„Við vorum bara eins og blindur köttur“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2024 19:01 María Hólm, móttökuritari hjá Húðfegrun. Flugsamgöngur, greiðslukerfi og sjónvarpsútsendingar lágu niðri þegar algjört hrun varð í tölvukerfum Microsoft í dag. Tekið gæti talsverðan tíma að vinda ofan af afleiðingum bilunarinnar á heimsvísu, sem hafði einnig áhrif á Íslandi. Kerfi Landsbankans, allra bókasafna landsins og húðmeðferðarstofu í Vegmúla lágu niðri um tíma í dag. Bilunarinnar varð fyrst vart undir morgun að íslenskum tíma; útsendingar Sky News í Bretlandi duttu út og greiðslukerfi lágu víða niðri. Flugferðum var aflýst í þúsundatali, bláir villumeldingarskjáir blöstu við hvert sem litið var, og allt var raunar í hers höndum á flugvöllum um allan heim. „Öllum flugferðum United, Delta og Air France var aflýst. Allir hér bíða í röð eftir flugmiðum sínum en eru í raun að bíða eftir hótelherbergi. Þau vita það ekki. Klikkað,“ sagði Trent, strandaglópur á Rómarflugvelli. Strandaglópar í Edinborg, sem hugðu á ferðalag í tilefni afmælis annars þeirra, reiknuðu með að tapa um þrjú hundruð þúsund krónum eftir að flugi þeirra var aflýst. Fimm tilkynningar til CERT-IS Áhrifa bilunarinnar gætti einnig hér heima. Netforrit Landsbankans og smáforrit lágu niðri um tíma, auk þess sem bilunar varð vart í hraðbönkum. Gegnir bókasafnskerfi lá einnig niðri og því varð röskun á starfsemi bókasafna fram til klukkan tvö í dag, þegar kerfið hrökk í gang. Þá varð uppi fótur og fit á húðmeðferðarstöðinni Húðfegrun varð uppi fótur og fit í morgun þegar bókunarkerfi hætti að virka. „Við vorum bara eins og blindur köttur, sáum ekki neitt. Fólk að koma í meðferðir og við vissum ekkert hvað það væri að fara að gera eða hjá hverjum. Já, þetta var bara ansi hressilegt en sem betur fer er vant fólk hérna inni þannig að við leystum þetta saman,“ segir María Hólm, móttökuritari hjá Húðfegrun húðmeðferðarstöð. Íslensk fyrirtæki og stofnanir virðast þó almennt hafa sloppið vel. Fimm tilkynningar höfðu borist netöryggissveitinni Certis síðdegis, engin alvarleg. Bilunin er rakin til gallaðrar uppfærslu á vírusvörn fyrirtækisins Crowdstrike, sem olli hruni í kerfum Microsoft. Dagurinn hefur reynst Crowdstrike erfiður, virði hlutabréfa í fyrirtækinu rýrnaði um marga milljarða og þó að kerfi virðist að mestu komin í lag viðurkennir forstjórinn að langt gæti liðið þar til eðlileg virkni fáist að fullu. Þá lýsti Elon Musk, auðjöfur og risi í tækniheiminum, biluninni sem þeirri mestu og vandræðalegustu í sögunni. Netöryggi Fréttir af flugi Microsoft Tengdar fréttir Mikilvægt að tilkynna alvarleg atvik Fjarskiptastofa, sem samhæfingarstjórnvald á grundvelli netöryggislaga, og CERT-IS, minna á mikilvægi þess að mikilvægar innviðir tilkynni um öll alvarleg atvik og áhættu sem tengjast þjónustuútföllum hjá Microsoft. 19. júlí 2024 13:51 Stærsta atvikið í „mörg, mörg ár“ Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapað öngþveiti á flugvöllum og víðar. Lagfæring á biluninni virðist komin vel á veg en áhrifa kann að gæta í einhverja daga. Netöryggissérfræðingur segir um að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára, sem sýni fram á mikilvægi góðra viðbragðsáætlana. 19. júlí 2024 11:56 Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. 19. júlí 2024 07:06 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Bilunarinnar varð fyrst vart undir morgun að íslenskum tíma; útsendingar Sky News í Bretlandi duttu út og greiðslukerfi lágu víða niðri. Flugferðum var aflýst í þúsundatali, bláir villumeldingarskjáir blöstu við hvert sem litið var, og allt var raunar í hers höndum á flugvöllum um allan heim. „Öllum flugferðum United, Delta og Air France var aflýst. Allir hér bíða í röð eftir flugmiðum sínum en eru í raun að bíða eftir hótelherbergi. Þau vita það ekki. Klikkað,“ sagði Trent, strandaglópur á Rómarflugvelli. Strandaglópar í Edinborg, sem hugðu á ferðalag í tilefni afmælis annars þeirra, reiknuðu með að tapa um þrjú hundruð þúsund krónum eftir að flugi þeirra var aflýst. Fimm tilkynningar til CERT-IS Áhrifa bilunarinnar gætti einnig hér heima. Netforrit Landsbankans og smáforrit lágu niðri um tíma, auk þess sem bilunar varð vart í hraðbönkum. Gegnir bókasafnskerfi lá einnig niðri og því varð röskun á starfsemi bókasafna fram til klukkan tvö í dag, þegar kerfið hrökk í gang. Þá varð uppi fótur og fit á húðmeðferðarstöðinni Húðfegrun varð uppi fótur og fit í morgun þegar bókunarkerfi hætti að virka. „Við vorum bara eins og blindur köttur, sáum ekki neitt. Fólk að koma í meðferðir og við vissum ekkert hvað það væri að fara að gera eða hjá hverjum. Já, þetta var bara ansi hressilegt en sem betur fer er vant fólk hérna inni þannig að við leystum þetta saman,“ segir María Hólm, móttökuritari hjá Húðfegrun húðmeðferðarstöð. Íslensk fyrirtæki og stofnanir virðast þó almennt hafa sloppið vel. Fimm tilkynningar höfðu borist netöryggissveitinni Certis síðdegis, engin alvarleg. Bilunin er rakin til gallaðrar uppfærslu á vírusvörn fyrirtækisins Crowdstrike, sem olli hruni í kerfum Microsoft. Dagurinn hefur reynst Crowdstrike erfiður, virði hlutabréfa í fyrirtækinu rýrnaði um marga milljarða og þó að kerfi virðist að mestu komin í lag viðurkennir forstjórinn að langt gæti liðið þar til eðlileg virkni fáist að fullu. Þá lýsti Elon Musk, auðjöfur og risi í tækniheiminum, biluninni sem þeirri mestu og vandræðalegustu í sögunni.
Netöryggi Fréttir af flugi Microsoft Tengdar fréttir Mikilvægt að tilkynna alvarleg atvik Fjarskiptastofa, sem samhæfingarstjórnvald á grundvelli netöryggislaga, og CERT-IS, minna á mikilvægi þess að mikilvægar innviðir tilkynni um öll alvarleg atvik og áhættu sem tengjast þjónustuútföllum hjá Microsoft. 19. júlí 2024 13:51 Stærsta atvikið í „mörg, mörg ár“ Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapað öngþveiti á flugvöllum og víðar. Lagfæring á biluninni virðist komin vel á veg en áhrifa kann að gæta í einhverja daga. Netöryggissérfræðingur segir um að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára, sem sýni fram á mikilvægi góðra viðbragðsáætlana. 19. júlí 2024 11:56 Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. 19. júlí 2024 07:06 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Mikilvægt að tilkynna alvarleg atvik Fjarskiptastofa, sem samhæfingarstjórnvald á grundvelli netöryggislaga, og CERT-IS, minna á mikilvægi þess að mikilvægar innviðir tilkynni um öll alvarleg atvik og áhættu sem tengjast þjónustuútföllum hjá Microsoft. 19. júlí 2024 13:51
Stærsta atvikið í „mörg, mörg ár“ Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapað öngþveiti á flugvöllum og víðar. Lagfæring á biluninni virðist komin vel á veg en áhrifa kann að gæta í einhverja daga. Netöryggissérfræðingur segir um að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára, sem sýni fram á mikilvægi góðra viðbragðsáætlana. 19. júlí 2024 11:56
Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. 19. júlí 2024 07:06