„Þetta er í rauninni þvert á það sem við viljum sjá“ Eiður Þór Árnason skrifar 26. júlí 2024 06:54 Kjötætumataræðið einkennist af mikilli neyslu kjöts, eggja, smjörs og í sumum tilfellum fisks. Getty/thesomegirl Næringarfræðingur mælir gegn því að fólk fari á svokallað kjötætu- eða carnivoremataræði þar sem markmiðið er að borða nær eingöngu kjöt, egg og smjör í þeim tilgangi að bæta heilsufar sitt. Ávallt beri að taka upplýsingum um næringu og mataræði á samfélagsmiðlum með fyrirvara. Engar trefjar er að finna í kjöti, eggjum og smjöri og til lengri tíma litið er ástæða til að hafa áhyggjur af skorti af næringarefnum á borð við C-vítamín. Rannsóknir sýna að mikil kjötneysla eykur hættu á hjarta- og æðasjúkdómum og þá er rautt kjöt og sérstaklega unnar kjötvörur tengdar við hærri tíðni krabbameins í meltingarfærum. „Þetta er í rauninni þvert á það sem við viljum sjá. Við viljum sjá sem mesta fjölbreytni,“ segir Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir, næringarfræðingur og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Þar með talið fjölbreytt úrval af ávöxtum og grænmeti sem veiti mikið af næringarefnum. Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir, næringarfræðingur og aðjúnkt í næringarfræði við Háskóla Íslands.Aðsend Engar rannsóknir hafi komið fram sem styðji þá hugmynd að mataræði sem einskorðast við áðurnefndar dýraafurðir sé skynsamleg leið. Embætti landlæknis ráðleggur fólki að takmarka neyslu á rauðu kjöti við 500 grömm á viku og sérstaklega skuli takmarka neyslu á unnum kjötvörum. Þetta er sagt samsvara tveimur til þremur kjötmáltíðum á viku og smávegis af kjötáleggi. Þekkt að fólk geti upplifað tímabundnar breytingar á orkustigi Reynslusögur fólks á kjötætumataræðinu svokallaða hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum í nokkurn tíma. Hafa sumir til að mynda lýst því hvernig þeir hafi bætt líðan sína, heilsu og/eða orkustig með því að prófa mataræðið sem almennt heimilar einungis neyslu á kjöti, eggjum, fiski, vissum mjólkurvörum og vatni. Vilborg bendir á að um er að ræða einstaklingsbundna reynslu fólks og hún velti mjög á því hvernig mataræði þeirra eða heilsufarslegt ástand var fyrir breytinguna. Ef fólk minnki skyndilega kolvetnainntöku, sérstaklega eftir að hafa borðað mikið af sælgæti eða einhverju álíka, séu það þekkt skammtímaáhrif að orkan verði jafnari. Einnig sé þekkt að fólk í vægu svelti sem uppfylli ekki viðmið um orkuinntöku upplifi meiri orku og vissa vellíðunartilfinningu til skamms tíma. Þetta geti átt við um einstaklinga sem byrja á kjötætumataræðinu ef það útilokar öll kolvetni úr fæðu sinni og bætir ekki öðrum hitaeiningum inn í staðinn. „En eftir svona sex til átta vikur almennt séð þá myndu þau áhrif fjara út.“ „Svo má líka ekki gleyma að alveg sama hvað við erum að horfa á, hvort sem breytingar tengjast mataræði eða einhverju öðru þá er alltaf möguleiki á þessum lyfleysuáhrifum. Ef ég upplifi orkuleysi og ákveð sjálf að gera eitthvað í því, þá eru svona helmingslíkur á því að ég finni mun bara af því að ég tók af skarið og er að reyna sjálf að gera eitthvað jákvætt.“ „Þessar heilsufullyrðingar í kringum þetta eru aðallega byggðar á einstaklingssögum, reynslusögum og maður getur alveg trúað því að fólk finni mun,“ segir Vilborg. Frekar öfgakennd leið „Maður getur sagt að þetta sé svolítið öfgakennd leið að útiloka svona svakalega margt.“ „Ef við erum að pæla í því hvað er besta matarræðið, sem þessi umræða snýst oft um, hvað á maðurinn að borða, hvað er besta matarræðið, þá er þetta ekki málið.“ Það sé hins vegar ekkert það versta heldur. Vilborg segir kjötætumataræðið vera vissa útgáfu af hinu vinsæla ketó-mataræði sem hefur lengi verið í deiglunni og verið rannsakað ítarlega. „Það er alveg rétt að við sjáum jákvæðar heilsufarsbreytingar fyrstu sex til tólf mánuðina eða svo en meginvandamálið hér er að halda sig við þetta til lengri tíma, í ár eða út ævina, það er fyrir langflesta mjög óraunhæft. Það er ákveðið flækjustig ef maður ætlar að elda sér steik þrisvar á dag og ekki fjölbreytt fæði. Það er kannski einhverjum sem líkar þetta vel en fyrir flesta kannski er þetta ekki mjög spennandi að vera alltaf að borða það sama,“ segir Vilborg um rannsóknir á fólki á ketómataræði en líkt og áður segir hafa áhrif kjötætumataræðis minna verið könnuð. Á sama tíma hafa sérfræðingar við skóla á borð við McGill University í Kanada og Harvard T.H. Chan School of Public Health í Bandaríkjunum mælt gegn kjötætumataræðinu. Walter Willet, prófessor í næringarfræði við þann síðarnefnda kallar það „hræðilega hugmynd.“ Ekki rétt að forfeður hafi mestmegnis borðað kjöt Vilborg segir að umræða um mataræðið hafa verið blásin upp af vissum hópum á samfélagsmiðlum og sé einn angi nokkurs konar lágkolvetnabylgju. „Það er ekkert sem tengist næringu og mataræði svona svarthvítt. Það er ekkert eitt matvæli sem er hræðilegt eða hættulegt og ekki eitthvað eitt matvæli sem er bara hið besta matvæli.“ „Stundum hefur maður líka séð að fólk ýtir undir þetta að kjötið sé það hollasta af því að forfeður okkar hafi borðað það. En til dæmis forfeður okkar á Íslandi þeirra helsti orkugjafi var fiskur og mysa og skyr og mjólk, það var ekki einu sinni kjötið.“ Öfgar meira spennandi Vilborg segir langflest fólk hafa áhuga á því að vita hvað það eigi að borða. Það sem sé svolítið öfgakennt hljómi meira spennandi og sé oft blásið upp á samfélagsmiðlum í staðinn fyrir gagnreynd ráð sem rannsóknir sýni að virki hvað best fyrir flesta. Þessi ráð snúi til að mynda að því að gera breytingar á mataræði sem fólk nái að halda sig við. „Gera litlar breytingar smátt og smátt yfir langan tíma, eitthvað sem hentar manns eigin rútínu og aðstæðum. Langflestir Íslendingar myndu bara hafa gagn af því að borða meira af grænmeti til dæmis, við erum alltaf frekar lág þar.“ Embætti landlæknis ráðleggur að kjöt, fiskur, egg eða baunaréttir samsvari einungis um þriðjungi af máltíðum.Embætti landlæknis „Það er líka eitthvað sem við sjáum í tengslum við þessa carnivore umræðu að þá er því varpað fram að það hafi verið til fæðutegundaráðleggingar lengi og þær hafi ekki verið að gera gagn varðandi heilsufar fólks. Það er ekki það sem við erum að sjá af því að þjóðin hefur ekki verið að borða eftir þessum ráðleggingum. En þessar ráðleggingar eru til og það hefur verið ákveðinn ávinningur, eins og við sáum til dæmis frá 1980 þangað til núna eins og með hjarta- og æðasjúkdóma og slíkt.“ Mikið af villandi upplýsingum á samfélagsmiðlum Áströlsk rannsókn sem skoðaði færslur birtar á Instagram af þarlendum næringaráhrifavöldum sýndi að um 45% færslna innihéldu villandi eða ónákvæmar upplýsingar. Vilborg segir aðgengi að upplýsingum á samfélagsmiðlum svo mikið að það geti verið erfitt að vita í hvorn fótinn eigi að stíga. „Ég get orðið rugluð í ríminu og ég er frekar vel menntuð á þessu sviði. Maður finnur alveg að þetta getur verið rosalega mikið af upplýsingum og því meira sannfærandi sem skilaboðin hljóma þá hlustar maður á það.“ Vilborg hvetur fólk til að hafa töluverðan fyrirvara þegar það sér næringartengt efni inni á þessum miðlum þar sem erfitt sé að átta sig á því hverjar aðstæður fólks eru. „Eru þau eru með einhverja heilsufarskvilla og þess vegna líður þeim betur? Það er ekkert endilega alltaf sagt frá því. Svo vitum við í raun og veru ekki hvort fólk er að fylgja því sem það er að ráðleggja,“ segir Vilborg. Vinsælir erlendir áhrifavaldar hafi einnig verið staðnir að því að ráðleggja fólki eitt og gera svo eitthvað allt annað. „Þannig hafið fyrirvara á því og líka bara hver raunverulega skilur upplýsingarnar um næringu og heilsufar. Þetta er alveg fimm ára háskólanám að verða næringarfræðingur og það er ástæða fyrir því.“ Fólk eigi að treysta sjálfu sér frekar en áhrifavöldum „Svona almennt séð þá myndi maður vilja sjá fólk treysta sjálfum sér frekar en áhrifavöldum á samfélagsmiðlum. Við erum öll með ólíka líkama í ólíkum aðstæðum.“ Oft sé um að ræða fólk sem hreyfi sig mjög mikið, og eru jafnvel afreksíþróttamenn. Efnaskipti þeirra séu allt öðruvísi en hjá meðalmanni í skrifstofustarfi. Vilborg hvetur fólk til þess að vera meðvitað um það hvað þeim líður vel að borða, hvað af því er næringarríkt, halda því inni og gera smávægilegar breytingar ef fólk telur þörf á. Bæta eigi inn góðum matvælum frekar en að setja sér stórvægilegar takmarkanir. „Við vitum alveg líka að það virkar þannig á heilann, sérstaklega til lengdar, ef við erum með einhverja svakalega bannlista þá er það alltaf einhvers staðar hringsólandi í heilanum okkar og okkur fer að langa meira og meira í það.“ „Þetta er margslungið og einstaklingsbundið og ég til dæmis samkvæmt siðareglum mætti ekki ráðleggja einhverjum einstaklingi eitthvað án þess að vera með mikið af upplýsingum frá þeim einstaklingi, sem er ekki hægt á samfélagsmiðlum.“ Heilbrigðismál Matur Tengdar fréttir Borðar ekkert nema kjöt, egg og smjör Bergþór Másson, athafnamaður og skoðanabróðir, er að gera tilraun á sjálfum sér þessa dagana, en hann hefur ekkert borðað nema kjöt, egg og smjör í tvo mánuði. Hann segir að hingað til hafi gengið stórkostlega, alveg framar vonum, líkamlega, vitsmunalega og andlega. Hann stefnir að því að halda þessu áfram í 180 daga. 24. júlí 2024 22:18 Fólk ofmeti sína eigin þekkingu á næringu Næringafræðingur segir að samfélagsmiðlar séu að grafa undan næringarfræði. Rangfærslur grasseri á miðlunum og ýti undir þau áhrif að fólk ofmeti þekkingu sína. 10. júní 2024 10:48 „Hugsum áður en við setjum eitthvað í loftið“ Prófessor í næringarfræði hvetur áhrifavalda sem miðla næringar- og heilsutengdu efni til umhugsunar. Gott sé að staldra við áður en upplýsingar, sem mögulega er enginn fótur fyrir, séu settar í loftið. 11. mars 2024 11:10 Dísa hrekur mýtuna um veikburða grænmetisætu: Þurfum ekki kjöt og fisk fyrir vöðvamassa „Ég ætlaði ekki að vera grænmetisæta það sem eftir er. Svo þegar ég ætlaði að borða kjöt aftur, þá vildi líkaminn ekkert með þetta hafa og tók því illa,“ segir Dísa. 16. október 2017 15:39 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Sjá meira
Engar trefjar er að finna í kjöti, eggjum og smjöri og til lengri tíma litið er ástæða til að hafa áhyggjur af skorti af næringarefnum á borð við C-vítamín. Rannsóknir sýna að mikil kjötneysla eykur hættu á hjarta- og æðasjúkdómum og þá er rautt kjöt og sérstaklega unnar kjötvörur tengdar við hærri tíðni krabbameins í meltingarfærum. „Þetta er í rauninni þvert á það sem við viljum sjá. Við viljum sjá sem mesta fjölbreytni,“ segir Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir, næringarfræðingur og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Þar með talið fjölbreytt úrval af ávöxtum og grænmeti sem veiti mikið af næringarefnum. Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir, næringarfræðingur og aðjúnkt í næringarfræði við Háskóla Íslands.Aðsend Engar rannsóknir hafi komið fram sem styðji þá hugmynd að mataræði sem einskorðast við áðurnefndar dýraafurðir sé skynsamleg leið. Embætti landlæknis ráðleggur fólki að takmarka neyslu á rauðu kjöti við 500 grömm á viku og sérstaklega skuli takmarka neyslu á unnum kjötvörum. Þetta er sagt samsvara tveimur til þremur kjötmáltíðum á viku og smávegis af kjötáleggi. Þekkt að fólk geti upplifað tímabundnar breytingar á orkustigi Reynslusögur fólks á kjötætumataræðinu svokallaða hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum í nokkurn tíma. Hafa sumir til að mynda lýst því hvernig þeir hafi bætt líðan sína, heilsu og/eða orkustig með því að prófa mataræðið sem almennt heimilar einungis neyslu á kjöti, eggjum, fiski, vissum mjólkurvörum og vatni. Vilborg bendir á að um er að ræða einstaklingsbundna reynslu fólks og hún velti mjög á því hvernig mataræði þeirra eða heilsufarslegt ástand var fyrir breytinguna. Ef fólk minnki skyndilega kolvetnainntöku, sérstaklega eftir að hafa borðað mikið af sælgæti eða einhverju álíka, séu það þekkt skammtímaáhrif að orkan verði jafnari. Einnig sé þekkt að fólk í vægu svelti sem uppfylli ekki viðmið um orkuinntöku upplifi meiri orku og vissa vellíðunartilfinningu til skamms tíma. Þetta geti átt við um einstaklinga sem byrja á kjötætumataræðinu ef það útilokar öll kolvetni úr fæðu sinni og bætir ekki öðrum hitaeiningum inn í staðinn. „En eftir svona sex til átta vikur almennt séð þá myndu þau áhrif fjara út.“ „Svo má líka ekki gleyma að alveg sama hvað við erum að horfa á, hvort sem breytingar tengjast mataræði eða einhverju öðru þá er alltaf möguleiki á þessum lyfleysuáhrifum. Ef ég upplifi orkuleysi og ákveð sjálf að gera eitthvað í því, þá eru svona helmingslíkur á því að ég finni mun bara af því að ég tók af skarið og er að reyna sjálf að gera eitthvað jákvætt.“ „Þessar heilsufullyrðingar í kringum þetta eru aðallega byggðar á einstaklingssögum, reynslusögum og maður getur alveg trúað því að fólk finni mun,“ segir Vilborg. Frekar öfgakennd leið „Maður getur sagt að þetta sé svolítið öfgakennd leið að útiloka svona svakalega margt.“ „Ef við erum að pæla í því hvað er besta matarræðið, sem þessi umræða snýst oft um, hvað á maðurinn að borða, hvað er besta matarræðið, þá er þetta ekki málið.“ Það sé hins vegar ekkert það versta heldur. Vilborg segir kjötætumataræðið vera vissa útgáfu af hinu vinsæla ketó-mataræði sem hefur lengi verið í deiglunni og verið rannsakað ítarlega. „Það er alveg rétt að við sjáum jákvæðar heilsufarsbreytingar fyrstu sex til tólf mánuðina eða svo en meginvandamálið hér er að halda sig við þetta til lengri tíma, í ár eða út ævina, það er fyrir langflesta mjög óraunhæft. Það er ákveðið flækjustig ef maður ætlar að elda sér steik þrisvar á dag og ekki fjölbreytt fæði. Það er kannski einhverjum sem líkar þetta vel en fyrir flesta kannski er þetta ekki mjög spennandi að vera alltaf að borða það sama,“ segir Vilborg um rannsóknir á fólki á ketómataræði en líkt og áður segir hafa áhrif kjötætumataræðis minna verið könnuð. Á sama tíma hafa sérfræðingar við skóla á borð við McGill University í Kanada og Harvard T.H. Chan School of Public Health í Bandaríkjunum mælt gegn kjötætumataræðinu. Walter Willet, prófessor í næringarfræði við þann síðarnefnda kallar það „hræðilega hugmynd.“ Ekki rétt að forfeður hafi mestmegnis borðað kjöt Vilborg segir að umræða um mataræðið hafa verið blásin upp af vissum hópum á samfélagsmiðlum og sé einn angi nokkurs konar lágkolvetnabylgju. „Það er ekkert sem tengist næringu og mataræði svona svarthvítt. Það er ekkert eitt matvæli sem er hræðilegt eða hættulegt og ekki eitthvað eitt matvæli sem er bara hið besta matvæli.“ „Stundum hefur maður líka séð að fólk ýtir undir þetta að kjötið sé það hollasta af því að forfeður okkar hafi borðað það. En til dæmis forfeður okkar á Íslandi þeirra helsti orkugjafi var fiskur og mysa og skyr og mjólk, það var ekki einu sinni kjötið.“ Öfgar meira spennandi Vilborg segir langflest fólk hafa áhuga á því að vita hvað það eigi að borða. Það sem sé svolítið öfgakennt hljómi meira spennandi og sé oft blásið upp á samfélagsmiðlum í staðinn fyrir gagnreynd ráð sem rannsóknir sýni að virki hvað best fyrir flesta. Þessi ráð snúi til að mynda að því að gera breytingar á mataræði sem fólk nái að halda sig við. „Gera litlar breytingar smátt og smátt yfir langan tíma, eitthvað sem hentar manns eigin rútínu og aðstæðum. Langflestir Íslendingar myndu bara hafa gagn af því að borða meira af grænmeti til dæmis, við erum alltaf frekar lág þar.“ Embætti landlæknis ráðleggur að kjöt, fiskur, egg eða baunaréttir samsvari einungis um þriðjungi af máltíðum.Embætti landlæknis „Það er líka eitthvað sem við sjáum í tengslum við þessa carnivore umræðu að þá er því varpað fram að það hafi verið til fæðutegundaráðleggingar lengi og þær hafi ekki verið að gera gagn varðandi heilsufar fólks. Það er ekki það sem við erum að sjá af því að þjóðin hefur ekki verið að borða eftir þessum ráðleggingum. En þessar ráðleggingar eru til og það hefur verið ákveðinn ávinningur, eins og við sáum til dæmis frá 1980 þangað til núna eins og með hjarta- og æðasjúkdóma og slíkt.“ Mikið af villandi upplýsingum á samfélagsmiðlum Áströlsk rannsókn sem skoðaði færslur birtar á Instagram af þarlendum næringaráhrifavöldum sýndi að um 45% færslna innihéldu villandi eða ónákvæmar upplýsingar. Vilborg segir aðgengi að upplýsingum á samfélagsmiðlum svo mikið að það geti verið erfitt að vita í hvorn fótinn eigi að stíga. „Ég get orðið rugluð í ríminu og ég er frekar vel menntuð á þessu sviði. Maður finnur alveg að þetta getur verið rosalega mikið af upplýsingum og því meira sannfærandi sem skilaboðin hljóma þá hlustar maður á það.“ Vilborg hvetur fólk til að hafa töluverðan fyrirvara þegar það sér næringartengt efni inni á þessum miðlum þar sem erfitt sé að átta sig á því hverjar aðstæður fólks eru. „Eru þau eru með einhverja heilsufarskvilla og þess vegna líður þeim betur? Það er ekkert endilega alltaf sagt frá því. Svo vitum við í raun og veru ekki hvort fólk er að fylgja því sem það er að ráðleggja,“ segir Vilborg. Vinsælir erlendir áhrifavaldar hafi einnig verið staðnir að því að ráðleggja fólki eitt og gera svo eitthvað allt annað. „Þannig hafið fyrirvara á því og líka bara hver raunverulega skilur upplýsingarnar um næringu og heilsufar. Þetta er alveg fimm ára háskólanám að verða næringarfræðingur og það er ástæða fyrir því.“ Fólk eigi að treysta sjálfu sér frekar en áhrifavöldum „Svona almennt séð þá myndi maður vilja sjá fólk treysta sjálfum sér frekar en áhrifavöldum á samfélagsmiðlum. Við erum öll með ólíka líkama í ólíkum aðstæðum.“ Oft sé um að ræða fólk sem hreyfi sig mjög mikið, og eru jafnvel afreksíþróttamenn. Efnaskipti þeirra séu allt öðruvísi en hjá meðalmanni í skrifstofustarfi. Vilborg hvetur fólk til þess að vera meðvitað um það hvað þeim líður vel að borða, hvað af því er næringarríkt, halda því inni og gera smávægilegar breytingar ef fólk telur þörf á. Bæta eigi inn góðum matvælum frekar en að setja sér stórvægilegar takmarkanir. „Við vitum alveg líka að það virkar þannig á heilann, sérstaklega til lengdar, ef við erum með einhverja svakalega bannlista þá er það alltaf einhvers staðar hringsólandi í heilanum okkar og okkur fer að langa meira og meira í það.“ „Þetta er margslungið og einstaklingsbundið og ég til dæmis samkvæmt siðareglum mætti ekki ráðleggja einhverjum einstaklingi eitthvað án þess að vera með mikið af upplýsingum frá þeim einstaklingi, sem er ekki hægt á samfélagsmiðlum.“
Heilbrigðismál Matur Tengdar fréttir Borðar ekkert nema kjöt, egg og smjör Bergþór Másson, athafnamaður og skoðanabróðir, er að gera tilraun á sjálfum sér þessa dagana, en hann hefur ekkert borðað nema kjöt, egg og smjör í tvo mánuði. Hann segir að hingað til hafi gengið stórkostlega, alveg framar vonum, líkamlega, vitsmunalega og andlega. Hann stefnir að því að halda þessu áfram í 180 daga. 24. júlí 2024 22:18 Fólk ofmeti sína eigin þekkingu á næringu Næringafræðingur segir að samfélagsmiðlar séu að grafa undan næringarfræði. Rangfærslur grasseri á miðlunum og ýti undir þau áhrif að fólk ofmeti þekkingu sína. 10. júní 2024 10:48 „Hugsum áður en við setjum eitthvað í loftið“ Prófessor í næringarfræði hvetur áhrifavalda sem miðla næringar- og heilsutengdu efni til umhugsunar. Gott sé að staldra við áður en upplýsingar, sem mögulega er enginn fótur fyrir, séu settar í loftið. 11. mars 2024 11:10 Dísa hrekur mýtuna um veikburða grænmetisætu: Þurfum ekki kjöt og fisk fyrir vöðvamassa „Ég ætlaði ekki að vera grænmetisæta það sem eftir er. Svo þegar ég ætlaði að borða kjöt aftur, þá vildi líkaminn ekkert með þetta hafa og tók því illa,“ segir Dísa. 16. október 2017 15:39 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Sjá meira
Borðar ekkert nema kjöt, egg og smjör Bergþór Másson, athafnamaður og skoðanabróðir, er að gera tilraun á sjálfum sér þessa dagana, en hann hefur ekkert borðað nema kjöt, egg og smjör í tvo mánuði. Hann segir að hingað til hafi gengið stórkostlega, alveg framar vonum, líkamlega, vitsmunalega og andlega. Hann stefnir að því að halda þessu áfram í 180 daga. 24. júlí 2024 22:18
Fólk ofmeti sína eigin þekkingu á næringu Næringafræðingur segir að samfélagsmiðlar séu að grafa undan næringarfræði. Rangfærslur grasseri á miðlunum og ýti undir þau áhrif að fólk ofmeti þekkingu sína. 10. júní 2024 10:48
„Hugsum áður en við setjum eitthvað í loftið“ Prófessor í næringarfræði hvetur áhrifavalda sem miðla næringar- og heilsutengdu efni til umhugsunar. Gott sé að staldra við áður en upplýsingar, sem mögulega er enginn fótur fyrir, séu settar í loftið. 11. mars 2024 11:10
Dísa hrekur mýtuna um veikburða grænmetisætu: Þurfum ekki kjöt og fisk fyrir vöðvamassa „Ég ætlaði ekki að vera grænmetisæta það sem eftir er. Svo þegar ég ætlaði að borða kjöt aftur, þá vildi líkaminn ekkert með þetta hafa og tók því illa,“ segir Dísa. 16. október 2017 15:39