Ferðamenn festu bíl á Fjallabaksleið nyrðri Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júlí 2024 14:45 Fólkið festi bílinn í Jökulgilskvísl á Fjallabaksleið nyrðri. Það er ekki ólíklegt að þau hafi ætlað að fara hjáleið vegna lokunarinnar á hringveginum. Landsbjörg Ferðamenn festu bíl af gerðinni Dacia Duster í Jökulgilskvísl rétt vestan við Kýlinga á Fjallabaksleið nyrðri rétt fyrir hádegi í dag. Björgunarsveitir brugðust skjótt við, komu fólkinu til bjargar og fjarlægðu bílinn úr ánni. Rétt fyrir hádegi barst Hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Landmannalaugum útkall vegna málsins. Félagar úr björgunarsveitinni Ægi í Garði voru að ljúka hálendisvakt í dag, en þeir brugðust skjótt við og héldu á staðinn. Voru gegnblaut og köld „Þegar að var komið var fólkið komið út úr bílnum og hélt til á þaki hans. Björgunarmaður með straumvatns-björgunarbúnað óð til þeirra og aðstoðaði fólkið í land. Þau voru gegnblaut, mikið vatn hafði flætt inn í bíl þeirra, og talsvert köld,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Björgunarmaður með straumvatnsbjörgunarbúnað óð til fólksins og kom þeim í land.Landsbjörg Ferðamennirnir voru vafnir í ullarteppi þegar þau komu í land og færð í bíl björgunarsveitarinnar. Bíllinn var losaður úr ánni, reyndist gangfær, og var fluttur að Landmannalaugum ásamt fólkinu, þar sem þeirra beið heitt kakó og vel kynt hús. Hjáleið fyrir vel útbúna bíla Hringvegurinn er eins og sakir standa lokaður milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs, en miklar skemmdir eru á veginum á um 700 metra kafla eftir jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í gær. Sérútbúnir bílar geta keyrt hjáleið um Fjallabaksleið nyrðra, en vegna mikillar úrkomu getur sú leið líka orðið illfær. Fjallabaksleið nyrðri er fær vel útbúnum bílum.Landsbjörg Gul veðurviðvörun er á Suðurlandi, Suðausturlandi og Miðhálendinu vegna mikillar úrkomu, og búast má við vatnavöxtum í ám og geta vöð yfir ár orðið ófær. Bíllinn sat pikkfastur og talsvert vatn hafði flætt inn í hann.Landsbjörg Rangárþing ytra Björgunarsveitir Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Sjá meira
Rétt fyrir hádegi barst Hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Landmannalaugum útkall vegna málsins. Félagar úr björgunarsveitinni Ægi í Garði voru að ljúka hálendisvakt í dag, en þeir brugðust skjótt við og héldu á staðinn. Voru gegnblaut og köld „Þegar að var komið var fólkið komið út úr bílnum og hélt til á þaki hans. Björgunarmaður með straumvatns-björgunarbúnað óð til þeirra og aðstoðaði fólkið í land. Þau voru gegnblaut, mikið vatn hafði flætt inn í bíl þeirra, og talsvert köld,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Björgunarmaður með straumvatnsbjörgunarbúnað óð til fólksins og kom þeim í land.Landsbjörg Ferðamennirnir voru vafnir í ullarteppi þegar þau komu í land og færð í bíl björgunarsveitarinnar. Bíllinn var losaður úr ánni, reyndist gangfær, og var fluttur að Landmannalaugum ásamt fólkinu, þar sem þeirra beið heitt kakó og vel kynt hús. Hjáleið fyrir vel útbúna bíla Hringvegurinn er eins og sakir standa lokaður milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs, en miklar skemmdir eru á veginum á um 700 metra kafla eftir jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í gær. Sérútbúnir bílar geta keyrt hjáleið um Fjallabaksleið nyrðra, en vegna mikillar úrkomu getur sú leið líka orðið illfær. Fjallabaksleið nyrðri er fær vel útbúnum bílum.Landsbjörg Gul veðurviðvörun er á Suðurlandi, Suðausturlandi og Miðhálendinu vegna mikillar úrkomu, og búast má við vatnavöxtum í ám og geta vöð yfir ár orðið ófær. Bíllinn sat pikkfastur og talsvert vatn hafði flætt inn í hann.Landsbjörg
Rangárþing ytra Björgunarsveitir Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Sjá meira