Meiðslamartröð Man Utd heldur áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2024 10:21 Byrjunarlið Manchester United í nótt. Manchester United Manchester United tapaði 2-1 gegn Arsenal er liðin mættust í vináttuleik í Bandaríkjunum í nótt. Rasmus Höjlund kom Man United yfir áður en hann fór meiddur af velli. Leny Yoro, hinn nýi miðvörður Manchester-liðsins, fór einnig af velli meiddur. Á síðustu leiktíð átti Erik Ten Hag í stökustu vandræðum með að stilla upp sínu sterkasta liði vegna meiðsla. Þá sérstaklega í öftustu línu en leikmenn á borð við Luke Shaw og Lisandro Martínez voru varla með alla leiktíðina þar sem þeir voru að glíma við ýmis meiðsli. Krísan var svo mikil að miðvörðurinn Jonny Evans, nú 36 ára, endaði á að spila 30 leiki í öllum keppnum þó svo hann væri að glíma við meiðsli sjálfur. Evans var upprunalega fenginn inn sem fimmti kostur í miðvarðarstöðuna. Hvað leikinn sem fram fór í nótt varðar þá skoraði Höjlund eftir aðeins tíu mínútna leik en hann fór þá illa með vörn Arsenal og skoraði úr þröngu færi. Hann var hins vegar farinn meiddur af velli sex mínútum síðar. A proper no.9's finish 👌#MUFC || #MUTOUR24— Manchester United (@ManUtd) July 28, 2024 Gabriel Jesus hafði jafnað metin áður en Yoro fór meiddur af velli þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Bæði lið gerðu urmul af skiptingum í hálfleik og síðari hálfleik en á endanum var það Gabriel Martinelli sem tryggði Skyttunum sigur með marki á 81. mínútu. Man United's newest signing Leny Yoro comes off with an injury against Arsenal. pic.twitter.com/djWD79rMik— ESPN FC (@ESPNFC) July 28, 2024 Lokatölur 2-1 en þar sem um var að ræða vináttuleik í Bandaríkjunum var eðlilega vítaspyrnu keppni að leik loknum, hana vann Man Utd 5-4. ℹ️ The boss has provided an injury update on @Leny_Yoro and Rasmus Hojlund.#MUFC || #MUTOUR24— Manchester United (@ManUtd) July 28, 2024 „Það er auðvitað of stutt síðan til að segja til núna. Við þurfum að bíða, á næstu 24 tímunum ættum við að vita meira. Við förum mjög varlega, sérstaklega með Leny. Hann hafði aðeins verið með á helmingi æfinganna og er að sjálfsögðu mjög svekktur að þurfa koma af velli. En reynum að vera jákvæðir og sjá hvað gerist,“ sagði Ten Hag að leik loknum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hneykslanleg handtaka Hill vekur hörð viðbrögð: „Ég er í áfalli“ Sport Árásarmaður úgöndsku hlaupakonunnar látinn Sport Uppgjörið: Ísland - Wales 1-2 | Sanngjarn sigur gestanna í mikilvægum leik Fótbolti Líður eins og hún geti sagt Þóri allt Handbolti Hetja Tyrkja gegn Íslandi lifði af mikinn harmleik Fótbolti Hún slær fastar en bestu strákarnir Sport Keypti skyrtu rétt fyrir útsendingu: „Er í veseni með brjóstin“ Sport Fótboltamaður dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi Fótbolti Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri og Gylfi fá falleinkunn Fótbolti Fleiri fréttir Banna Chelsea stelpunum að gefa eiginhandaráritanir eftir leiki Rashford æfir hnefaleika Áfall fyrir Arsenal rétt fyrir rosalega viku Van Dijk vill vera áfram hjá Liverpool Tilbúinn að kaupa Boehly út Vill gera fjölskylduna stolta en það getur reynst þrautin þyngri Rooney kann enn að gera glæsimörk Ron Yeats látinn Romeo Beckham leggur skóna á hilluna Mendy mætir Man City í dómsal Emma Hayes: Karlarnir ekki tilbúnir fyrir kvenþjálfara Mjög afdrifaríkur hnerri Það besta í lífinu hjá Ödegaard Chelsea leyfir Cole Palmer ekki að spila í Evrópukeppninni í vetur Heillaður af stráknum sem fór frá Chelsea til Liverpool Kallar Man. Utd liðið FC Hollywood Chelsea fær leyfi til að „redda sér“ með því að selja tvö hótel Tjáði sig loks eftir að hafa hafnað Liverpool „Tilgangslaust“ að ræða um ensku stjörnurnar sem Heimir getur ekki notað Guardiola birtist óvænt á bókasafni í Osló Enska liðið missir þrjá öfluga menn fyrir leikinn á móti Heimi Steve Bruce fær enn starf í enska boltanum Leicester City vann áfrýjunina Besta byrjunin á öldinni í bestu deildunum Bamba verður minnst um helgina Metin kolféllu í kaupum á fótboltakonum Lýsa yfir fullum stuðningi við Ten Hag Slot fór í saumana á öruggum sigri sinna manna á Old Trafford Nýr miðjumaður Arsenal frá næstu tvo mánuðina Neita að selja Trossard Sjá meira
Á síðustu leiktíð átti Erik Ten Hag í stökustu vandræðum með að stilla upp sínu sterkasta liði vegna meiðsla. Þá sérstaklega í öftustu línu en leikmenn á borð við Luke Shaw og Lisandro Martínez voru varla með alla leiktíðina þar sem þeir voru að glíma við ýmis meiðsli. Krísan var svo mikil að miðvörðurinn Jonny Evans, nú 36 ára, endaði á að spila 30 leiki í öllum keppnum þó svo hann væri að glíma við meiðsli sjálfur. Evans var upprunalega fenginn inn sem fimmti kostur í miðvarðarstöðuna. Hvað leikinn sem fram fór í nótt varðar þá skoraði Höjlund eftir aðeins tíu mínútna leik en hann fór þá illa með vörn Arsenal og skoraði úr þröngu færi. Hann var hins vegar farinn meiddur af velli sex mínútum síðar. A proper no.9's finish 👌#MUFC || #MUTOUR24— Manchester United (@ManUtd) July 28, 2024 Gabriel Jesus hafði jafnað metin áður en Yoro fór meiddur af velli þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Bæði lið gerðu urmul af skiptingum í hálfleik og síðari hálfleik en á endanum var það Gabriel Martinelli sem tryggði Skyttunum sigur með marki á 81. mínútu. Man United's newest signing Leny Yoro comes off with an injury against Arsenal. pic.twitter.com/djWD79rMik— ESPN FC (@ESPNFC) July 28, 2024 Lokatölur 2-1 en þar sem um var að ræða vináttuleik í Bandaríkjunum var eðlilega vítaspyrnu keppni að leik loknum, hana vann Man Utd 5-4. ℹ️ The boss has provided an injury update on @Leny_Yoro and Rasmus Hojlund.#MUFC || #MUTOUR24— Manchester United (@ManUtd) July 28, 2024 „Það er auðvitað of stutt síðan til að segja til núna. Við þurfum að bíða, á næstu 24 tímunum ættum við að vita meira. Við förum mjög varlega, sérstaklega með Leny. Hann hafði aðeins verið með á helmingi æfinganna og er að sjálfsögðu mjög svekktur að þurfa koma af velli. En reynum að vera jákvæðir og sjá hvað gerist,“ sagði Ten Hag að leik loknum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hneykslanleg handtaka Hill vekur hörð viðbrögð: „Ég er í áfalli“ Sport Árásarmaður úgöndsku hlaupakonunnar látinn Sport Uppgjörið: Ísland - Wales 1-2 | Sanngjarn sigur gestanna í mikilvægum leik Fótbolti Líður eins og hún geti sagt Þóri allt Handbolti Hetja Tyrkja gegn Íslandi lifði af mikinn harmleik Fótbolti Hún slær fastar en bestu strákarnir Sport Keypti skyrtu rétt fyrir útsendingu: „Er í veseni með brjóstin“ Sport Fótboltamaður dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi Fótbolti Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri og Gylfi fá falleinkunn Fótbolti Fleiri fréttir Banna Chelsea stelpunum að gefa eiginhandaráritanir eftir leiki Rashford æfir hnefaleika Áfall fyrir Arsenal rétt fyrir rosalega viku Van Dijk vill vera áfram hjá Liverpool Tilbúinn að kaupa Boehly út Vill gera fjölskylduna stolta en það getur reynst þrautin þyngri Rooney kann enn að gera glæsimörk Ron Yeats látinn Romeo Beckham leggur skóna á hilluna Mendy mætir Man City í dómsal Emma Hayes: Karlarnir ekki tilbúnir fyrir kvenþjálfara Mjög afdrifaríkur hnerri Það besta í lífinu hjá Ödegaard Chelsea leyfir Cole Palmer ekki að spila í Evrópukeppninni í vetur Heillaður af stráknum sem fór frá Chelsea til Liverpool Kallar Man. Utd liðið FC Hollywood Chelsea fær leyfi til að „redda sér“ með því að selja tvö hótel Tjáði sig loks eftir að hafa hafnað Liverpool „Tilgangslaust“ að ræða um ensku stjörnurnar sem Heimir getur ekki notað Guardiola birtist óvænt á bókasafni í Osló Enska liðið missir þrjá öfluga menn fyrir leikinn á móti Heimi Steve Bruce fær enn starf í enska boltanum Leicester City vann áfrýjunina Besta byrjunin á öldinni í bestu deildunum Bamba verður minnst um helgina Metin kolféllu í kaupum á fótboltakonum Lýsa yfir fullum stuðningi við Ten Hag Slot fór í saumana á öruggum sigri sinna manna á Old Trafford Nýr miðjumaður Arsenal frá næstu tvo mánuðina Neita að selja Trossard Sjá meira