Sport

Magnaður Murray leggur spaðann á hilluna að Ólympíu­leikunum loknum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Andy Murray kveður að loknum Ólympíuleikunum.
Andy Murray kveður að loknum Ólympíuleikunum. Vísir/Getty Images

Hinn 37 ára gamli Andy Murray hefur staðfest að hann muni leggja tennisspaðann á hilluna eftir að Ólympíuleikunum í París lýkur.

Murray hefur glímt við gríðarleg meiðsli undanfarin ár og þurfti meðal annars að draga sig úr keppni í einliðaleik á Wimbledon-mótinu fyrr á þessu ári. Hann er þó skráður til leiks í bæði ein- og tvíliðaleik á Ólympíuleikunum.

„Mættur til Parísar á það sem verður mitt síðasta tennismót,“ sagði Murray á X-síðu sinni, áður Twitter.

„Að keppa fyrir hönd GB hefur án alls vafa verið hápunktur ferilsins og ég er gríðarlega stoltur að gera það í eitt skipti í viðbót,“ bætti Murray við en hann er að fara á sína fimmtu Ólympíuleika.

Vann hann gullverðlaun bæði á leikunum 2012 í Lundúnum og í Ríó fjórum árum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×