Vegfarendur flúðu mikið eldhaf við bryggju í Hodeidah Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2024 23:44 Þessi gervihnattarmynd sýnir bruna í olíutönkum á eldsneytisbirgðastöðinni í Hodeidah í Jemen. AP/Maxar Technologies Uppreisnarmenn Húta í Jemen heita því að halda áfram umfangsmiklum árásum á Ísrael, eftir mannskæða árás Ísraelsmanna á mikilvæga, jemenska hafnarborg. Sameinuðu þjóðirnar hafa þungar áhyggjur af stigmögnum átaka á svæðinu. Vegfarendur flúðu mikið eldhaf við bryggju í hafnarborginni Hodeidah eftir fyrstu loftárás Ísraelsmanna á Jemen seint í gær. Fleiri fylgdu svo í kjölfarið; eldsneytisbirgðastöð og orkuver voru á meðal skotmarka Ísraelsmanna og sex liggja í valnum. Árásirnar koma strax í kjölfar mannskæðrar árásar Húta á Tel Aviv fyrir helgi og eru þær fyrstu sem Ísraelsmenn gera á Jemen frá upphafi stríðs 7. október. „Eldarnir sem nú loga í Hodeidah sjást um öll Miðausturlönd og þýðing þeirra er augljós. Hútarnir réðust á okkur oftar en 200 sinnum. Við gerðum árás á þá þegar ríkisborgari Ísrael særðist. Við endurtökum þetta þar sem nauðsyn krefur,“ segir Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels. Skutu niður eldflaug áður en hún komst inn í lofthelgi Hútar hétu strax grimmilegum hefndum líkt og fram kom í orðum Yahya Saree hershöfðingja, talsmanns hers Húta. „Her Jemens staðfestir að þessari ósvífnu árás verður svarað. Við munum með guðs hjálp ekki hika við að gera árásir á mikilvæg skotmörk ísraelska óvinarins og ítrekum fyrri yfirlýsingu um að Jaffa-svæðið sé óöruggt.“ Og þeim virtist ekki til setunnar boðið: Hútar skutu eldflaug að borginni Eilat í suður-Ísrael í morgun sem Ísraelsmenn skutu niður áður en hún náði inn í ísraelska lofthelgi. Þá skutu Hútar einnig á bandarískt skip í Rauðahafi. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag yfir þungum áhyggjum af átökunum og að þau gætu stuðlað að frekari stigmögnun á svæðinu sem þegar er á suðupunkti. Ísrael Jemen Tengdar fréttir Þrír drepnir í árás Ísraela í Jemen Þrír voru drepnir og um 80 manns særðust í loftárásum Ísraela á hafnarborgina Hodeida í Jemen í gær. Árásin er viðbragð við loftárás Húta á Tel Aviv í Ísrael þar sem einn lét lífið og tíu særðust. 21. júlí 2024 07:50 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira
Vegfarendur flúðu mikið eldhaf við bryggju í hafnarborginni Hodeidah eftir fyrstu loftárás Ísraelsmanna á Jemen seint í gær. Fleiri fylgdu svo í kjölfarið; eldsneytisbirgðastöð og orkuver voru á meðal skotmarka Ísraelsmanna og sex liggja í valnum. Árásirnar koma strax í kjölfar mannskæðrar árásar Húta á Tel Aviv fyrir helgi og eru þær fyrstu sem Ísraelsmenn gera á Jemen frá upphafi stríðs 7. október. „Eldarnir sem nú loga í Hodeidah sjást um öll Miðausturlönd og þýðing þeirra er augljós. Hútarnir réðust á okkur oftar en 200 sinnum. Við gerðum árás á þá þegar ríkisborgari Ísrael særðist. Við endurtökum þetta þar sem nauðsyn krefur,“ segir Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels. Skutu niður eldflaug áður en hún komst inn í lofthelgi Hútar hétu strax grimmilegum hefndum líkt og fram kom í orðum Yahya Saree hershöfðingja, talsmanns hers Húta. „Her Jemens staðfestir að þessari ósvífnu árás verður svarað. Við munum með guðs hjálp ekki hika við að gera árásir á mikilvæg skotmörk ísraelska óvinarins og ítrekum fyrri yfirlýsingu um að Jaffa-svæðið sé óöruggt.“ Og þeim virtist ekki til setunnar boðið: Hútar skutu eldflaug að borginni Eilat í suður-Ísrael í morgun sem Ísraelsmenn skutu niður áður en hún náði inn í ísraelska lofthelgi. Þá skutu Hútar einnig á bandarískt skip í Rauðahafi. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag yfir þungum áhyggjum af átökunum og að þau gætu stuðlað að frekari stigmögnun á svæðinu sem þegar er á suðupunkti.
Ísrael Jemen Tengdar fréttir Þrír drepnir í árás Ísraela í Jemen Þrír voru drepnir og um 80 manns særðust í loftárásum Ísraela á hafnarborgina Hodeida í Jemen í gær. Árásin er viðbragð við loftárás Húta á Tel Aviv í Ísrael þar sem einn lét lífið og tíu særðust. 21. júlí 2024 07:50 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira
Þrír drepnir í árás Ísraela í Jemen Þrír voru drepnir og um 80 manns særðust í loftárásum Ísraela á hafnarborgina Hodeida í Jemen í gær. Árásin er viðbragð við loftárás Húta á Tel Aviv í Ísrael þar sem einn lét lífið og tíu særðust. 21. júlí 2024 07:50