97 ára og gerir við dvergastyttur og málar þær í Eyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. júlí 2024 20:25 Páll Magnús Guðjónsson (Palli í Mörk), 97 ára Eyjamaður og Sonja Andrésdóttir, tómstunda og virknifulltrúi í Hraunbúðum, sem eru bæði að gera flotta og skemmtilega hluti á heimilinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt það allra skemmtilegasta sem Palli í Mörk eins og hann er alltaf kallaður í Vestmannaeyjum gerir er að mála og laga dvergastyttur fyrir Eyjamenn en Palli er rétt að verða 98 ára. Og Palli segist að sjálfsögðu ætla á þjóðhátíð eins og hann hefur alltaf gert. Páll Magnús Guðjónsson, eða Palli í Mörk er mikill vinnuhestur því hann er alltaf með einhver skemmtileg verkefni í gangi. Nú eru það dvergastyttur Eyjamanna, sem eiga hug hans allan en Hraunbúðir, heimilið, sem hann býr á, auglýsti eftir styttum frá Eyjamönnum, sem þyrfti að laga og mála og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Nú er Palli búin að mála og laga yfir 40 dvergastyttur. „Þetta heldur lífinu í manni, það er ekkert öðruvísi. Þetta er alveg dásamlegt, alveg dásamlegt, það er ekkert hægt að orða það öðruvísi,“ segir Palli alsæll. Og Palli er mjög vandvirkur í öllu, sem hann gerir. „Það er ekkert gaman öðruvísi. Það er bara verst að ég gleyma alltaf gleraugunum inn í herbergi, ég nota aldrei gleraugu,“ segir Palli og skellihlær. Og í Hraunbúðum, sem er dvalar- og hjúkrunarheimili má víða sjá dverga, sem Palli á heiðurinn af og á útipallinum við heimilið er fullt af fallegum dvergastyttum í sérstöku dvergalandi. En það er ýmislegt fleira gera á heimilinu. Dvergastytturnar vekja alltaf mikla athygli í Hraunbúðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, við erum til dæmis búin að perla öll nöfnin á íbúum og merkja allar dyr hjá okkur hérna með þeim,“ segir Sonja Andrésdóttir, tómstunda og virknifulltrúi í Hraunbúðum og bætir við. „Gamla fólkið er best í heimi, það er bara svoleiðis, það gefur manni helling,“ og Palli skýtur inn í. „Sonja á sér engan sér líka, hún er að standa sig svo vel.“ En hvernig er að vera roskinn eldri borgari í Vestmannaeyjum? „Alveg dásamlegt, hérna er allt af öllu, þetta er besti staður í heimi,“ segir Palli. En ætlar hann að fara á þjóðhátíð? „Að sjálfsögðu, í fyrra var ég allar næturnar til klukkan þrjú um nóttina.“ Palli í Mörk verður 98 ára í desember næstkomandi en þeir sem sjá hann segja að það geti ekki verið, hann sé í mesta lagi að verða 75 ára. Hann er alltaf með einhver verkefni í gangi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Eldri borgarar Styttur og útilistaverk Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Páll Magnús Guðjónsson, eða Palli í Mörk er mikill vinnuhestur því hann er alltaf með einhver skemmtileg verkefni í gangi. Nú eru það dvergastyttur Eyjamanna, sem eiga hug hans allan en Hraunbúðir, heimilið, sem hann býr á, auglýsti eftir styttum frá Eyjamönnum, sem þyrfti að laga og mála og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Nú er Palli búin að mála og laga yfir 40 dvergastyttur. „Þetta heldur lífinu í manni, það er ekkert öðruvísi. Þetta er alveg dásamlegt, alveg dásamlegt, það er ekkert hægt að orða það öðruvísi,“ segir Palli alsæll. Og Palli er mjög vandvirkur í öllu, sem hann gerir. „Það er ekkert gaman öðruvísi. Það er bara verst að ég gleyma alltaf gleraugunum inn í herbergi, ég nota aldrei gleraugu,“ segir Palli og skellihlær. Og í Hraunbúðum, sem er dvalar- og hjúkrunarheimili má víða sjá dverga, sem Palli á heiðurinn af og á útipallinum við heimilið er fullt af fallegum dvergastyttum í sérstöku dvergalandi. En það er ýmislegt fleira gera á heimilinu. Dvergastytturnar vekja alltaf mikla athygli í Hraunbúðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, við erum til dæmis búin að perla öll nöfnin á íbúum og merkja allar dyr hjá okkur hérna með þeim,“ segir Sonja Andrésdóttir, tómstunda og virknifulltrúi í Hraunbúðum og bætir við. „Gamla fólkið er best í heimi, það er bara svoleiðis, það gefur manni helling,“ og Palli skýtur inn í. „Sonja á sér engan sér líka, hún er að standa sig svo vel.“ En hvernig er að vera roskinn eldri borgari í Vestmannaeyjum? „Alveg dásamlegt, hérna er allt af öllu, þetta er besti staður í heimi,“ segir Palli. En ætlar hann að fara á þjóðhátíð? „Að sjálfsögðu, í fyrra var ég allar næturnar til klukkan þrjú um nóttina.“ Palli í Mörk verður 98 ára í desember næstkomandi en þeir sem sjá hann segja að það geti ekki verið, hann sé í mesta lagi að verða 75 ára. Hann er alltaf með einhver verkefni í gangi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Eldri borgarar Styttur og útilistaverk Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira