„Ég held að þetta hafi verið óður til ræstingafólksins“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 24. júlí 2024 21:53 Jóhann Kristinn Gunnarsson var sáttur með að fara heim frá Keflavík með þrjú stig. vísir/diego Þjálfari Þórs/KA var sáttur eftir sigurinn á Keflavík, 0-1, suður með sjó í Bestu deild kvenna í kvöld. „Ég er mjög ánægður með að vinna auðvitað. Það er ekki sjálfssagt hér á þessum velli,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, eftir sigurinn í kvöld. „Við bjuggumst við þeim í þessari lágu blokk sem að þær hafa verið í og gert hrikalega vel. Ég vil bara byrja á því að hrósa Keflavíkurliðinu sem er að berjast á leiðinlegum enda deildarinnar því þær lögðu allt í þetta og þegar uppi er staðið þá eru þær örugglega mjög súrar með að þær hafi ekki fengið neitt út úr þessum leik.“ Þór/KA hefur aðeins verið að hiksta í síðustu umferðum en komust aftur á sigurbraut í kvöld. „Þetta er sætur sigur, gríðarlega sætur. Þetta var svona leikur þar sem annað liðið er í skýjunum og hitt er alveg brjálað og ég hef verið á báðum endum. Þetta er mjög gott og ég hef hrósað mínu liði líka fyrir hvernig þær tækluðu þetta því þetta var baráttu leikur gegn erfiðu liði og vel skipulögðu. Síðustu leikir héngu ekki mikið yfir okkur. Þetta er bara eins og gengur og gerist í þessu öllu saman. Þú átt þína góðu og vondu daga. Við áttum sennilega ekki okkar besta dag í dag heldur en sem betur fer þá náðum við að taka öll stigin.“ Báðir markverðirnir í kvöld stóðu sig frábærlega og björguðu sínum liðum oft á tíðum vel. „Ég held að þetta hafi verið óður til ræstingafólksins því bæði lið og sérstaklega mitt lið að við vorum að sóða verulega út en sem betur fer þá hreinsuðum við upp aftur.“ Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með að vinna auðvitað. Það er ekki sjálfssagt hér á þessum velli,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, eftir sigurinn í kvöld. „Við bjuggumst við þeim í þessari lágu blokk sem að þær hafa verið í og gert hrikalega vel. Ég vil bara byrja á því að hrósa Keflavíkurliðinu sem er að berjast á leiðinlegum enda deildarinnar því þær lögðu allt í þetta og þegar uppi er staðið þá eru þær örugglega mjög súrar með að þær hafi ekki fengið neitt út úr þessum leik.“ Þór/KA hefur aðeins verið að hiksta í síðustu umferðum en komust aftur á sigurbraut í kvöld. „Þetta er sætur sigur, gríðarlega sætur. Þetta var svona leikur þar sem annað liðið er í skýjunum og hitt er alveg brjálað og ég hef verið á báðum endum. Þetta er mjög gott og ég hef hrósað mínu liði líka fyrir hvernig þær tækluðu þetta því þetta var baráttu leikur gegn erfiðu liði og vel skipulögðu. Síðustu leikir héngu ekki mikið yfir okkur. Þetta er bara eins og gengur og gerist í þessu öllu saman. Þú átt þína góðu og vondu daga. Við áttum sennilega ekki okkar besta dag í dag heldur en sem betur fer þá náðum við að taka öll stigin.“ Báðir markverðirnir í kvöld stóðu sig frábærlega og björguðu sínum liðum oft á tíðum vel. „Ég held að þetta hafi verið óður til ræstingafólksins því bæði lið og sérstaklega mitt lið að við vorum að sóða verulega út en sem betur fer þá hreinsuðum við upp aftur.“
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira