Ruslabelgir frá Norður-Kóreu raska flugferðum og kveikja eld Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2024 11:25 Suðurkóreskir hermenn skófla upp papparusli sem barst með norðurkóreskum loftbelg í Incheon í gær. AP/Lim Sun-suk/Yonhap Loftbelgir með sem Norðurkóreumenn senda yfir landamærin til nágranna sinna í suðri hafa valdið töluverðum usla síðasta sólarhringinn. Flugferðum var frestað á flugvelli í Seúl vegna belgjanna og einn þeirra tendraði eld á þaki íbúðarbyggingar. Suðurkóresk yfirvöld áætla að um fimm hundruð loftbelgir fullir af pappa- og plastsorpi hafi svifið yfir landamærin og inn í lofthelgi þeirra frá því í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Norðanmenn hafa ítrekað sent slíka belgi undanfarnar vikur sem svar við sendingum norðurkóreskra flóttamanna og aðgerðasinna í Suður-Kóreu. Þeir hafa sent áróðusbleðla, lyf, peninga og minniskubba með popptónlistarmyndböndum og sjónvarpsþáttum yfir til Norður-Kóreu. Talsmaður herforingjaráðs landsins segir að sumir belgjanna séu með klukku og séu stilltir til að springa innan ákveðins tíma og dreifa ruslinu. Eldhætta væri vegna þeirra. Eldur kviknaði í einum loftbelg sem lenti á þaki íbúðarbygginga í Gyeonggi-héraði nærri Seúl. Flugferðum til og frá Gimpo-flugvelli í Seúl var frestað í tvær klukkustundir í gærkvöldi vegna loftsbelgs sem var talinn innan flugstjórnarsvæðisins. Norðurkóresku belgirnir hafa ítrekað raskað ferðum á Incheon-flugvelli, stærsta alþjóðaflugvelli landsins, undanfarnar vikur. Nokkrir loftbelgir lentu jafnframt í grennd við forsetahöll Suður-Kóreu á miðvikudag. Norðurkóreskur loftbelgirnir hafa ekki valdið meiriháttar skemmdum til þessa. Þeir eru þó sagðir skjóta sunnanmönnum skelk í bringum um að þeir gætu verið notaðir til þess að varpa efna- eða sýklavopnum yfir landið. Sunnanmenn hafa veigrað sér við að skjóta belgina niður af ótta við að fallandi byssukúlur gætu valdið skaða og að belgirnir gætu innihaldið hættuleg efni, að sögn AP-fréttastofunnar. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Sjá meira
Suðurkóresk yfirvöld áætla að um fimm hundruð loftbelgir fullir af pappa- og plastsorpi hafi svifið yfir landamærin og inn í lofthelgi þeirra frá því í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Norðanmenn hafa ítrekað sent slíka belgi undanfarnar vikur sem svar við sendingum norðurkóreskra flóttamanna og aðgerðasinna í Suður-Kóreu. Þeir hafa sent áróðusbleðla, lyf, peninga og minniskubba með popptónlistarmyndböndum og sjónvarpsþáttum yfir til Norður-Kóreu. Talsmaður herforingjaráðs landsins segir að sumir belgjanna séu með klukku og séu stilltir til að springa innan ákveðins tíma og dreifa ruslinu. Eldhætta væri vegna þeirra. Eldur kviknaði í einum loftbelg sem lenti á þaki íbúðarbygginga í Gyeonggi-héraði nærri Seúl. Flugferðum til og frá Gimpo-flugvelli í Seúl var frestað í tvær klukkustundir í gærkvöldi vegna loftsbelgs sem var talinn innan flugstjórnarsvæðisins. Norðurkóresku belgirnir hafa ítrekað raskað ferðum á Incheon-flugvelli, stærsta alþjóðaflugvelli landsins, undanfarnar vikur. Nokkrir loftbelgir lentu jafnframt í grennd við forsetahöll Suður-Kóreu á miðvikudag. Norðurkóreskur loftbelgirnir hafa ekki valdið meiriháttar skemmdum til þessa. Þeir eru þó sagðir skjóta sunnanmönnum skelk í bringum um að þeir gætu verið notaðir til þess að varpa efna- eða sýklavopnum yfir landið. Sunnanmenn hafa veigrað sér við að skjóta belgina niður af ótta við að fallandi byssukúlur gætu valdið skaða og að belgirnir gætu innihaldið hættuleg efni, að sögn AP-fréttastofunnar.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“