Íslenski boltinn

„Spenntur að spila fyrir stuðnings­mennina, fjöl­skyldu og vini hérna“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jökull er kominn heim.
Jökull er kominn heim. Afturelding

Eins og greint var frá á dögunum þá var markvörðurinn Jökull Andrésson við það að ganga í raðir Lengjudeildarliðs Aftureldingar. Vistaskiptin hafa nú verið staðfest og Jökull getur ekki að spila fyrir uppeldisfélagið.

Markvörðurinn kemur á láni en fyrst var talið að Afturelding væri að kaupa Jökul af Reading, liðinu sem keypti hann síðla árs 2016. Hinn 22 ára gamli Jökull á að baki einn A-landsleik sem og sjö leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Hann mun nú verja mark Aftureldingar það sem eftir lifir sumar og getur ekki beðið eftir að hefjast handa.

„Það er geggjað að vera kominn aftur í Mosó. Ég ólst upp hérna og þetta byrjaði allt í Aftureldingu. Ég er ótrúlega spenntur að spila fyrir stuðningsmennina, fjölskyldu og vini hérna,“ sagði Jökull í viðtali á samfélagsmiðlum Aftureldingar.

Afturelding er í 8. sæti Lengjudeildarinnar með 17 stig að loknum 13 leikjum. Staðan í deildinni er gríðarlega jöfn en ÍBV situr í 3. sæti með 19 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×