Golf

Ríkjandi Ís­lands­meistari komin í for­ystu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ragnhildur Kristinsdóttir er ríkjandi Íslandsmeistari og er komin í forystu.
Ragnhildur Kristinsdóttir er ríkjandi Íslandsmeistari og er komin í forystu. SETH@GOLF.IS

Ragnhildur Kristinsdóttir, ríkjandi Íslandsmeistari í golfi, er komin í forystu eftir dag tvö á Íslandsmótinu í gólfi sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru.

Ragnhildur átti besta hring mótsins til þessa í dag en hún lék á 67 höggum eða fjórum höggum undir pari. Þökk sé þessum frábæra hring í dag er hún með tveggja högga forystu á Evu Kristinsdóttur og Huldu Clöru Gestsdóttur fyrir þriðja hring dagsins sem fram fer á morgun.

Eva, sem var í 1. sæti eftir fyrsta hring, lék á 74 höggum í dag og Hulda Clara, sem varð Íslandsmeistari árið 2021, lék hring dagsins á 71 höggi.

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í 4. sæti á fjórum höggum yfir pari og Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Íslandsmeistarinn 2022, er í 5. sæti ásamt Andreu Björgu Bergsdóttur á fimm höggum yfir pari.

Stöðuna á mótinu má sjá á vef Golfsambands Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×