„Það er erfitt að brjóta okkur niður“ Hinrik Wöhler skrifar 26. júlí 2024 21:30 Ásta Eir Árnadóttir skoraði sitt fyrsta mark í Bestu deildinni í sumar. Vísir/Vilhelm Ásta Eir Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, skoraði eina mark leiksins þegar liðið sigraði Fylki á heimavelli í 14. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Þrátt fyrir sigur fannst Ástu frammistaðan ekki upp á marga fiska. „Þetta var ekkert spes, mér fannst við eiga fína spilkafla í fyrri hálfleik en frekar „sloppy“. Oft á tíðum lélegar sendingar og við þurftum að hlaupa að þeim. Mjög gott þó að klára þetta,“ sagði Ásta Eir eftir leikinn. Blikar voru með góð tök á leiknum og sóttu mikið að marki Fylkis. Þær náðu þó aðeins einu sinni að koma boltanum fram hjá Tinnu Brá Magnúsdóttur í marki Fylkis. „Við vorum að komast inn í teiginn en það vantaði aðeins sjálfstraust eða eitthvað til þess að skjóta á markið og reyna á markmanninn. Við ætluðum bara að rekja hann inn en ég held að þessar sem voru þarna frammi vita best hvernig eigi að klára þetta. Við vorum ekki alveg að opna þær nægilega vel. Mér fannst þó aldrei nein hætta, þær fengu ekki færi þó þær lágu aðeins á okkur í lokin. Vorum góðar til baka og engin opin færi frá þeim,“ sagði Ásta um sóknarleik liðsins. Þetta er fimmti leikurinn í röð sem Breiðablik sigrar og hafa haldið hreinu í þeim öllum. Ásta er að vonum sátt með varnarleikinn í undanförnum leikjum. „Mjög gott, við erum að færa vel og erum þéttar, það er erfitt að brjóta okkur niður. Við erum sáttar með að halda markinu hreinu, svo lengi sem við skorum.“ Eftir stuttan darraðardans í vítateignum fór skot Ástu í markið í upphafi leiks. Hún var ekki í miklum vafa um að markið væri hennar þegar hún var spurð. „Ég ætla rétt að vona það, ég setti hann á nær. Kannski smá viðkoma en það var mjög gott að skora,“ sagði Ásta Eir glettin á svip að lokum. Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Fyrsti stórleikur nýja stjórans Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
„Þetta var ekkert spes, mér fannst við eiga fína spilkafla í fyrri hálfleik en frekar „sloppy“. Oft á tíðum lélegar sendingar og við þurftum að hlaupa að þeim. Mjög gott þó að klára þetta,“ sagði Ásta Eir eftir leikinn. Blikar voru með góð tök á leiknum og sóttu mikið að marki Fylkis. Þær náðu þó aðeins einu sinni að koma boltanum fram hjá Tinnu Brá Magnúsdóttur í marki Fylkis. „Við vorum að komast inn í teiginn en það vantaði aðeins sjálfstraust eða eitthvað til þess að skjóta á markið og reyna á markmanninn. Við ætluðum bara að rekja hann inn en ég held að þessar sem voru þarna frammi vita best hvernig eigi að klára þetta. Við vorum ekki alveg að opna þær nægilega vel. Mér fannst þó aldrei nein hætta, þær fengu ekki færi þó þær lágu aðeins á okkur í lokin. Vorum góðar til baka og engin opin færi frá þeim,“ sagði Ásta um sóknarleik liðsins. Þetta er fimmti leikurinn í röð sem Breiðablik sigrar og hafa haldið hreinu í þeim öllum. Ásta er að vonum sátt með varnarleikinn í undanförnum leikjum. „Mjög gott, við erum að færa vel og erum þéttar, það er erfitt að brjóta okkur niður. Við erum sáttar með að halda markinu hreinu, svo lengi sem við skorum.“ Eftir stuttan darraðardans í vítateignum fór skot Ástu í markið í upphafi leiks. Hún var ekki í miklum vafa um að markið væri hennar þegar hún var spurð. „Ég ætla rétt að vona það, ég setti hann á nær. Kannski smá viðkoma en það var mjög gott að skora,“ sagði Ásta Eir glettin á svip að lokum.
Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Fyrsti stórleikur nýja stjórans Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira