Gekk fram á sofandi ferðamann á heilsugæslunni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júlí 2024 15:15 Um er að ræða líklega þurrasta og skjólsælasta tjaldstæði í bænum. Vísir/Samsett Við Helgu Þorbergsdóttur hjúkrunarfræðingi á heilsugæslunni í Vík í Mýrdal blasti óvænt sjón á morgungöngu sinni í dag. Við inngang heilsugæslustöðvarinnar lá eins manns tjald og í því sofandi ferðamaður. Helga segir staðsetningu tjaldsins ekki koma sér neitt sérstaklega á óvart þar sem í skotinu er bæði þurrt og skjólsælt. Hún birti færslu á Facebook-síðu sinni af nýstárlega tjaldstæðinu og lét ljóðlínurnar frægu eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi um verkamanninn þreytta fylgja með: Ó, hafið hljótt við litla gluggann hans og lofið dagsins þreytta barni að sofa. „Ég var að fara í mína daglegu gönguferð á fjallið klukkan sex í morgun og þá rak ég augað í þetta litla tjald sem kúrði hér í skotinu á Heilsugæslustöðinni. Ég svona rétt kíkti inn til að gá hvort það væri nokkuð að þarna og mér sýndist þarna vera einhver sem svaf vært þannig ég lét hann bara vera,“ segir hún. Hún segist gera ráð fyrir því að ferðamaður hafi gert sér inngang heilsugæslunnar að næturstað þar sem öllu hafði verið pakkað saman og engin merki um manninn þegar hún kom aftur niður af fjallinu. „Þetta var okkur alveg að meinalausu. Þó er þetta auðvitað dálítið sérstakt,“ segir Helga. Helga segir jafnframt að hún hafi áður lent í því að ganga fram á tjald í bakgarði sínum sem liggur við hlið heilsugæslunnar. Þetta hljóti því að vera ansi eftirsóknarverður næturstaður. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Heilsugæsla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Helga segir staðsetningu tjaldsins ekki koma sér neitt sérstaklega á óvart þar sem í skotinu er bæði þurrt og skjólsælt. Hún birti færslu á Facebook-síðu sinni af nýstárlega tjaldstæðinu og lét ljóðlínurnar frægu eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi um verkamanninn þreytta fylgja með: Ó, hafið hljótt við litla gluggann hans og lofið dagsins þreytta barni að sofa. „Ég var að fara í mína daglegu gönguferð á fjallið klukkan sex í morgun og þá rak ég augað í þetta litla tjald sem kúrði hér í skotinu á Heilsugæslustöðinni. Ég svona rétt kíkti inn til að gá hvort það væri nokkuð að þarna og mér sýndist þarna vera einhver sem svaf vært þannig ég lét hann bara vera,“ segir hún. Hún segist gera ráð fyrir því að ferðamaður hafi gert sér inngang heilsugæslunnar að næturstað þar sem öllu hafði verið pakkað saman og engin merki um manninn þegar hún kom aftur niður af fjallinu. „Þetta var okkur alveg að meinalausu. Þó er þetta auðvitað dálítið sérstakt,“ segir Helga. Helga segir jafnframt að hún hafi áður lent í því að ganga fram á tjald í bakgarði sínum sem liggur við hlið heilsugæslunnar. Þetta hljóti því að vera ansi eftirsóknarverður næturstaður.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Heilsugæsla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira