Amnesty segir búrkubann Frakka brjóta gegn mannréttindum Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júlí 2024 11:01 Ólympíuleikarnir fara fram í París þetta sumarið. Þar verður frönskum keppendum bannað að klæðast trúartengdum fatnaði. Claudio Villa/Getty Images Mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýna harðlega ákvörðun Frakka að banna keppendum á Ólympíuleikunum að klæðast búrku, hijab eða öðrum trúartengdum klæðnaði. Franskir keppendur þurfa að lúta að frönskum lögum sem banna íþróttafólki að klæðast trúartengdum klæðnaði þegar það kemur fram opinberlega eða keppir fyrir landsliðið. „Vandamálið er að þetta á ekki jafnt við um alla,“ segir aktívistinn Shireen Ahmed og vísaði meðal annars til þess að húðflúr með merki Krists eru leyfð og fótboltamönnum er ekki bannað að signa sig áður en gengið er inn á leikvanginn. Antoine Griezmann, landsliðsmaður Frakklands í knattspyrnu, hefur aldrei verið ávíttur fyrir að húðflúra Krist og krossinn á sig. Amnesty segir Frakkland á skjön við mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og regluverk Alþjóðaólympíunefndarinnar með því að banna keppendum sínum að klæðast eftir eigin hætti. Reglur eigi að vera settar af viðurkenndum alþjóðlegum samböndum; svosem FIFA og FIBA, ekki sérsamböndum einstakra landa. FIFA og FIBA leyfa trúartengdan klæðnað við keppni og það vakti mikla athygli þegar Nouhalia Benzina varð fyrsta konan til að keppa á HM í fótbolta með hijab. Nouhalia Benzina braut blað í sögunni þegar hún varð fyrsta konan til að klæðast hijab á HM í fótbolta.Maddie Meyer - FIFA/FIFA via Getty Images Alþjóðaólympíunefndin segist ekki ætla að aðhafast í málinu og vísar því til alþjóðasambandanna. „Að neyða konur úr klæðnaði er jafn slæmt og að neyða þær í klæðnað. Ólympíusattmálinn segir að íþróttafólki skuli ekki mismunað út frá kynþætti, trúarbrögðum, menningu eða stjórnmálaskoðunum, en það er nákvæmlega það sem er að gerast,“ segir Shireen Ahmed fyrir daufum eyrum. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Franskir keppendur þurfa að lúta að frönskum lögum sem banna íþróttafólki að klæðast trúartengdum klæðnaði þegar það kemur fram opinberlega eða keppir fyrir landsliðið. „Vandamálið er að þetta á ekki jafnt við um alla,“ segir aktívistinn Shireen Ahmed og vísaði meðal annars til þess að húðflúr með merki Krists eru leyfð og fótboltamönnum er ekki bannað að signa sig áður en gengið er inn á leikvanginn. Antoine Griezmann, landsliðsmaður Frakklands í knattspyrnu, hefur aldrei verið ávíttur fyrir að húðflúra Krist og krossinn á sig. Amnesty segir Frakkland á skjön við mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og regluverk Alþjóðaólympíunefndarinnar með því að banna keppendum sínum að klæðast eftir eigin hætti. Reglur eigi að vera settar af viðurkenndum alþjóðlegum samböndum; svosem FIFA og FIBA, ekki sérsamböndum einstakra landa. FIFA og FIBA leyfa trúartengdan klæðnað við keppni og það vakti mikla athygli þegar Nouhalia Benzina varð fyrsta konan til að keppa á HM í fótbolta með hijab. Nouhalia Benzina braut blað í sögunni þegar hún varð fyrsta konan til að klæðast hijab á HM í fótbolta.Maddie Meyer - FIFA/FIFA via Getty Images Alþjóðaólympíunefndin segist ekki ætla að aðhafast í málinu og vísar því til alþjóðasambandanna. „Að neyða konur úr klæðnaði er jafn slæmt og að neyða þær í klæðnað. Ólympíusattmálinn segir að íþróttafólki skuli ekki mismunað út frá kynþætti, trúarbrögðum, menningu eða stjórnmálaskoðunum, en það er nákvæmlega það sem er að gerast,“ segir Shireen Ahmed fyrir daufum eyrum.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira