhlaupsins Kerlingarfjöll Ulta, fimm dögum áður en nýr forseti tekur við embætti. Að ávarpi loknu tók hann þátt í hlaupinu og hljóp 22 kílómetra. Guðni greinir frá þessu í Facebook færslu. Hann segir ávarpið hafa verið flutt við bestu kringumstæður sem hann hefði getað hugsað sér. „Fátt er magnaðra en fjallasalir og fögur víðerni, hverir og fossar, hálendi Íslands í allri sinni dýrð. Og fátt er skemmtilegra en útivist í góðum félagsskap, göngur, söngur og hvaðeina. Veislur og viðburðir í stórborgum komast ekki í hálfkvisti við slíka afþreyingu í slíku umhverfi,“ segir Guðni í færslunni. Ætíð ætlað að nota orðin í ávarpi Í ávarpinu hafi hann minnst frumherjanna sem reistu skíðaskála í Kerlingarfjöllum um miðja síðustu öld og ráku áratugum saman. Þá nefndi hann breytingar sem hafa orðið á svæðinu eftir að fyrstu mannvirkin voru reist í Kerlingarfjöllum. Þá hafi hann beint máli sínu að hlaupurunum og minnt á mikilvægi þess að bera ábyrgð á eigin heilbrigði. „Í mínu embætti hef ég lagt áherslu á lýðheilsu í víðum skilningi. Við munum aldrei mæta auknum áskorunum á sviði heilsu og hjúkrunar með því einu að byggja fleiri sjúkrahús og hjúkrunarheimili, fjölga heilbrigðisstarfsfólki, þróa og selja fleiri lyf. Við þurfum að hugsa forvirkt, fyrirbyggja vanda frekar en að mæta honum síðar,“ segir í færslu Guðna. Hann segir alla hvatningu í þeim efnum verða að vera með jákvæðum formerkjum og allir þurfi að finna hreyfingu og lífsstíl við hæfi. „Með þeim orðum hvatti ég hlauparana í Kerlingarfjöllum til dáða og náði um leið að nota orð sem ég hef ætíð ætlað að hafa í ávarpi en ekki fundið hentugt tilefni fyrr en nú. „Þið eruð geggjuð!“ sagði ég um leið og liðið var ræst út.“ Þakkar óþekktum kjarnakonum aðstoðina Í hlaupinu voru þrjár leiðir í boði, tólf kílómetra leið, 63 kílómetra leið og 22 kílómetra leið, sem Guðni tók þátt í. Guðni segist sjaldan hafa verið jafn örmagna og að hlaupinu loknu. „Þetta var mikil þrekraun og ég held ég hafi aðeins náð í mark vegna þess að tvær kjarnakonur komu mér til bjargar þegar langt var liðið á hlaupið. Önnur færði mér salttöflu og hin orkudrykkjarflösku. Auðvitað var maður of þreyttur til að spyrja þær til nafns en þið stelpur sem komuð að mér sitjandi við stein: Bestu þakkir! Þessir vinargreiðar voru ómetanlegir.“ Þá segist hann hafa náð að ljúka við síðasta kafla hlaupsins með því að söngla í sífellu stef úr laginu Kvaðning með Skálmöld. „Höldum nú á feigðarinnar fund, þetta ferðalag er köllun vor og saga. Vaskir menn á vígamóðri stund og Valhöll bíður okkar allra þá.“ „Gleðin við að komast á leiðarenda var engu lík. Við getum öll verið meistarar í eigin lífi, á okkar eigin forsendum. Eitt sinn átti ég mér þá von að komast á Ólympíuleikana en svo sér maður að ekki geta allir draumar ræst. Lífið er langhlaup og best að fara - eftir því sem tök eru á - þá leið sem liggur næst hug manns og hjarta. Njótum dagsins!“ segir hann að lokum. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Hlaup Heilsa Hrunamannahreppur Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Guðni greinir frá þessu í Facebook færslu. Hann segir ávarpið hafa verið flutt við bestu kringumstæður sem hann hefði getað hugsað sér. „Fátt er magnaðra en fjallasalir og fögur víðerni, hverir og fossar, hálendi Íslands í allri sinni dýrð. Og fátt er skemmtilegra en útivist í góðum félagsskap, göngur, söngur og hvaðeina. Veislur og viðburðir í stórborgum komast ekki í hálfkvisti við slíka afþreyingu í slíku umhverfi,“ segir Guðni í færslunni. Ætíð ætlað að nota orðin í ávarpi Í ávarpinu hafi hann minnst frumherjanna sem reistu skíðaskála í Kerlingarfjöllum um miðja síðustu öld og ráku áratugum saman. Þá nefndi hann breytingar sem hafa orðið á svæðinu eftir að fyrstu mannvirkin voru reist í Kerlingarfjöllum. Þá hafi hann beint máli sínu að hlaupurunum og minnt á mikilvægi þess að bera ábyrgð á eigin heilbrigði. „Í mínu embætti hef ég lagt áherslu á lýðheilsu í víðum skilningi. Við munum aldrei mæta auknum áskorunum á sviði heilsu og hjúkrunar með því einu að byggja fleiri sjúkrahús og hjúkrunarheimili, fjölga heilbrigðisstarfsfólki, þróa og selja fleiri lyf. Við þurfum að hugsa forvirkt, fyrirbyggja vanda frekar en að mæta honum síðar,“ segir í færslu Guðna. Hann segir alla hvatningu í þeim efnum verða að vera með jákvæðum formerkjum og allir þurfi að finna hreyfingu og lífsstíl við hæfi. „Með þeim orðum hvatti ég hlauparana í Kerlingarfjöllum til dáða og náði um leið að nota orð sem ég hef ætíð ætlað að hafa í ávarpi en ekki fundið hentugt tilefni fyrr en nú. „Þið eruð geggjuð!“ sagði ég um leið og liðið var ræst út.“ Þakkar óþekktum kjarnakonum aðstoðina Í hlaupinu voru þrjár leiðir í boði, tólf kílómetra leið, 63 kílómetra leið og 22 kílómetra leið, sem Guðni tók þátt í. Guðni segist sjaldan hafa verið jafn örmagna og að hlaupinu loknu. „Þetta var mikil þrekraun og ég held ég hafi aðeins náð í mark vegna þess að tvær kjarnakonur komu mér til bjargar þegar langt var liðið á hlaupið. Önnur færði mér salttöflu og hin orkudrykkjarflösku. Auðvitað var maður of þreyttur til að spyrja þær til nafns en þið stelpur sem komuð að mér sitjandi við stein: Bestu þakkir! Þessir vinargreiðar voru ómetanlegir.“ Þá segist hann hafa náð að ljúka við síðasta kafla hlaupsins með því að söngla í sífellu stef úr laginu Kvaðning með Skálmöld. „Höldum nú á feigðarinnar fund, þetta ferðalag er köllun vor og saga. Vaskir menn á vígamóðri stund og Valhöll bíður okkar allra þá.“ „Gleðin við að komast á leiðarenda var engu lík. Við getum öll verið meistarar í eigin lífi, á okkar eigin forsendum. Eitt sinn átti ég mér þá von að komast á Ólympíuleikana en svo sér maður að ekki geta allir draumar ræst. Lífið er langhlaup og best að fara - eftir því sem tök eru á - þá leið sem liggur næst hug manns og hjarta. Njótum dagsins!“ segir hann að lokum.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Hlaup Heilsa Hrunamannahreppur Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira