Fær ekki að sjá sjálfsvígsbréf sonar síns Jón Þór Stefánsson skrifar 19. júlí 2024 13:48 Tómas Ingvason er faðir manns sem lést á Litla-Hrauni í maí. Aðsend Tómas Ingvason fær ekki afhent sjálfsvígsbréf sonar síns sem lést á Litla-Hrauni í maí á þessu ári. Lögreglunni á Suðurlandi er gert að útskýra ákvörðun sína að sýna honum ekki bréfið. „Þetta er búið að vera erfitt. Þetta er stjórnsýsluofbeldi finnst manni. Maður er að syrgja og svo stendur maður í þessu líka. Þetta á ekki að vera svona,“ segir Tómas í samtali við fréttastofu. Málið er Tómasi mjög erfitt, en sonur hans lést vegna sjálfsvígs á dánardegi bróður síns sem lést nokkrum árum fyrr. „Það er ekki auðvelt að standa í þessu og þurfa að ströggla við yfirvöld líka.“ Mannlíf greindi frá því í morgun að umboðsmaður Alþingis hefði sent lögreglunni á Suðurlandi bréf þar sem hann óskar eftir upplýsingum um á hvaða grundvelli lögreglan hafi hafnað beiðni Tómasar um að fá bréfið afhent. Umboðsmaður vill fá gögn málsins afhent í síðasta lagi 12. ágúst næstkomandi. Tómas upplifir þessa beiðni umboðsmanns sem sigur. „Ég var mjög ánægður að fá þetta sent í gær. Það er einhver hreyfing á málinu.“ Ástæðan sem lögreglan hefur gefið Tómasi fyrir því að halda aftur af bréfinu eru rannsóknarhagsmunir. „Málið er hið furðulegasta, að það sé hægt að breiða yfir bréf og halda eftir bréfum út af rannsóknarhagsmunum. Ég veit ekki hvaða rannsóknarhagsmunir það eru. Þetta er í hött því hann er ekki talinn hafa látist með saknæmum hætti. Hvað er þá verið að rannsaka?“ segir Tómas sem bætir við að hann fái ekki svör við því hvaða rannsóknarhagsmuni um ræðir. Tómas hefur fengið að sjá hluta bréfs sonar síns, en þar er hluti bréfsins yfirstikaður. „Það er bara blátt yfir þeim texta sem ég má ekki sjá,“ segir hann og bætir við að honum hafi verið sagt að hlutinn sem hann fær ekki að sjá eigi að vera stílaður á annan einstakling. Nokkuð var fjallað um andlát sonar Tómasar í maí. Þá kom meðal annars fram að sonurinn, sem var á Litla-Hrauni, hafði óskað eftir aðstoð vegna andlegra veikinda um helgi en verið sagt að bíða til mánudags. Hann lést á sunnudegi. Tómas gagnrýnir vinnubrögð lögreglunnar og stjórnvalda. Honum finnst hann illa upplýstur um mál sonar síns og segir lítið um svör þegar eftir þeim sé óskað. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Fangelsismál Geðheilbrigði Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
„Þetta er búið að vera erfitt. Þetta er stjórnsýsluofbeldi finnst manni. Maður er að syrgja og svo stendur maður í þessu líka. Þetta á ekki að vera svona,“ segir Tómas í samtali við fréttastofu. Málið er Tómasi mjög erfitt, en sonur hans lést vegna sjálfsvígs á dánardegi bróður síns sem lést nokkrum árum fyrr. „Það er ekki auðvelt að standa í þessu og þurfa að ströggla við yfirvöld líka.“ Mannlíf greindi frá því í morgun að umboðsmaður Alþingis hefði sent lögreglunni á Suðurlandi bréf þar sem hann óskar eftir upplýsingum um á hvaða grundvelli lögreglan hafi hafnað beiðni Tómasar um að fá bréfið afhent. Umboðsmaður vill fá gögn málsins afhent í síðasta lagi 12. ágúst næstkomandi. Tómas upplifir þessa beiðni umboðsmanns sem sigur. „Ég var mjög ánægður að fá þetta sent í gær. Það er einhver hreyfing á málinu.“ Ástæðan sem lögreglan hefur gefið Tómasi fyrir því að halda aftur af bréfinu eru rannsóknarhagsmunir. „Málið er hið furðulegasta, að það sé hægt að breiða yfir bréf og halda eftir bréfum út af rannsóknarhagsmunum. Ég veit ekki hvaða rannsóknarhagsmunir það eru. Þetta er í hött því hann er ekki talinn hafa látist með saknæmum hætti. Hvað er þá verið að rannsaka?“ segir Tómas sem bætir við að hann fái ekki svör við því hvaða rannsóknarhagsmuni um ræðir. Tómas hefur fengið að sjá hluta bréfs sonar síns, en þar er hluti bréfsins yfirstikaður. „Það er bara blátt yfir þeim texta sem ég má ekki sjá,“ segir hann og bætir við að honum hafi verið sagt að hlutinn sem hann fær ekki að sjá eigi að vera stílaður á annan einstakling. Nokkuð var fjallað um andlát sonar Tómasar í maí. Þá kom meðal annars fram að sonurinn, sem var á Litla-Hrauni, hafði óskað eftir aðstoð vegna andlegra veikinda um helgi en verið sagt að bíða til mánudags. Hann lést á sunnudegi. Tómas gagnrýnir vinnubrögð lögreglunnar og stjórnvalda. Honum finnst hann illa upplýstur um mál sonar síns og segir lítið um svör þegar eftir þeim sé óskað. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Fangelsismál Geðheilbrigði Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira