Horfir nýjum augum á frambjóðendur eftir eigið framboð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júlí 2024 15:29 Baldur Þórhallsson gerði forsetakosningarnar vestanhafs að umtalsefni sínu. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að framboð sitt til forseta hafi breytt sýn hans á alla frambjóðendur. Hann telji sig skilja betur það sem þeir gangi í gegnum. Baldur veltir fyrir sér komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum í haust í færslu sem hann birti á stuðningsmannasíðu sinni á Facebook. Hann segir allt benda til þess að Biden dragi framboð sitt til baka. Pólitískir leikir Nancy Pelosi og Barack Obama séu sterkar vísbendingar um það. „Pelosi hefur opinberlega snúið við blaðinu frá því að vera einn af helstu stuðningsmönnum forsetans í að hafa efasemdir um framboð hans. Obama er ekki náinn Biden eins og Pelosi og þarf því að stíga varlegar til jarðar í opinberri umræðu til að Biden forherðist ekki í viðleitni sinni að halda framboðinu til streitu. Hvorki Pelosi né Obama gera athugasemdir við að áhrifafólk innan flokksins vísi í einkasamtöl við þau um efasemir þeirra um áframhaldandi framboð forsetans,“ skrifar Baldur. Erfitt að tala Biden til Baldur segir að leiða megi að því líkum að sterkara væri fyrir demókrata að Biden víki líka úr forsetaembættinu sjálfu og Kamala Harris varaforseti tæki þá við bæði sem forseti og frambjóðandi. Kamala hefði þá alla þræði í hendi sér til þess að vinna Trump. Þó segir Baldur að það verði að teljast ólíklegt að Biden fáist til að segja af sér, en að það væri leikur sem gæti leitt demókrata til sigurs. „En skjótt skipast veður í lofti í pólitíkinni. Trump var hársbreidd frá því að verða banað, agaleg frammistaða Bidens í einum kappræðum er að ganga frá framboði hans og enn eru rúmir þrír mánuðir til kosninga. Allt getur gerst!“ skrifar Baldur. Gat ekki fengið sig til að horfa á kappræðurnar Þá segir Baldur að reynsla hans af eigin framboði til forseta hafi breytt sýn hans á frambjóðendur af öllu tagi. Hann hafi ekki getað fengið sig til að horfa á Biden í kappræðunum þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Ítarlega var fjallað um laka frammistöðu Joe Biden í kappræðum milli hans og mótframbjóðanda hans Donald Trump í síðasta mánuði. „Það er samt erfitt að hætta að fylgjast með refskák stjórnmálanna þó að þeir hildarleikir bæti ekki nokkurn mann. Höldum áfram að njóta lýðræðisins,“ skrifar Baldur að lokum. Bandaríkin Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Joe Biden með Covid Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur greinst með Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá hvíta húsinu finnur hann fyrir vægum einkennum. 17. júlí 2024 23:53 „Biden á langa sögu af mismælum“ Joe Biden forseti Bandaríkjanna sýndi að hann hefur góða þekkingu og innsýn í utanríkis- og varnarmál á blaðamannafundinum sem hann hélt í gær. Þetta er mat Friðjóns Friðjónssonar, borgarfulltrúa og áhugamanns um bandarísk stjórnmál, sem var álitsgjafi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ætli Biden sér að vinna kosningarnar þurfi hann hins vegar að standa sig vel í öðrum málum. Hann segir Biden eiga langa sögu af mismælum, en nú sé auðvelt fyrir andstæðinga að nota mismælin gegn honum. 12. júlí 2024 23:48 Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ 12. júlí 2024 00:10 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Baldur veltir fyrir sér komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum í haust í færslu sem hann birti á stuðningsmannasíðu sinni á Facebook. Hann segir allt benda til þess að Biden dragi framboð sitt til baka. Pólitískir leikir Nancy Pelosi og Barack Obama séu sterkar vísbendingar um það. „Pelosi hefur opinberlega snúið við blaðinu frá því að vera einn af helstu stuðningsmönnum forsetans í að hafa efasemdir um framboð hans. Obama er ekki náinn Biden eins og Pelosi og þarf því að stíga varlegar til jarðar í opinberri umræðu til að Biden forherðist ekki í viðleitni sinni að halda framboðinu til streitu. Hvorki Pelosi né Obama gera athugasemdir við að áhrifafólk innan flokksins vísi í einkasamtöl við þau um efasemir þeirra um áframhaldandi framboð forsetans,“ skrifar Baldur. Erfitt að tala Biden til Baldur segir að leiða megi að því líkum að sterkara væri fyrir demókrata að Biden víki líka úr forsetaembættinu sjálfu og Kamala Harris varaforseti tæki þá við bæði sem forseti og frambjóðandi. Kamala hefði þá alla þræði í hendi sér til þess að vinna Trump. Þó segir Baldur að það verði að teljast ólíklegt að Biden fáist til að segja af sér, en að það væri leikur sem gæti leitt demókrata til sigurs. „En skjótt skipast veður í lofti í pólitíkinni. Trump var hársbreidd frá því að verða banað, agaleg frammistaða Bidens í einum kappræðum er að ganga frá framboði hans og enn eru rúmir þrír mánuðir til kosninga. Allt getur gerst!“ skrifar Baldur. Gat ekki fengið sig til að horfa á kappræðurnar Þá segir Baldur að reynsla hans af eigin framboði til forseta hafi breytt sýn hans á frambjóðendur af öllu tagi. Hann hafi ekki getað fengið sig til að horfa á Biden í kappræðunum þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Ítarlega var fjallað um laka frammistöðu Joe Biden í kappræðum milli hans og mótframbjóðanda hans Donald Trump í síðasta mánuði. „Það er samt erfitt að hætta að fylgjast með refskák stjórnmálanna þó að þeir hildarleikir bæti ekki nokkurn mann. Höldum áfram að njóta lýðræðisins,“ skrifar Baldur að lokum.
Bandaríkin Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Joe Biden með Covid Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur greinst með Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá hvíta húsinu finnur hann fyrir vægum einkennum. 17. júlí 2024 23:53 „Biden á langa sögu af mismælum“ Joe Biden forseti Bandaríkjanna sýndi að hann hefur góða þekkingu og innsýn í utanríkis- og varnarmál á blaðamannafundinum sem hann hélt í gær. Þetta er mat Friðjóns Friðjónssonar, borgarfulltrúa og áhugamanns um bandarísk stjórnmál, sem var álitsgjafi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ætli Biden sér að vinna kosningarnar þurfi hann hins vegar að standa sig vel í öðrum málum. Hann segir Biden eiga langa sögu af mismælum, en nú sé auðvelt fyrir andstæðinga að nota mismælin gegn honum. 12. júlí 2024 23:48 Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ 12. júlí 2024 00:10 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Joe Biden með Covid Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur greinst með Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá hvíta húsinu finnur hann fyrir vægum einkennum. 17. júlí 2024 23:53
„Biden á langa sögu af mismælum“ Joe Biden forseti Bandaríkjanna sýndi að hann hefur góða þekkingu og innsýn í utanríkis- og varnarmál á blaðamannafundinum sem hann hélt í gær. Þetta er mat Friðjóns Friðjónssonar, borgarfulltrúa og áhugamanns um bandarísk stjórnmál, sem var álitsgjafi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ætli Biden sér að vinna kosningarnar þurfi hann hins vegar að standa sig vel í öðrum málum. Hann segir Biden eiga langa sögu af mismælum, en nú sé auðvelt fyrir andstæðinga að nota mismælin gegn honum. 12. júlí 2024 23:48
Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ 12. júlí 2024 00:10