Andrea vann fimmtán hlaup á aðeins hundrað dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2024 08:30 Andrea Kolbeinsdóttir tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í tíu þúsund metra hlaupi í Ármannshlaupinu. Mynd: Frjálsíþróttadeild Ármanns Það hefur verið ekki hægt að treysta á íslenska verðið í sumar en það hefur verið nánast hægt að ganga að því vísu að íslenska hlaupakonan Andrea Kolbeinsdóttir sé að vinna hlaup einhvers staðar. Andrea hefur tekið þátt í alls konar hlaupum út um allt land í sumar og sum þeirra hafa líka verið erlendis. Dugnaðurinn og sigurgangan er engu öðru lík. Hvort sem það eru hlaup á braut, götuhlaup eða hlaup upp um fjöll og firnindi þá virðist Andrea alltaf vera á heimavelli. Ótrúlegir 98 dagar Það var því vel við hæfi að taka saman öll þessi hlaup sem Andrea hefur unnið. Arnar Pétursson og Andrea Kolbeinsdóttir hafa bæði verið mjög sigursæl í sumar.FRÍ Andrea vann alls fimmtán hlaup af öllum stærðum og gerðum frá 4. apríl til 13. júlí og varð að auki í sjötta sæti á Evrópumeistaramótinu í utanvegahlaupum í Frakklandi í júníbyrjun. Þessi fimmtán hlaup skiptast þannig: Átta utanvegahlaup, fjögur brautarhlaup og þrjú götuhlaup. Besta dæmi um magnaða sigurgöngu Andreu er þegar hún varð Íslandsmeistari í fimm hlaupagreinum á aðeins sex dögum um síðustu mánaðamót. Fimm Íslandsmeistaratitlar á sex dögum Andrea varð Íslandsmeistari í 3000 metra hindrunarhlaup á föstudegi, Íslandsmeistari í 1500 metra hlaupi á laugardegi, Íslandsmeistari í 5000 metra hlaupi á sunnudegi, Íslandsmeistari í 10 kílómetra götuhlaupi á þriðjudegi og loks Íslandsmeistari í hálfu maraþoni á fimmtudegi. Efstu þrír íslensku þátttakendur í maraþoninu í fyrra. Sigurjón Ernir Sturluson, Grétar Örn Guðmundsson og Jörundur Frímann Jónasson. Blómakransinn ber Andrea Kolbeinsdóttir sem vann í kvennaflokki.vísir / hulda margrét Oftar er ekki er Andrea að bursta þessi hlaup og að bæta met, bæði persónuleg met sem og mótsmet. Byrjaði allt í Króatíu Allt byrjaði þetta á Istria skaganum í Króatíu þegar hún vann 42 kílómetra utanvegahlaupið Istria by UTMB. Næsti sigur kom í Íslandsmeistaramótinu í 5 kílómetra götuhlaupi í lok apríl en það var fyrsti af sex Íslandsmeistaratitlum Andreu í sumar. Af þessum fimmtán hlaupum þá hefur Andrea unnið þrettán þeirra á Íslandi en tvö erlendis. Af þessum hlaupum hafa fjögur verið hlaup upp á 5 kílómetra eða minna en ellefu voru lengri hlaup. Laugavegurinn lengstur Lengsta hlaupið var Evrópumeistaramótið í utanvegahlaupum í Frakklandi sem var 58 kílómetrar en lengsta hlaupið sem Andrea vann var Laugavegurinn sem var 53 kílómetra utanvegahlaup. Andrea Kolbeinsdóttir var ansi þreytt í endamarkinu eftir sigurinn í Laugavegshlaupinu sem var fimmtánda hlaupið sem hún vann á 98 dögum.Laugavegurinn Andrea átti einnig magnað ár í fyrra en hún endaði þá í fjórða sætinu í kosningunni um Íþróttamann ársins. Hér fyrir neðan má listann yfir öll þessi hlaup sem Andrea hefur unnið. Sigurganga Andreu Kolbeinsdóttur á 98 dögum: 6. apríl - Istria by UTMB, 42km utanvegahlaup 25. apríl - Íslandsmeistari í 5km götuhlaupi 4. maí - 20km Puffin í Vestmannaeyjum, utanvegahlaup 18 .maí - 28km Akrfafjall Ultra, utanvegahlaup 20. maí - 17km Hvítasunnuhlaupið, utanvegahlaup 25. maí - 20km Mýrdalshlaupið, utanvegahlaup 1. júní - 58km Evrópumeistaramótið í utanvegahlaupum í Frakklandi (6. sæti) 15. júní - Mt. Esja Ultra Steinninn, utanvegahlaup 22. júní - 5000m hlaup á Smáþjóðameistaramótinu á Gibraltar 28. júní - Íslandsmeistari í 3000m hindrunarhlaupi 29. júní - Íslandsmeistari í 1500m 30. júní - Íslandsmeistari í 5000m 2. júlí - Íslandsmeistari í 10km, götuhlaup 4. júlí - Íslandsmeistari í hálfu maraþoni 6. júlí - 50km Dyrfjallahlaupið, utanvegahlaup 13. júlí - 53km Laugavegurinn, utanvegahlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Sjá meira
Andrea hefur tekið þátt í alls konar hlaupum út um allt land í sumar og sum þeirra hafa líka verið erlendis. Dugnaðurinn og sigurgangan er engu öðru lík. Hvort sem það eru hlaup á braut, götuhlaup eða hlaup upp um fjöll og firnindi þá virðist Andrea alltaf vera á heimavelli. Ótrúlegir 98 dagar Það var því vel við hæfi að taka saman öll þessi hlaup sem Andrea hefur unnið. Arnar Pétursson og Andrea Kolbeinsdóttir hafa bæði verið mjög sigursæl í sumar.FRÍ Andrea vann alls fimmtán hlaup af öllum stærðum og gerðum frá 4. apríl til 13. júlí og varð að auki í sjötta sæti á Evrópumeistaramótinu í utanvegahlaupum í Frakklandi í júníbyrjun. Þessi fimmtán hlaup skiptast þannig: Átta utanvegahlaup, fjögur brautarhlaup og þrjú götuhlaup. Besta dæmi um magnaða sigurgöngu Andreu er þegar hún varð Íslandsmeistari í fimm hlaupagreinum á aðeins sex dögum um síðustu mánaðamót. Fimm Íslandsmeistaratitlar á sex dögum Andrea varð Íslandsmeistari í 3000 metra hindrunarhlaup á föstudegi, Íslandsmeistari í 1500 metra hlaupi á laugardegi, Íslandsmeistari í 5000 metra hlaupi á sunnudegi, Íslandsmeistari í 10 kílómetra götuhlaupi á þriðjudegi og loks Íslandsmeistari í hálfu maraþoni á fimmtudegi. Efstu þrír íslensku þátttakendur í maraþoninu í fyrra. Sigurjón Ernir Sturluson, Grétar Örn Guðmundsson og Jörundur Frímann Jónasson. Blómakransinn ber Andrea Kolbeinsdóttir sem vann í kvennaflokki.vísir / hulda margrét Oftar er ekki er Andrea að bursta þessi hlaup og að bæta met, bæði persónuleg met sem og mótsmet. Byrjaði allt í Króatíu Allt byrjaði þetta á Istria skaganum í Króatíu þegar hún vann 42 kílómetra utanvegahlaupið Istria by UTMB. Næsti sigur kom í Íslandsmeistaramótinu í 5 kílómetra götuhlaupi í lok apríl en það var fyrsti af sex Íslandsmeistaratitlum Andreu í sumar. Af þessum fimmtán hlaupum þá hefur Andrea unnið þrettán þeirra á Íslandi en tvö erlendis. Af þessum hlaupum hafa fjögur verið hlaup upp á 5 kílómetra eða minna en ellefu voru lengri hlaup. Laugavegurinn lengstur Lengsta hlaupið var Evrópumeistaramótið í utanvegahlaupum í Frakklandi sem var 58 kílómetrar en lengsta hlaupið sem Andrea vann var Laugavegurinn sem var 53 kílómetra utanvegahlaup. Andrea Kolbeinsdóttir var ansi þreytt í endamarkinu eftir sigurinn í Laugavegshlaupinu sem var fimmtánda hlaupið sem hún vann á 98 dögum.Laugavegurinn Andrea átti einnig magnað ár í fyrra en hún endaði þá í fjórða sætinu í kosningunni um Íþróttamann ársins. Hér fyrir neðan má listann yfir öll þessi hlaup sem Andrea hefur unnið. Sigurganga Andreu Kolbeinsdóttur á 98 dögum: 6. apríl - Istria by UTMB, 42km utanvegahlaup 25. apríl - Íslandsmeistari í 5km götuhlaupi 4. maí - 20km Puffin í Vestmannaeyjum, utanvegahlaup 18 .maí - 28km Akrfafjall Ultra, utanvegahlaup 20. maí - 17km Hvítasunnuhlaupið, utanvegahlaup 25. maí - 20km Mýrdalshlaupið, utanvegahlaup 1. júní - 58km Evrópumeistaramótið í utanvegahlaupum í Frakklandi (6. sæti) 15. júní - Mt. Esja Ultra Steinninn, utanvegahlaup 22. júní - 5000m hlaup á Smáþjóðameistaramótinu á Gibraltar 28. júní - Íslandsmeistari í 3000m hindrunarhlaupi 29. júní - Íslandsmeistari í 1500m 30. júní - Íslandsmeistari í 5000m 2. júlí - Íslandsmeistari í 10km, götuhlaup 4. júlí - Íslandsmeistari í hálfu maraþoni 6. júlí - 50km Dyrfjallahlaupið, utanvegahlaup 13. júlí - 53km Laugavegurinn, utanvegahlaup
Sigurganga Andreu Kolbeinsdóttur á 98 dögum: 6. apríl - Istria by UTMB, 42km utanvegahlaup 25. apríl - Íslandsmeistari í 5km götuhlaupi 4. maí - 20km Puffin í Vestmannaeyjum, utanvegahlaup 18 .maí - 28km Akrfafjall Ultra, utanvegahlaup 20. maí - 17km Hvítasunnuhlaupið, utanvegahlaup 25. maí - 20km Mýrdalshlaupið, utanvegahlaup 1. júní - 58km Evrópumeistaramótið í utanvegahlaupum í Frakklandi (6. sæti) 15. júní - Mt. Esja Ultra Steinninn, utanvegahlaup 22. júní - 5000m hlaup á Smáþjóðameistaramótinu á Gibraltar 28. júní - Íslandsmeistari í 3000m hindrunarhlaupi 29. júní - Íslandsmeistari í 1500m 30. júní - Íslandsmeistari í 5000m 2. júlí - Íslandsmeistari í 10km, götuhlaup 4. júlí - Íslandsmeistari í hálfu maraþoni 6. júlí - 50km Dyrfjallahlaupið, utanvegahlaup 13. júlí - 53km Laugavegurinn, utanvegahlaup
Frjálsar íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Sjá meira