Íslenski Svíinn á ÓL: Talar um tárin í Tókýó og elskar að láta finna fyrir sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2024 08:30 Kristín Þorleifsdóttir fagnar marki með sænska landsliðinu. Hún spilar nánast bara vörnina en fær stundum að fara í sóknina í hraðaupphlaupum. EPA-EFE/Adam Ihse Íslensku handboltalandsliðin komust ekki á Ólympíuleikana í París en við Íslendingar eigum engu að síður smá í einum leikmanni á leikunum. Kristín Þorleifsdóttir mun spila mikilvægt hlutverk í varnarleik sænska landsliðsins á leikunum í ár. Kristín er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Svíþjóð. Hún hefði samt getað spila fyrir Ísland því báðir foreldrar hennar eru íslenskir. Var valin fyrst í íslenska landsliðið „Ég var reyndar valin í íslenska landsliðið áður en ég var valin í sænska landsliðið í fyrra. Ég átti þá að koma í æfingabúðir með Íslandi en áður en kom að því var ég valin í sænska landsliðið og valdi frekar Svíþjóð. En það hefði samt verið heiður að spila fyrir Ísland,“ sagði Kristín í samtali við RÚV árið 2017. @Sportbladet Sportbladet í Svíþjóð ræddi við Kristínu í aðdraganda Ólympíuleikanna í París og spurði hana út í það sem var í gangi hjá henni á síðustu leikum í Tókýó árið 2021. Þetta verður hennar fyrsta stórmót sem stjórnandi sænsku varnarinnar. Sportbladet rifjaði sérstaklega upp myndir af Kristínu frá því í Tókýó 2021 þar sem hún sást brotna niður á æfingu og hágráta fyrir framan myndavélarnar. Liðsfélagi hennar reyndi að hugga hana en ljósmyndarinn náði þessu mómenti á mynd. Kristín hafði aldrei talað um hvað gerðist eða hvað hún var þarna að ganga í gegnum. Í þessu nýja viðtali vildi hún þó tala um þetta atvik. Mjög erfitt sumar fyrir mig „Þetta var mjög erfitt sumar fyrir mig. Þetta leit mjög dramatískt út en þetta var ekkert meira en það. Við erum mannleg og liðsfélagarnir eru góðir vinir sem hjálpa manni í gegnum svona stundir. Hún gerði það,“ sagði Kristín og talaði þar um Nathalie Hagman sem sást hugga hana á myndunum. „Það var mikil pressa á mér þetta sumar. Ég var í vandræðum með öxlina á mér og gat ekki skotið eða tekið leikmann á allt sumarið,“ sagði Kristin. Hún fékk ekki að spila mikið og hefur verið í hlutverki varamanns í varnarleik sænska liðsins á síðustu stórmótum. Kristín Þorleifsdóttir lætir hér finna fyrir sér í leik með sænska landsliðinu í forkeppni Ólympíuleikanna.EPA-EFE/Zsolt Czegledi Eftir að Anna Lagerquist sleit krossband í vetur þá fékk Kristín hins vegar mun stærra hlutverk í landsliðinu. Hún verður í miðri sænsku vörninni þegar liðið mætir Þóri Hergeirssyni og norsku stelpunum hans á morgun í svona smá Íslendingaslag. Elskar að spila vörn „Þetta verður skemmtilegt. Ég elska að spila vörn og láta finna fyrir mér. Ég mun takast á við þetta hlutverk eins og vel og ég get,“ sagði Kristín. „Þetta er ekki öðruvísi hlutverk en án efa mun stærra en áður. Ég hef sömu skyldur og ég hef alltaf haft í landsliðinu,“ sagði Kristin og henni líður betur í dag en fyrir þremur árum. „Guð minn góður, já. Það var svo langt síðan,“ sagði Kristín hlæjandi. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Kristín Þorleifsdóttir mun spila mikilvægt hlutverk í varnarleik sænska landsliðsins á leikunum í ár. Kristín er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Svíþjóð. Hún hefði samt getað spila fyrir Ísland því báðir foreldrar hennar eru íslenskir. Var valin fyrst í íslenska landsliðið „Ég var reyndar valin í íslenska landsliðið áður en ég var valin í sænska landsliðið í fyrra. Ég átti þá að koma í æfingabúðir með Íslandi en áður en kom að því var ég valin í sænska landsliðið og valdi frekar Svíþjóð. En það hefði samt verið heiður að spila fyrir Ísland,“ sagði Kristín í samtali við RÚV árið 2017. @Sportbladet Sportbladet í Svíþjóð ræddi við Kristínu í aðdraganda Ólympíuleikanna í París og spurði hana út í það sem var í gangi hjá henni á síðustu leikum í Tókýó árið 2021. Þetta verður hennar fyrsta stórmót sem stjórnandi sænsku varnarinnar. Sportbladet rifjaði sérstaklega upp myndir af Kristínu frá því í Tókýó 2021 þar sem hún sást brotna niður á æfingu og hágráta fyrir framan myndavélarnar. Liðsfélagi hennar reyndi að hugga hana en ljósmyndarinn náði þessu mómenti á mynd. Kristín hafði aldrei talað um hvað gerðist eða hvað hún var þarna að ganga í gegnum. Í þessu nýja viðtali vildi hún þó tala um þetta atvik. Mjög erfitt sumar fyrir mig „Þetta var mjög erfitt sumar fyrir mig. Þetta leit mjög dramatískt út en þetta var ekkert meira en það. Við erum mannleg og liðsfélagarnir eru góðir vinir sem hjálpa manni í gegnum svona stundir. Hún gerði það,“ sagði Kristín og talaði þar um Nathalie Hagman sem sást hugga hana á myndunum. „Það var mikil pressa á mér þetta sumar. Ég var í vandræðum með öxlina á mér og gat ekki skotið eða tekið leikmann á allt sumarið,“ sagði Kristin. Hún fékk ekki að spila mikið og hefur verið í hlutverki varamanns í varnarleik sænska liðsins á síðustu stórmótum. Kristín Þorleifsdóttir lætir hér finna fyrir sér í leik með sænska landsliðinu í forkeppni Ólympíuleikanna.EPA-EFE/Zsolt Czegledi Eftir að Anna Lagerquist sleit krossband í vetur þá fékk Kristín hins vegar mun stærra hlutverk í landsliðinu. Hún verður í miðri sænsku vörninni þegar liðið mætir Þóri Hergeirssyni og norsku stelpunum hans á morgun í svona smá Íslendingaslag. Elskar að spila vörn „Þetta verður skemmtilegt. Ég elska að spila vörn og láta finna fyrir mér. Ég mun takast á við þetta hlutverk eins og vel og ég get,“ sagði Kristín. „Þetta er ekki öðruvísi hlutverk en án efa mun stærra en áður. Ég hef sömu skyldur og ég hef alltaf haft í landsliðinu,“ sagði Kristin og henni líður betur í dag en fyrir þremur árum. „Guð minn góður, já. Það var svo langt síðan,“ sagði Kristín hlæjandi.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn