Hundur fyrir norðan var hætt kominn eftir fjörutíu mínútur í bíl Jón Þór Stefánsson skrifar 19. júlí 2024 16:24 Það getur verið hættulegt fyrir hunda að vera í heitum bíl þó það sé í skamma stund. Myndin er úr safni. Getty „Þetta er ekki bara eitthvað útlandavandamál,“ segir Elva Ágústsdóttir, dýralæknir hjá Dýraspítalanum Lögmannshlíð á Akureyri um ofhitnun hunda, en slíkt getur gerst á Íslandi þrátt fyrir að hitinn hér á landi sé talsvert lægri en erlendis. Á dögunum tóku þau hjá dýraspítalanum á móti labrador-tík sem hafði verið í heitum bíl í fjörutíu mínútur. Að sögn Elvu var hundurinn í lífshættu en sem betur fer virðist hafa jafnað sig að fullu eftir meðferð sem tók hálfan dag. „Hundurinn var kominn með yfir fjörutíu stiga hita og krampa og var bara næstum því dáinn,“ segir Elva. „Þessir hundar kæla sig bara niður með tungunni og önduninni, ekki eins og við sem svitnum og erum með alls konar kælikerfi í gangi. Þannig þegar umhverfi hundsins er komið yfir 35 stiga hita þá hitnar hann, hitnar og hitnar bara.“ Bílar hættulegastir Að sögn Elvu stafar mesta hættan í hitanum af bílum. „Bara ef það er hlýtt í veðri. Það þarf ekki að vera brjáluð sól þá hitnar bíll umtalsvert,“ segir hún. „Það má bara alls ekki skilja hunda eftir í bílunum á góðum sumardegi þegar sólin skín. Því bíllinn hitnar langt umfram hitastig hundsins.“ Mörg dæmi er um að hundar lendi illa í því í ofheitum bíl á Íslandi, og segir Elva að það hafi komið fyrir að hundur hafi dáið. „Þetta þarf bara að vera hálftími, klukkutími og hundurinn er kominn í alvarlega lífshættu í heitum bíl. Eðlilegt hitastig hunda er 38 til 38.5 gráður og í öllu umfram það þá bara hitnar hundurinn. Eins og allir vita má ekki skilja börn eftir í bíl. Þetta er bara nákvæmlega það sama.“ Þó að loftkælingin í bílnum sé lágt stillt nær það ekki endilega til hunds sem er í búri aftur í bílnum umkringt öðrum hlutum. Þá hjálpi rifa á rúðu lítið. Því sé um að gera að leyfa hundinum reglulega að fara úr bílnum, hreyfa sig smá, og fá vatn. Hundurinn er besti vinur mannsins. Hér má sjá rithöfundinn Ernest Hemingway, Hollywood-leikarann Gary Cooper, og veiðimanninn Taylor Williams árið 1940 ásamt veiðihundum.Lloyd Arnold/Getty Leikir og göngutúrar geti líka verið varasamir Elva segir þó að hundar geti einnig ofhitnað úti í sólinni á Íslandi. „Þeir gætu hafa verið í leik úti á lóð með krökkum eða í löngum göngutúr í heitu veðri og gengið fram af sér.“ Hundarnir kunni sér ekki takmörk í góðum leik. Elva minnir hundaeigendur á að vera með vatn meðferðis, og leyfa hundunum að hvíla sig í skugga. Lendi fólk í því að hundurinn þeirra ofhitni er fyrsta verk að kæla hundinn niður, og ef það er ekki að ganga þá segir Elva að fólk eigi að leita til dýralæknis þar sem dýrið fái viðeigandi meðferð. Dýr Akureyri Dýraheilbrigði Bílar Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Á dögunum tóku þau hjá dýraspítalanum á móti labrador-tík sem hafði verið í heitum bíl í fjörutíu mínútur. Að sögn Elvu var hundurinn í lífshættu en sem betur fer virðist hafa jafnað sig að fullu eftir meðferð sem tók hálfan dag. „Hundurinn var kominn með yfir fjörutíu stiga hita og krampa og var bara næstum því dáinn,“ segir Elva. „Þessir hundar kæla sig bara niður með tungunni og önduninni, ekki eins og við sem svitnum og erum með alls konar kælikerfi í gangi. Þannig þegar umhverfi hundsins er komið yfir 35 stiga hita þá hitnar hann, hitnar og hitnar bara.“ Bílar hættulegastir Að sögn Elvu stafar mesta hættan í hitanum af bílum. „Bara ef það er hlýtt í veðri. Það þarf ekki að vera brjáluð sól þá hitnar bíll umtalsvert,“ segir hún. „Það má bara alls ekki skilja hunda eftir í bílunum á góðum sumardegi þegar sólin skín. Því bíllinn hitnar langt umfram hitastig hundsins.“ Mörg dæmi er um að hundar lendi illa í því í ofheitum bíl á Íslandi, og segir Elva að það hafi komið fyrir að hundur hafi dáið. „Þetta þarf bara að vera hálftími, klukkutími og hundurinn er kominn í alvarlega lífshættu í heitum bíl. Eðlilegt hitastig hunda er 38 til 38.5 gráður og í öllu umfram það þá bara hitnar hundurinn. Eins og allir vita má ekki skilja börn eftir í bíl. Þetta er bara nákvæmlega það sama.“ Þó að loftkælingin í bílnum sé lágt stillt nær það ekki endilega til hunds sem er í búri aftur í bílnum umkringt öðrum hlutum. Þá hjálpi rifa á rúðu lítið. Því sé um að gera að leyfa hundinum reglulega að fara úr bílnum, hreyfa sig smá, og fá vatn. Hundurinn er besti vinur mannsins. Hér má sjá rithöfundinn Ernest Hemingway, Hollywood-leikarann Gary Cooper, og veiðimanninn Taylor Williams árið 1940 ásamt veiðihundum.Lloyd Arnold/Getty Leikir og göngutúrar geti líka verið varasamir Elva segir þó að hundar geti einnig ofhitnað úti í sólinni á Íslandi. „Þeir gætu hafa verið í leik úti á lóð með krökkum eða í löngum göngutúr í heitu veðri og gengið fram af sér.“ Hundarnir kunni sér ekki takmörk í góðum leik. Elva minnir hundaeigendur á að vera með vatn meðferðis, og leyfa hundunum að hvíla sig í skugga. Lendi fólk í því að hundurinn þeirra ofhitni er fyrsta verk að kæla hundinn niður, og ef það er ekki að ganga þá segir Elva að fólk eigi að leita til dýralæknis þar sem dýrið fái viðeigandi meðferð.
Dýr Akureyri Dýraheilbrigði Bílar Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira