„Ef menn eru tilbúnir að fara út og deyja fyrir hver annan“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2024 13:31 Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, er bjartsýnn fyrir leik kvöldsins en vill fá sína menn tilbúna til leiks. Vísir/Arnar Stjörnumenn mæta eistneska liðinu Paide Linnameeskond í kvöld í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Úrslitin gætu ráðið miklu um útkomu einvígsins. Paide sló út velskt lið í fyrstu umferðinni en þetta er fjórða árið í röð sem liðið er í Sambandsdeildinni. Stjörnumenn eru aftur á móti að spila í Evrópukeppni í fyrsta sinn í þrjú ár. Stjarnan vann norður-írska lið Linfield í fyrstu umferðinni. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.00 á Samsungvellinum í Garðabæ og verður sýndur beint á Bestu deildar rás Stöð 2 Sport. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Við erum að mæta öðruvísi liði Valur Páll Eiríksson ræddi þennan mikilvæga leik við þjálfara Garðbæinga. „Þetta er öðruvísi lið og mjög mikið fótboltalið. Linfield voru mjög breskir og leið vel með langa bolta og mikið af fyrirgjöfum. Við erum að mæta öðruvísi liði og það verður mjög gaman,“ sagði Jökull Elísabetarson. „Við þurfum að nýta heimavöllinn okkar vel, vera klárir og tilbúnir í allt í raun og veru,“ sagði Jökull. Er það kostur eða galli að byrja á heimaleik? Núna eru bara möguleikarnir ágætir „Af einhverjum ástæðum þá er ég mjög ánægður með það í þessu einvígi. Ef maður er með afgerandi sterkari andstæðing þá er freistandi að byrja á útivelli og reyna að harka út hagstæða stöðu yfir á heimavöll. Þá áttu heimavöllinn í framlengingu ef svo ber undir,“ sagði Jökull. „Núna eru bara möguleikarnir ágætir og þá viljum við ná að maxa heimavöllinn okkar eins og hægt er. Fara út með öfluga stöðu, eins öfluga og hægt er. Við náðum því ágætlega síðast og fengum einn á móti markmanni í stöðunni 2-0 sem við hefðum viljað nýta og þá hefðum við allir verið rólegri í leiknum úti,“ sagði Jökull. Stjörnumenn lentu 3-1 undir í seinni leiknum á móti Linfield úti en tókst að tryggja sig áfram með marki á 88. mínútu. Klippa: „Þurfum að vera tilbúnir í allt“ Mikill lærdómur „Já þetta var mikill lærdómur. Margt sem við getum tekið úr þeim leik og einvíginu. Við fórum í varnarsinnaðri uppstillingu til þess að loka á fyrirgjafir. Það tókst ekki því það komu jafnmikið ef ekki fleiri fyrirgjafir. Á móti vorum við færri þegar við vorum með boltann,“ sagði Jökull. „Það var ekki fyrr en við breyttum því í lokin sem við náðum einhverjum tökum á leiknum og komum þessu marki inn. Þegar við breyttum þá leið okkur vel. Mér leið mjög vel að fara inn í framlengingu með þann leik,“ sagði Jökull. „Leikurinn var óþarflega tæpur úti,“ sagði Jökull. Er hann sigurviss fyrir leikinn á móti Paide? „Ef að menn eru klárir og hugarfarið er gott. Ef menn eru tilbúnir að fara út og deyja fyrir hver annan þá held ég að við eigum góða möguleika á heimavelli,“ sagði Jökull en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Tengdar fréttir „Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“ „Gríðarlega mikil spenna. Klárlega, mér finnst við búnir að spila bara ágætlega undanfarið þó úrslitin hafi ekki verið að ganga með okkur. Þurfum bara að fá tuðruna í netið og þá held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður Víkings, fyrir leik kvöldsins gegn Egnatia í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 25. júlí 2024 09:00 „Hér stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að Kópavogsliðið ætli ekki að vera með neitt hálfkák í leiknum gegn Drita frá Kósóvó í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. 24. júlí 2024 22:30 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Paide sló út velskt lið í fyrstu umferðinni en þetta er fjórða árið í röð sem liðið er í Sambandsdeildinni. Stjörnumenn eru aftur á móti að spila í Evrópukeppni í fyrsta sinn í þrjú ár. Stjarnan vann norður-írska lið Linfield í fyrstu umferðinni. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.00 á Samsungvellinum í Garðabæ og verður sýndur beint á Bestu deildar rás Stöð 2 Sport. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Við erum að mæta öðruvísi liði Valur Páll Eiríksson ræddi þennan mikilvæga leik við þjálfara Garðbæinga. „Þetta er öðruvísi lið og mjög mikið fótboltalið. Linfield voru mjög breskir og leið vel með langa bolta og mikið af fyrirgjöfum. Við erum að mæta öðruvísi liði og það verður mjög gaman,“ sagði Jökull Elísabetarson. „Við þurfum að nýta heimavöllinn okkar vel, vera klárir og tilbúnir í allt í raun og veru,“ sagði Jökull. Er það kostur eða galli að byrja á heimaleik? Núna eru bara möguleikarnir ágætir „Af einhverjum ástæðum þá er ég mjög ánægður með það í þessu einvígi. Ef maður er með afgerandi sterkari andstæðing þá er freistandi að byrja á útivelli og reyna að harka út hagstæða stöðu yfir á heimavöll. Þá áttu heimavöllinn í framlengingu ef svo ber undir,“ sagði Jökull. „Núna eru bara möguleikarnir ágætir og þá viljum við ná að maxa heimavöllinn okkar eins og hægt er. Fara út með öfluga stöðu, eins öfluga og hægt er. Við náðum því ágætlega síðast og fengum einn á móti markmanni í stöðunni 2-0 sem við hefðum viljað nýta og þá hefðum við allir verið rólegri í leiknum úti,“ sagði Jökull. Stjörnumenn lentu 3-1 undir í seinni leiknum á móti Linfield úti en tókst að tryggja sig áfram með marki á 88. mínútu. Klippa: „Þurfum að vera tilbúnir í allt“ Mikill lærdómur „Já þetta var mikill lærdómur. Margt sem við getum tekið úr þeim leik og einvíginu. Við fórum í varnarsinnaðri uppstillingu til þess að loka á fyrirgjafir. Það tókst ekki því það komu jafnmikið ef ekki fleiri fyrirgjafir. Á móti vorum við færri þegar við vorum með boltann,“ sagði Jökull. „Það var ekki fyrr en við breyttum því í lokin sem við náðum einhverjum tökum á leiknum og komum þessu marki inn. Þegar við breyttum þá leið okkur vel. Mér leið mjög vel að fara inn í framlengingu með þann leik,“ sagði Jökull. „Leikurinn var óþarflega tæpur úti,“ sagði Jökull. Er hann sigurviss fyrir leikinn á móti Paide? „Ef að menn eru klárir og hugarfarið er gott. Ef menn eru tilbúnir að fara út og deyja fyrir hver annan þá held ég að við eigum góða möguleika á heimavelli,“ sagði Jökull en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.
Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Tengdar fréttir „Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“ „Gríðarlega mikil spenna. Klárlega, mér finnst við búnir að spila bara ágætlega undanfarið þó úrslitin hafi ekki verið að ganga með okkur. Þurfum bara að fá tuðruna í netið og þá held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður Víkings, fyrir leik kvöldsins gegn Egnatia í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 25. júlí 2024 09:00 „Hér stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að Kópavogsliðið ætli ekki að vera með neitt hálfkák í leiknum gegn Drita frá Kósóvó í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. 24. júlí 2024 22:30 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
„Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“ „Gríðarlega mikil spenna. Klárlega, mér finnst við búnir að spila bara ágætlega undanfarið þó úrslitin hafi ekki verið að ganga með okkur. Þurfum bara að fá tuðruna í netið og þá held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður Víkings, fyrir leik kvöldsins gegn Egnatia í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 25. júlí 2024 09:00
„Hér stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að Kópavogsliðið ætli ekki að vera með neitt hálfkák í leiknum gegn Drita frá Kósóvó í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. 24. júlí 2024 22:30