Vésteinn hitti Þóri óvænt í Ólympíuþorpinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2024 10:01 Selfyssingarnir Vésteinn Hafsteinsson og Þórir Hergeirsson hittust fyrir tilviljun í Ólympíuþorpinu í gær. @isiiceland Það eru aðeins tveir dagar í setningarhátíð Ólympíuleikanna í París og íþróttafólk þjóðanna streymir að til Frakkland. Hluti af starfsfólki ÍSÍ er nú mætt í Ólympíuþorpið og stendur undirbúningur sem hæst. Þau sem voru komin til Parísar í gær til að undirbúa aðstöðu íslenska íþróttafólksins á leikunum voru Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og aðalfararstjóri, Brynja Guðjónsdóttir, fararstjóri og sérfræðingur á Afrekssviði ÍSÍ og svo Halla Kjartansdóttir, sem sér um miðamál og gesti ÍSÍ á Ólympíuleikunum. Deila húsi með frændum okkar Í Ólympíuþorpinu er verið að setja upp góða aðstöðu fyrir keppendur og teymi með helsta búnaði ásamt því að hengja upp merkingar og gera vistarverurnar notalegar. Íslenski hópurinn deilir húsnæði með frændum okkar af Norðurlöndunum, Dönum, Svíum og Norðmönnum og mun án efa myndast skemmtileg stemning með hópunum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá þessu sem og óvæntum fundi tveggja Selfyssinga í Ólympíuþorpinu. Svo skemmtilega vildi til að vinirnir Vésteinn og Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennaliðs Noregs í handknattleik, hittust fyrir tilviljun fyrir utan Ólympíuþorpið og var mynd tekin af þeim við það tilefni. Hafa báðir þjálfað gullverðlaunahafa á ÓL Þórir hefur stýrt norska landsliðinu til þrenna verðlauna á Ólympíuleikum þar af vann liðið gull á leiknum í London 2012. Lærisveinar Vésteins, Daniel Ståhl og Simon Pettersson, unnu gull og silfur í kringlukasti á síðustu Ólympíuleikum. Vésteinn er fæddur í desember 1960 á Selfossi en Þórir er fæddur í apríl 1964 á Selfossi. Báðir hafa þeir verið í hópi bestu þjálfara Íslendinga í langan tíma. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Fleiri fréttir „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Sjá meira
Þau sem voru komin til Parísar í gær til að undirbúa aðstöðu íslenska íþróttafólksins á leikunum voru Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og aðalfararstjóri, Brynja Guðjónsdóttir, fararstjóri og sérfræðingur á Afrekssviði ÍSÍ og svo Halla Kjartansdóttir, sem sér um miðamál og gesti ÍSÍ á Ólympíuleikunum. Deila húsi með frændum okkar Í Ólympíuþorpinu er verið að setja upp góða aðstöðu fyrir keppendur og teymi með helsta búnaði ásamt því að hengja upp merkingar og gera vistarverurnar notalegar. Íslenski hópurinn deilir húsnæði með frændum okkar af Norðurlöndunum, Dönum, Svíum og Norðmönnum og mun án efa myndast skemmtileg stemning með hópunum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá þessu sem og óvæntum fundi tveggja Selfyssinga í Ólympíuþorpinu. Svo skemmtilega vildi til að vinirnir Vésteinn og Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennaliðs Noregs í handknattleik, hittust fyrir tilviljun fyrir utan Ólympíuþorpið og var mynd tekin af þeim við það tilefni. Hafa báðir þjálfað gullverðlaunahafa á ÓL Þórir hefur stýrt norska landsliðinu til þrenna verðlauna á Ólympíuleikum þar af vann liðið gull á leiknum í London 2012. Lærisveinar Vésteins, Daniel Ståhl og Simon Pettersson, unnu gull og silfur í kringlukasti á síðustu Ólympíuleikum. Vésteinn er fæddur í desember 1960 á Selfossi en Þórir er fæddur í apríl 1964 á Selfossi. Báðir hafa þeir verið í hópi bestu þjálfara Íslendinga í langan tíma. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland)
Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Fleiri fréttir „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Sjá meira