Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Hólmfríður Gísladóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 19. júlí 2024 07:06 Samkvæmt X aðgangi Microsoft 365 er unnið að því að leysa úr vandamálinu. Getty/David Gray Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. Búið er að kyrrsetja allar vélar á flugvellinum í Sydney, Edinborg og víða í Bandaríkjunum. Bein útsending Sky News hefur verið rofin og lestar í Bretlandi sitja fastar. Þá liggur bókunarkerfi bresku heilbrigðisþjónustunnar (NHS) niðri. BBC greinir frá því að netöryggisyfirvöld í Ástralíu segi ekki um árás að ræða heldur virðist vandamálið tengjast hugbúnaði frá Microsoft. Flugfélög í Bandaríkjunum, þeirra á meðal United, Delta og American Airlines, hafa kyrrsett allar sínar vélar um allan heim. Flugvélar sem eru þegar í loftinu halda áfram á áfangastað en engar vélar fara í loftið í bili. We're investigating an issue impacting users ability to access various Microsoft 365 apps and services. More info posted in the admin center under MO821132 and on https://t.co/W5Y8dAkjMk— Microsoft 365 Status (@MSFT365Status) July 18, 2024 Samkvæmt frétt BBC hurfu allar upplýsingar af komu- og brottfaratöflum í flugstöðinni í Sydney. Flugfélagið Jetstar sagði í tilkynningu til farþega að vegna atviks sem tengdist Microsoft væri ekki hægt að innrita farþega né leyfa þeim að ganga um borð. Á samfélagsmiðlum hafa fregnir borist af löngum biðröðum í verslunum, vegna vandamála við að koma greiðslum í gegn. Þá virðast vandamál vera uppi hjá National Australia Bank, fjarskiptafyrirtækinu Telstra, Google og fleirum, ef marka má vefsíðuna Downdetector. Ástralía Tækni Microsoft Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Fleiri fréttir Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Sjá meira
Búið er að kyrrsetja allar vélar á flugvellinum í Sydney, Edinborg og víða í Bandaríkjunum. Bein útsending Sky News hefur verið rofin og lestar í Bretlandi sitja fastar. Þá liggur bókunarkerfi bresku heilbrigðisþjónustunnar (NHS) niðri. BBC greinir frá því að netöryggisyfirvöld í Ástralíu segi ekki um árás að ræða heldur virðist vandamálið tengjast hugbúnaði frá Microsoft. Flugfélög í Bandaríkjunum, þeirra á meðal United, Delta og American Airlines, hafa kyrrsett allar sínar vélar um allan heim. Flugvélar sem eru þegar í loftinu halda áfram á áfangastað en engar vélar fara í loftið í bili. We're investigating an issue impacting users ability to access various Microsoft 365 apps and services. More info posted in the admin center under MO821132 and on https://t.co/W5Y8dAkjMk— Microsoft 365 Status (@MSFT365Status) July 18, 2024 Samkvæmt frétt BBC hurfu allar upplýsingar af komu- og brottfaratöflum í flugstöðinni í Sydney. Flugfélagið Jetstar sagði í tilkynningu til farþega að vegna atviks sem tengdist Microsoft væri ekki hægt að innrita farþega né leyfa þeim að ganga um borð. Á samfélagsmiðlum hafa fregnir borist af löngum biðröðum í verslunum, vegna vandamála við að koma greiðslum í gegn. Þá virðast vandamál vera uppi hjá National Australia Bank, fjarskiptafyrirtækinu Telstra, Google og fleirum, ef marka má vefsíðuna Downdetector.
Ástralía Tækni Microsoft Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Fleiri fréttir Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Sjá meira