Öll fjögur hlaupin undir Mýrdalsjökli komið að óvörum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. júlí 2024 20:31 Magnús Tumi ræddi jökulhlaupið og yfirstandandi jarðhræringatímabil hér á landi í Kvöldfréttum. Vísir/Vilhelm Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli er í rénun. Prófessor í jarðeðlisfræði segir öll fjögur jökulhlaupin sem hafa orðið úr jöklinum eftir Kötlugos 1918 hafa komið án fyrirvara. Af þeim hafi jökulhlaupið í gær verið það minnsta. Magnús Tumi Guðmundsson ræddi við Sindra í Kvöldfréttum. Aðspurður segir hann atburðinn ekki teljast stór en hann sé sá fjórði af þessu tagi í Mýrdalsjökli eftir stóra Kötlugosið 1918. „Og 1955 kom hlaup, og tók býr. 1999 kom [hlaup] í jökulá á Sólheimasandi. Svo kom hlaupið 2011 sem tók brúna við Múlakvísl og svo þessi núna sem skemmti veginn en tók þó ekki brúna,“ segir Magnús Tumi. Hlaupið í gær hafi verið minnsti atburðurinn af þeim fjórum sem hann taldi upp en þó valdið verulegum skemmdum. „Þetta er jarðhiti sem veldur þessu. Það er mjög athyglisvert að við erum að sjá þetta í fjórða sinn og í öllum tilfellum kemur þetta okkur að óvörum. Það hefur ekki verið hægt að spá þessu.“ Skjálftar að hlaupi loknu Það var skjálftavirkni í Mýrdalsjökli í nótt, eru þið enn á því að hún sé ekki fyrirboði um gos? „Þetta sjáum við þegar það koma hlaup. Þau eru flest svo lítil að við vitum eiginlega ekkert af þeim. En á tíu, tuttugu ára fresti hafa komið þessir atburðir sem eru þetta stórir að þeir skemma.“ Magnús Tumi segir jökulhlaup alla jafna verða á tímabilinu lok júní til seint í júlí. „Það er þá þegar vatnsrennslið tengist inn í öskjuna þar sem jarðhitinn er, og ef það hefur safnast mikið vatn í einhvern sigkatlanna, eins og hefur gerst, þá fáum við þessi hlaup sem verða. Og þá minnkar vatnsþrýstingurinn og breytist í kerfið og það virðist framkalla jarðskjálftana,“ segir Magnús Tumi. Jarðskjálftarnir komi eftir á, en ekki fyrir, eins og í flestum eldgosum. Kemur í öldum Sindri bendir á að undanfarin fjögur ár hafi Magnús Tumi verið tíður gestur í fjölmiðlum vegna jarðhræringa hér á landi. Hann spyr hvort nú sé gengið í garð tímabil mikilla jarðhræringa. „Það verða eldgos á Íslandi að meðaltali á tveggja, þriggja ára fresti ef við teljum þessi gos sem verða núna í Kröflueldum, tíu gos og svo framvegis. Það koma tímabil þar sem mikið er að gerast og við erum þar núna varðandi Grindavíkursvæðið eða Reykjanesskagann.“ Því muni linna, en ekki sé hægt að segja til hvenær. Þá komi rólegri tímabil inn á milli. „Það kom Eyjafjallajökulsgos 2010 og svo kom Grímsvatnagos 2011. Og svo í Holuhrauni og Öskjusigi í Bárðarbungu 2014-15. Það var mjög mikið að gerast á þessum tíma og þetta kemur svona í öldum. Þannig að við verðum bara að taka því. Þetta er eitthvað sem fylgir því að búa á Íslandi.“ Náttúruhamfarir Mýrdalshreppur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson ræddi við Sindra í Kvöldfréttum. Aðspurður segir hann atburðinn ekki teljast stór en hann sé sá fjórði af þessu tagi í Mýrdalsjökli eftir stóra Kötlugosið 1918. „Og 1955 kom hlaup, og tók býr. 1999 kom [hlaup] í jökulá á Sólheimasandi. Svo kom hlaupið 2011 sem tók brúna við Múlakvísl og svo þessi núna sem skemmti veginn en tók þó ekki brúna,“ segir Magnús Tumi. Hlaupið í gær hafi verið minnsti atburðurinn af þeim fjórum sem hann taldi upp en þó valdið verulegum skemmdum. „Þetta er jarðhiti sem veldur þessu. Það er mjög athyglisvert að við erum að sjá þetta í fjórða sinn og í öllum tilfellum kemur þetta okkur að óvörum. Það hefur ekki verið hægt að spá þessu.“ Skjálftar að hlaupi loknu Það var skjálftavirkni í Mýrdalsjökli í nótt, eru þið enn á því að hún sé ekki fyrirboði um gos? „Þetta sjáum við þegar það koma hlaup. Þau eru flest svo lítil að við vitum eiginlega ekkert af þeim. En á tíu, tuttugu ára fresti hafa komið þessir atburðir sem eru þetta stórir að þeir skemma.“ Magnús Tumi segir jökulhlaup alla jafna verða á tímabilinu lok júní til seint í júlí. „Það er þá þegar vatnsrennslið tengist inn í öskjuna þar sem jarðhitinn er, og ef það hefur safnast mikið vatn í einhvern sigkatlanna, eins og hefur gerst, þá fáum við þessi hlaup sem verða. Og þá minnkar vatnsþrýstingurinn og breytist í kerfið og það virðist framkalla jarðskjálftana,“ segir Magnús Tumi. Jarðskjálftarnir komi eftir á, en ekki fyrir, eins og í flestum eldgosum. Kemur í öldum Sindri bendir á að undanfarin fjögur ár hafi Magnús Tumi verið tíður gestur í fjölmiðlum vegna jarðhræringa hér á landi. Hann spyr hvort nú sé gengið í garð tímabil mikilla jarðhræringa. „Það verða eldgos á Íslandi að meðaltali á tveggja, þriggja ára fresti ef við teljum þessi gos sem verða núna í Kröflueldum, tíu gos og svo framvegis. Það koma tímabil þar sem mikið er að gerast og við erum þar núna varðandi Grindavíkursvæðið eða Reykjanesskagann.“ Því muni linna, en ekki sé hægt að segja til hvenær. Þá komi rólegri tímabil inn á milli. „Það kom Eyjafjallajökulsgos 2010 og svo kom Grímsvatnagos 2011. Og svo í Holuhrauni og Öskjusigi í Bárðarbungu 2014-15. Það var mjög mikið að gerast á þessum tíma og þetta kemur svona í öldum. Þannig að við verðum bara að taka því. Þetta er eitthvað sem fylgir því að búa á Íslandi.“
Náttúruhamfarir Mýrdalshreppur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira