Óbreyttir bændur í Mýrdalnum hafi ekki efni á malbiki Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. júlí 2024 10:59 Íris segir óbreytta bændur ekki hafa efni á malbiki. Vísir/Samsett Íris Guðnadóttir, talsmaður landeigenda í Reynisfjöru, segir mál manns sem var ofrukkaður fyrir bílastæði við Reynisfjöru vera leiðan misskilning sem búið er að kippa í lag. Ekki sé verið að okra á ferðamönnum heldur borga fyrir nauðsynlega innviði. Adolf Ingi Erlingsson leiðsögumaður lýsti því í Bítinu í gær að hann hefði fengið ættingja erlendis frá í heimsókn til Íslands og þeir hefðu fengið bíl hans lánaðan til að ferðast um Suðurlandið. Þeir hafi verið rukkaðir margfalt verð fyrir bílastæðu við Reynisfjöru þó að þegar hafi verið greitt fyrir stæðið. Hann sagði farir sínar ekki sléttar af fyrirtækinu MyParking og sagði ferðaþjónustuna hafa það að ásettu marki að okra eins og völ er á á ferðamönnum sem koma til landsins. Eðlilegar skýringar Íris segir strax hafa farið að kanna málið og krafan var snarlega lögð niður. Hún segir eiga sér eðlilegar skýringar. „Það sem kom upp á þarna var að við í Reynisfjöru hófum að taka aðstöðugjald fyrir fólk sem leggur hjá okkur, byrjuðum í júlí í fyrra. Við sendum þá út fréttatilkynningu og gáfum mjög góðan aðlögunartíma. Það var svo í apríl sem við fórum að taka sektir fyrir þá sem ekki greiddu,“ segir Íris. Gjaldskráin endurskoðuð Hún segir svipað mál hafa komið upp stuttu eftir að hafið var að taka sektir og þá hafi verið farið í endurskoðun á gjaldskránni. Gengið hafi verið út frá því að nota sömu eða svipaðar gjaldskrár og aðrir ferðamannaáfangastaðir á Suðurlandi. Þeir hafi flestir haft flokkunarkerfi eftir stærð og sætafjölda bíla og rukkað samkvæmt því. „En við ákváðum í maí að þetta væri bara mjög óheppilegt og breyttum þá og sögðum að við ætlum að hafa sama gjald fyrir alveg upp í níu manna bíla. Svo virðist sem að það hafi verið gerð breyting á heimasíðunni en ekki í appinu og svo hefur farið út þessi sekt. En það er búið að laga þetta allt saman núna og nú ætti bara að vera eitt gjald,“ segir Íris og bætir við að um leiðan misskilning hafi verið að ræða. Óbreyttir bændur í Mýrdalnum Hún gefur lítið fyrir gagnrýni Adolfs um að erfitt sé að ná sambandi við innheimtufyrirtæki í ferðaþjónustunni. Það sé orðið lenskan að það sé ekki greitt og aðgengilegt símanúmer á öll fyrirtæki. Kannski væri þó sniðugt að innleiða spjallmenni sem gæti aðstoðað viðskiptavini sjálfvirkt. Íris segir einnig að ekki sé verið að okra á ferðamönnum með slíkum gjaldskrám heldur borga fyrir innviði og öryggi. Unnið sé að því að malbika og merkja bílastæðið við Reynisfjöru í því skyni að gera áfangastaðinn öruggari og aðgengilegri ferðamönnum. „Við erum bara óbreyttir bændur í Mýrdalnum við eigum ekki peninga fyrir malbiki,“ segir Íris. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Reynisfjara Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Fleiri fréttir Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Sjá meira
Adolf Ingi Erlingsson leiðsögumaður lýsti því í Bítinu í gær að hann hefði fengið ættingja erlendis frá í heimsókn til Íslands og þeir hefðu fengið bíl hans lánaðan til að ferðast um Suðurlandið. Þeir hafi verið rukkaðir margfalt verð fyrir bílastæðu við Reynisfjöru þó að þegar hafi verið greitt fyrir stæðið. Hann sagði farir sínar ekki sléttar af fyrirtækinu MyParking og sagði ferðaþjónustuna hafa það að ásettu marki að okra eins og völ er á á ferðamönnum sem koma til landsins. Eðlilegar skýringar Íris segir strax hafa farið að kanna málið og krafan var snarlega lögð niður. Hún segir eiga sér eðlilegar skýringar. „Það sem kom upp á þarna var að við í Reynisfjöru hófum að taka aðstöðugjald fyrir fólk sem leggur hjá okkur, byrjuðum í júlí í fyrra. Við sendum þá út fréttatilkynningu og gáfum mjög góðan aðlögunartíma. Það var svo í apríl sem við fórum að taka sektir fyrir þá sem ekki greiddu,“ segir Íris. Gjaldskráin endurskoðuð Hún segir svipað mál hafa komið upp stuttu eftir að hafið var að taka sektir og þá hafi verið farið í endurskoðun á gjaldskránni. Gengið hafi verið út frá því að nota sömu eða svipaðar gjaldskrár og aðrir ferðamannaáfangastaðir á Suðurlandi. Þeir hafi flestir haft flokkunarkerfi eftir stærð og sætafjölda bíla og rukkað samkvæmt því. „En við ákváðum í maí að þetta væri bara mjög óheppilegt og breyttum þá og sögðum að við ætlum að hafa sama gjald fyrir alveg upp í níu manna bíla. Svo virðist sem að það hafi verið gerð breyting á heimasíðunni en ekki í appinu og svo hefur farið út þessi sekt. En það er búið að laga þetta allt saman núna og nú ætti bara að vera eitt gjald,“ segir Íris og bætir við að um leiðan misskilning hafi verið að ræða. Óbreyttir bændur í Mýrdalnum Hún gefur lítið fyrir gagnrýni Adolfs um að erfitt sé að ná sambandi við innheimtufyrirtæki í ferðaþjónustunni. Það sé orðið lenskan að það sé ekki greitt og aðgengilegt símanúmer á öll fyrirtæki. Kannski væri þó sniðugt að innleiða spjallmenni sem gæti aðstoðað viðskiptavini sjálfvirkt. Íris segir einnig að ekki sé verið að okra á ferðamönnum með slíkum gjaldskrám heldur borga fyrir innviði og öryggi. Unnið sé að því að malbika og merkja bílastæðið við Reynisfjöru í því skyni að gera áfangastaðinn öruggari og aðgengilegri ferðamönnum. „Við erum bara óbreyttir bændur í Mýrdalnum við eigum ekki peninga fyrir malbiki,“ segir Íris.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Reynisfjara Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Fleiri fréttir Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Sjá meira