Farangurinn varð eftir og þurfa að keyra hringinn til að ná í hann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. júlí 2024 19:00 Ferðamenn á Suðausturlandi hafa lent í ýmsu eftir að stórt jökulhlaup kom úr Mýrdalsjökli í gær. Björn Þór Ólafsson oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps segir marga ferðamenn í Vík vegna ástandsins. Vísir Jökulhlaupið í Mýrdalsjökli og lokanir á þjóðveginum hafa haft margvísleg áhrif á ferðamenn og ferðaþjónustu á svæðinu. Ferðir hafa verið felldar niður, miklar breytingar hafa orðið á bókunum og dæmi eru um að fólk hafi misst af flugi. Þjóðvegurinn við ánna Skálm fór í sundur í hlaupinu í gær á sjö hundruð metra kafla og þurfti að loka kaflanum milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs meðan unnið var að viðgerð. Þetta hefur haft mikil áhrif á marga ferðamenn á svæðinu sem hafa þurft að breyta ferðatilhögun sinni, afbóka herbergi, bóka ný og dæmi eru um að fólk hafi misst af flugi. Margir innlyksa í Vík Björn Þór Ólafsson oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps segir nóg að gera í Vík þar sem margir ferðamenn hafa orðið innlyksa. „Við erum alveg vön svona ástandi yfir vetrartímann þegar vegir lokast en síður á sumrin. Það eru allar verslanir og veitingastaðir fullar af ferðmönnum. Ég heyrði í gærkvöldi af móður með þrjú börn sem þurfti gistingu hér í Vík vegna lokunarinnar en hún en var búin að bóka á Kirkjubæjarklaustri. Þá rekur fjölskylda mín ferðaþjónustu í Reynishverfi og þar voru gestir sem skruppu í Jökulsárlón í gær og hafa ekki komist til baka. Farangurinn varð hins vegar eftir. Þessir ferðamenn þurfa að keyra hringinn til Víkur til að nálgast dótið sitt,“ segir hann. Allir rólegir Ferðamenn virðist þó taka ástandinu með ró. „ Leiðsögumaður upp í Kötlujökli var með ferðamenn í íshellaferða í gær þegar hann fékk tilkynningu um jökulhlaupið og blés því ferðina af. Ferðamennirnir á staðnum urðu hins vegar bara fýldir yfir því og voru ekkert að stressa sig yfir því að það gæti komið eldgos,“ segir hann. Því hefur lengi verið spáð að Katla fari að gjósa og að jökulhlaup geti verið undanfari þess. Björn segir íbúa vel meðvitaða um þá hættu. „Það er alltaf smá hræðsla í fólki að Katla fari að gjósa en við teljum okkur vera þokkalega vel undirbúin ef til þess kemur,“ segir hann að lokum. Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Þjóðvegurinn við ánna Skálm fór í sundur í hlaupinu í gær á sjö hundruð metra kafla og þurfti að loka kaflanum milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs meðan unnið var að viðgerð. Þetta hefur haft mikil áhrif á marga ferðamenn á svæðinu sem hafa þurft að breyta ferðatilhögun sinni, afbóka herbergi, bóka ný og dæmi eru um að fólk hafi misst af flugi. Margir innlyksa í Vík Björn Þór Ólafsson oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps segir nóg að gera í Vík þar sem margir ferðamenn hafa orðið innlyksa. „Við erum alveg vön svona ástandi yfir vetrartímann þegar vegir lokast en síður á sumrin. Það eru allar verslanir og veitingastaðir fullar af ferðmönnum. Ég heyrði í gærkvöldi af móður með þrjú börn sem þurfti gistingu hér í Vík vegna lokunarinnar en hún en var búin að bóka á Kirkjubæjarklaustri. Þá rekur fjölskylda mín ferðaþjónustu í Reynishverfi og þar voru gestir sem skruppu í Jökulsárlón í gær og hafa ekki komist til baka. Farangurinn varð hins vegar eftir. Þessir ferðamenn þurfa að keyra hringinn til Víkur til að nálgast dótið sitt,“ segir hann. Allir rólegir Ferðamenn virðist þó taka ástandinu með ró. „ Leiðsögumaður upp í Kötlujökli var með ferðamenn í íshellaferða í gær þegar hann fékk tilkynningu um jökulhlaupið og blés því ferðina af. Ferðamennirnir á staðnum urðu hins vegar bara fýldir yfir því og voru ekkert að stressa sig yfir því að það gæti komið eldgos,“ segir hann. Því hefur lengi verið spáð að Katla fari að gjósa og að jökulhlaup geti verið undanfari þess. Björn segir íbúa vel meðvitaða um þá hættu. „Það er alltaf smá hræðsla í fólki að Katla fari að gjósa en við teljum okkur vera þokkalega vel undirbúin ef til þess kemur,“ segir hann að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira